Sælir drengir
Byrjaði save í FM 2011 þar sem ég byrjaði unemployed með ekkert reputation. Fékk strax job hjá Val og var markmiðið að ná ásættanlegri stöðu í deild. Mitt markmið var að ná að komast í Evrópukeppni og úrslit í bikarnum.
Ég byrjaði á því að leita mér af leikmönnum til að styrkja liðið og fékk til mín eftirfarandi leikmenn (allar upphæðir eru í pundum):
Gjorgji Manevski - MLC, AMC - frítt
Valur Fannar Gíslason - DC, DMC, MC - 8k frá Fylki
Guðjón Sveinsson - DL - 1k frá ÍA
Mariano Stendardo - DC, DMC, MC - frítt
Lumir Sedlacek - DL, ML - frítt
Álvaro Núnez - GK - frítt
Mamoutou Coulibaly - DRC - Frítt
Cristiano - ST - 18k frá Tarxien R.
Febian Brandy - ST - frítt
Ariel Zárate - AMLC - frítt
Út fóru engir sérstakir, bara ungir á lán.
Samtals eytt: 27K
Ég fékk minnir mig í kringum 100K til að kaupa.
Undirbúningstímabilið byrjaði vel og í Lengjubikarnum komst ég í undanúrslit þar sem ég tapaði gegn Haukum. Leikmenn voru allir dauðþreyttir eftir að hafa spilað í vítaspyrnukeppni 2 dögum fyrr og því tapaði ég 2 - 1.
Markmiðið í deildinni var að ná Evrópusæti. Endaði efstur eftir harða baráttu við FH, en þeir klúðruðu þessu í lokin eftir að tapa 3 leikjum í röð (3. leikurinn var gegn mér og þar tryggði ég titilinn).
http://i55.tinypic.com/1zfug6e.jpg
Árangur í bikarnum var ekki uppá marga fiska. Datt út í 3. umferð gegn ÍBV á útivelli. Hefði viljað ná lengra en ég vann deildina og mér var spáð 7. sæti, er það ekki meira en nóg?
Besta liðið mitt var klárlega:
http://i52.tinypic.com/t7iqgw.jpg
Cristiano var markahæstur hjá mér með 17 mörk í öllum keppnum.
Hörður Sveinsson skoraði svo 16 mörk.
Þórir Guðjónsson og Matthías Guðmundsson lögðu báðir upp 10 mörk.
Febian Brandy skoraði aðeins 4 mörk, en hann meiddist og átti erfitt með að aðlagast, en undir lokin byrjaði hann að skor.
Mariano Stendardo, ef þið eruð lið eins og Valur, kaupið þá þennan mann. Eða fáið ykkur hann frítt. Hann getur spilað á miðjunni og í miðverði, er natural DC en ég stillti honum upp á miðjunni og hann eignaði sér hana. Át allt. Svo skoraði hann nokkur mörk og m.a. goal of the season.
Getið séð goal of the season hérna [YouTube]http://www.youtube.com/watch?v=NXnYFNHDwuo
Stefnan er að moka inn money í CL og vinna deildina aftur á næsta tímabili. Vonandi fæ ég góðan pening í kassann, ætla að eyða i íslenska leikmenn. Langar til að byggja liðið upp á íslenskum mönnum með nokkrum útlendingum, ætla að reyna að vera með bestu íslendingana sem möguleiki er á í liðinu.
Kem mögulega með framhald seinna.