Ég downloadaði núna nýverið íslenska updateinu sem tilheyrir Championship Manager 01/02. Norður-Írska deildin var “overwriteuð” og íslenska kom í staðin fyrir það.
Efsta og 1. deild sem tilheyra Norður-írsku leikkerfi með íslensku liðunum eru þarna inni og spilaðir eru 38 leikir, þ.e. tvær leiktíðir á einni leiktíð. Íslenska deildin er venjulega 18 leikir (2x við hvert lið) (1x heima og 1x úti). En í þessu updatei eru spilaðir 4x við hvert lið, semsagt 2x heima og 2x úti. Einnig eru
Ef þú gáir á landslið Norður-Írlands þá sérðu allt Íslenska landsliðið og ef þú skoðar Íslenska landsliðið þá færðu upp allt Norður-írska landsliðið.
Deildarkeppnin (League cup) byrjar að öll liðin í 4. riðlum þar sem 5 lið eru í hverjum riðli. Öll lið keppa einu sinni við hvert annað á mismunandi völlum. Engin deildarkeppni er á Íslandi en Bikarkeppnin (Coca-Cola bikarinn) er eina bikarkeppnin og þar eru engar deildir inn í keppnunum. Coca-Cola bikarinn er bara útsláttarkeppni. Hinsvegar er til deildarbikar sem er spilaður áður en Símadeildin hefst.
Einnig er venjuleg bikarkeppni(sem líklega á að vera Coca-Cola bikarinn) en í þessu updatei heitir bikarkeppnin Norð-írski bikarinn. Einnig heitir Efsta deildin “Northern Irish League Premier Divison” í stað Símadeildarinnar eða Efstu deildarinnar.
Öll liðin eru að sjálfsögðu vel sett upp og eru þetta bara gallar sem má laga ef það er hægt. Við bíðum náttúrulega bara öll spennt fyrir Championship Manager 4 sem kemur út núna í september næstkomandi.
Takk fyrir,
Maggi mp4