Ekki hægt að hætta í fótboltanum: Meiðslin stoppa Ekki hægt að hætta í fótboltanum: Meiðslin stoppa mig ekki…

Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var aðeins 5 ára, æfði þá með Aftureldingu en þegar ég varð 17 ára kræktu KR ingar í mig, ég hafði haldið með þeim frá blautu barnsbeini. Með tímanum varð ég orðinn fastamaður í liðinu, hægri bakvörður og var orðinn frekar vinsæll í Frostaskjólinu, fékk ég ófá tilboð frá liðum hér á landi, Fylki, Keflavík, Fram og jafnvel erkifjendunum ÍA auk nokkurra liða erlendis(Noregi, Svíþjóð) en KR hjartað hélt mér í Vesturbænum. En þegar ég var aðeins 29 ára þurfti ég að láta skóna á hilluna, langvarandi hnémeiðsli gerðu mér ókleift að spila fótbolta, ég varð að fara upp í stúkuna. En ég gat ekki horfið úr knattspyrnunni fyrir fullt og allt, ég gat bara ekki horft á fótboltann utan vallar án þess að koma nálægt honum, svo að ég sótti um þjálfarastarf hjá KR þegar ég heyrði að ónefndur þjálfari hjá KR þurfti að hætta vegna aldurs og heilsufars. Innan viku fékk ég svar um að ég var velkominn aftur í Frostaskjólið(ég var coach, ekki manager). Sumarið 2001 hætti Pétur Pétursson sem framkvæmdastjóri og ég mér var boði staðan (þá var ég búinn að vera þjálfari í 4 ár). Ég tók henni eftir litla umhugsun.

Stefnan var sett á efstu 3 sætin, og eftir mjög slakt tímabil árið áður vissi ég að ég þyrfti að taka aðeins til í leikmannahópnum, en ekki var peningurinn mikill.

Keyptir:
Hugo Gonzales Free Transfer
Bjarki Gunnlaugsson Free Transfer
Ousmane Coulibaly Free Transfer
Butra Free Transfer
Sebastien Barnes Free Transfer
Hugo Free Transfer
Joao Paralta 9 k
Joao Paiva Free Transfer
Pedro Emanuel 12k
Tó Madeira 180k
Samtals: 201k

Seldir:
Birgir Sigfússon Free Transfer
Óskar Sigurgeirsson Free Transfer
Þorsteinn E Jónsson Free Transfer
Viktor Elvar Viktorsson Free Transfer
Grétar Sigurðsson Free Transfer

Tímabilið fór hægt af stað, aðeins 1 stig í 3 fyrstu leikjunum en svo fóru hjólin að snúast, ég notaði Salem Lotagoals uppstillinguna.
Liðið:
Kristján Finnbogason í markinu,
Móði, Gunnar Einars og Tryggvi Bjarna í vörninni,
Sigurður Örn í Defensive Midfielder og
kantmennirnir voru Einsi Dan og Þórhallur Hinriks.
Venni(Sigurvin Ólafsson) var í Attacking Midfieldernum og stóð sig frábærlega þar! Sóknarmennirnir voru Veigar Páll, Sigurður Eyjólfs og Tó Madeira (Butra spilaði reglulega)
Ég datt út úr deildarbikarnum í 4. umferð á móti Skagamönnum, og 2. umferð í EUFA Cup á móti Tékknesku liði. Við enduðum í öðru sæti, 4 stigum á eftir ÍBV en unnum verðskuldaðann sigur á Fylki í úrslitum Bikarkeppninnar (Irish Cup). Einn titill á fyrsta ári, einum titli meira en ég vonaðist eftir.

Árangur nokkurra leikmanna:
Tó Madeira
42 leikir, 28 mörk, 10 stoðsend., 11 MoM, 8,20 í meðaleinkunn
Sigurður Eyjólfsson
42 leikir, 30 mörk, 11 stoðsend., 7 MoM, 7,92 í meðaleinkunn
Venni
48 leikir, 20 mörk, 10 stoðsend., 5 MoM, 7,58 í meðaleinkunn

Ég sá fram á bjarta framtíð, enda með unga efnilega leikmenn, innan um nokkra reynslubolta eins og Móða, Gunnar og Einsa Dan, að ógleymdum mínum uppáhalds manni í liðinu, Sigurði Erni Jónssyni.
En ég ætla þó ekki að styrkja hópinn mikið fyrir næsta tímabil, ætla að reyna að þjappa þessu betur saman, finna rétta kjarnann.

Ég hef ekki skrifað svona sögu áður, endilega gefið mér raunhæfa einkunn…

Framhald Væntanlegt (ef einhver las þetta þá og vill eitthvað meira)
I