Eftir að hafa gert Q.P.R að meisturunum á 5.tímabili ákvað ég að starta nýju save-i með Swansea.
Þegar ég tók við þeim áttu þeir engan pening og stjórnin sagði að þeir vildu halda sér frá botnbaráttunni.Þannig að ég horfði fram á erfitt en þó skemmtilegt season.Fyrsta sem ég byrjaði að gera var að setja menn á lista til þess að eignast smá pening ef ske skyldi að ég yrði í mannavandræðum.
Ég tapaði fyrstu 5 leikjunum og sá fram á að ég yrði bara rekinn eftir svona 10 leiki.En svo breytti ég um fyrirliða og hruflaði smá í leikkerfinu og viti menn,Swansea City fikraðist hægt og rólega upp töfluna.
Á miðju seasoni ákvað ég að hrifsa upp budduna og fjárfesta mér í 2-3 leikmönnum.Ég var hvorki búinn að fá of mikið af mörkum á mig eða skora of mikið af mörkum þannig að ég fór að skyggnast eftir framherja.Ég leitaði að manni með 20 í finishing og fann þar 2 menn sem heita Stuart John Dawe og Andy Moreson og bauð ég lítinn pening í þá og fékk þá fyrir slikk.
Svo meiddist einn miðjumaðurinn minn í 3mánuði þannig að enn og aftur varð ég að skima eftir Visa-korti liðsins til að fjárfesta í miðjumanni.Besta kostinn af öllum þeim miðjumönnum sem vildu koma var Eric Tinkler.Hann var með fínan kraft og gott í teamworking.
Svo leið tímabilið hægt og rólega á svipaðan hátt og hafði gert fyrr,ekki mikið skorað né mikið fengið á sig.
Ég endaði svo í 8.sæti með jafn mörg stig og 2 næstu lið fyrir ofan mig sem voru í playoff-sæti og var ég svona sáttur en samt smá svekkelsi yfir að hafa ekki náð að komast í umspil.

Annað season:
Stjórnin vildi að ég myndi ná virðingarverðu sæti í deildinni og fékk ég frá þeim 1milljón til að eyða í leikmenn,eins líka fékk ég milljón fyrir sjónvarpsrétt í deildinni.Þannig að út á leikmanna-markaðinn var haldið.
Ég hugsaði að enn og aftur yrði ég að kaupa mér senter.Ég fór þá og leitaði eftir gömlum reynslubolta sem gæti hugsanlega reynst mér vel og sett nokkur mörk inn.
Dion Dublin var óánægður og ég ákvað að nýta mér það og bauð 500k í hann og fékk hann sem player/coach.
Svo ákvað ég að styrkja vörnina og fór á free transfer og sá að Þormóður Egilsson var og ég ákvað að slá til og prufa hann.
Svo keypti ég James Pollock miðjumann og Charlton Palmer og voru þeir 2 á 200k hvor.Svo endaði ég á að kaupa Phil Babb á 100k enda að missa samning.
Seasonið byrjaði og ég tapaði ekki fyrstu 15 leikjunum og Dion Dublin og Momede Sidebe framherjar mínir voru hreinlega að fara á kostum,ásam Pollock og Palmer.
En svo kom að tapleik eins og gengur og gerist en endaði ég í fyrsta sæti eftir tímabilið með 91 stig og skoraði 84 mörk en fékk á mig 34mörk..Og núna bíð ég spenntur eftir að hefja næsta tímabil einni deild ofar…