
Þetta var fyrsti Manager leikurinn sem ég spilaði af einvherju viti og ég féll fyrir honum eins og prins sem kyssir frosk sem breytist í spólgraða Jessicu Alba. Allt var svo einfalt: Æfingar, taktík, liðsuppstilling og allt annað var einfalt en samt krefjandi. Síðan ég byrjaði að spila þennan leik hef ég gert Southport að margföldum Evrópumeisturum, Alavés að stórveldi á Spáni og Burghausen að besta liði Þýskalands. Hvenær sem ég byrja nýjan leik finn ég mér alltaf nýja áskorun.
En af hverju fer ég aftur og aftur í leik sem er rúmlega áratugs gamall í staðinn fyrir nýju FM leikina? Eini FM leikurinn sem ég spila reglulega er 07 sem er frá mínu sjónarhorni hinn fullkomni Manager leikur: Spilunin úr gömlu CM leikjunum í bland við nýstárlega fítusa eins og ræður í hálfleik, samskipti við fjölmiðla og fleira. FM leikirnir eftir það höfða einfaldlega ekki til mín því þeir eru orðnir allt of tímafreknir. Ég gæti spilað í gegnum heilt tímabil í 01/02 á sama tíma og það tæki mig að spila gegnum undirbúningstímabilið+fyrstu tvo mánuðina á tímabilinu í FM 12!
En er það svo slæmt að það taki meiri tíma að spila t.d. FM 12 en 01/02? Fyrir mér er svarið tvímælalaust já. Hugsum nú aðeins um hvað er það mikilvægasta við tölvuleik. Svarið er einfalt: að hann sé spilanlegur. Og ekki bara frá því að notandinn lærir á hann, heldur frá fyrstu stundu. Ég hef ekkert á móti því að leikir eins og þessir reyni að vera eins raunverulegir og hægt er, en í nýjustu FM leikjunum fer þetta einfaldlega í taugarnar á mér hversu tímafrekt allt er orðið í samræmi við 01/02.
Ég finnn ekki til neins kala gegn hverjum þeim sem finnst nýju FM leikirnir þeir bestu sem finnast í þessum geira. En ég persónulega finn enga löngun til þess að spila FM eftir 07: 01/02 kallar alltaf aftur á mig.
Til hvers þanns sem hefur ekki spilað þetta meistaraverk; hægt er að nálgast leikinn frítt og löglega hér, og allskonar viðbætur fyrir hann hér.