Þegar ég segi að við séum inactive þá er ég alls ekki að tala um alla og ég er alls ekki að státa mig af ótrúlegum fjölda greina minna undanfarinn mánuð (sem að eru engar). Margir hafa reynt að vera active og hefur maður séð að margir nýjir menn eru að koma sterkir inn (rblanco og Shotgun t.d.). Enn ekki er þetta áhugamál það sama og það var hér áður fyrr þegar greinar voru daglegt brauð.
Þegar áhugamálið var á hátindi sínum þá voru leikmannakubbur og sögukubbur nýkomnir inn og allt var að springa hér af lífi. En núna undanfarið hefur gersamlega ekkert gerst á þessum kubbum, aðeins einstaka greinar þar. Þar sem þessir kubbar voru upphaflega mín hugmynd þá finnst mér það vera skylda mín að koma með hugmyndir sem að gætu látið þessa kubba verða active-ari og skemmtilegri að lesa.
Eins og flestir vita þá þarf notandi sem vill skrifa á kubbinn að fá leyfi frá stjórnanda sem síðan lætur hann fá aðgang að kubbinum. Þetta gerir að verkum að greinarnar verða vandaðri en hefur þann galla að menn nenna ekki að skrifa stjórnanda um þetta efni. Einnig er annað sem hefur hamlað starfsemi þessara kubba(sérstaklega leikmannakubbarins) en það er staðsetning þeirra á síðunni. Þetta áhugamál hefur ógrynni af kubbum (suma má nú fara að fjarlægja) og oft einfaldlega gleymast þessir kubbar er menn skoða síðuna.
Til þess að ráða bót á þessu vandamáli hef ég fengið hugmynd og langar mig til þess að heyra viðbrögð ykkar við henni:
Við tökum báða kubbana úr umferð og gerum einn nýjan sem kallast pistlar eða eitthvað álíka. Á þessum nýja kubbi koma nokkrir ofurhugar, eða aðrir þekktir notendur af þessari síðu til með að vera með greinaflokk. T.d. myndi ég sjá um leikmann og ungling vikunnar og n00ba flokkinn minn. Hver veit nema við getum fengið Hvata til þess að sýna sig og halda áfram með góðir leikmenn í cm flokkinn og svo væri gaman ef að wbdaz væri til í einhver skemmtileg skrif fyrir okkur. Á þessum kubbi myndu síðan kannski koma einstaka sögur sem eru eins konar framhaldsögur (sbr.Sunderland sagan mín). Ef að notandi vill skrifa pistla sækir hann um það í bréfi til admins sem að síðan veitir aðgang að kubbnum. Þeir notendur sem skrifa pistla skuldbinda sig til þess að vera duglegir og reyna að pósta reglulega.
Með þessum hætti ætti að haldast líf í kubbnum. Maður hefur tekið eftir því undanfarið að mikið af leikmannaumfjöllunum og sögum hafa annað hvort komið á korkinn eða sem greinar.
Hvernig líst ykkur á þetta? Sögurnar munu fara á greinakubbinn eins og þær gerðu, leikmannaumfjallanir líka. Korkurinn myndi síðan þjóna sama tilgangi og hann hefur gert, spurningar svör og stuttar greinar.
Ég vil annars bara þakka fyrir að hafa lesið þessa grein og vona ég að þessar hugmyndir mælist vel fyrir.
Kveðja,
Pires-PireZ
Anyway the wind blows…