Fiorentina 2011 -2012 Fiorentina 2011 -2012

Eftir mjög farsælt fyrsta tímabil setti ég þá stefnu að berjast aftur um titilinn, og bætti við mig nokkra leikmenn þá sérstaklega á miðjunna.

http://img833.imageshack.us/i/kaupogslur2011.jpg/ ( kaup og sölur 2011 -2012)

það virðist samt eins og öll kaup og sölur koma þarna inn, en ég keypti fyrir 56 M punda sem er frekar mikið og seldi fyrir rúmar 27.5 m Punda, en ég keypti 3 leikmenn mjög dýrt en þeir eru allir lykil leikmenn í liðinu mínu Bocchetti lék nánast alla leikina. Svo keypti ég Zdravko Kuzmanovic (aftur) hann hafði verið Fiorentina áður en ég taldi hann geta hjálpað til sem djúpur miðjumaður, svo keypti ég Paulo Henrique sem byrjaði vel, en meiddist illa og varð frá 3-4 mánuði. Hann á vonandi eftir að sýna meira frá sér á næstu leiktíð svo keypti ég nokkra vara leikmenn.


Enn á fyrsta tímabili náði ég öðru sæti og mjög nálægt titlinum. Þar að leiðandi var ég einnig í meistaradeildinni.
Ég notaðist aðallega við sömu taktík og á fyrsta tímabilinu

4-1-2-2-1 ( AML ~ AMR)


http://img687.imageshack.us/i/maintaktk.jpg/ ( taktík )

Bikarinn

Bikarinn hjá mér byrjaði ekki fyrr en í Janúar í þetta skiptið. Mögulega vegna þess að ég var í öðru sæti á fyrsta tímabili. En ég mætti Torino og átti nokkrum erfiðum með þá og vann 2-0 í framlengingu svo næst drógst ég á móti Inter, en ég hefði ekki unnið þá ennþá. Eftir mjög bragðdaufan leik, þurfti að fara yfir í vító þar sem mínir minn klikkuðu ekki á vítapunktinum og vann 5-3 í vítakeppninni þannig ég hafði ekki ennþá unnið Inter með hefðbundnum hætti. Næst var tvær rimmur á móti Napoli í undanúrslit og gerði 1-1 jafntefli á heimavelli ,en 0-0 á útivelli þannig að Napoli komst áfram með útivallarmarkar reglunni.

http://img10.imageshack.us/i/bikarkeppni.jpg/ (bikarkeppnis niðurstöður)

Deildin

Ég byrjaði ekki á móti lakari liðum en Roma, AC Milan og Udinese, gerði jafntefli í fyrstu tveim og marði 2-1 sigur á Udinese, svo kom sigur runna í næstu 5 leikjum gerði svo 0-0 jafntefli gegn Inter en vann svo alla næstu leiki þangað til ég mæti Palermo sem unnu 2-1 og fyrsti tapleikurinn minn á öllu tímabilinu leit dagsins ljós 10. Desember. Ég var nánast allan tímann annað hvort í fyrsta eða öðru sæti, liðið mitt var mjög sterkt svo var það lang oftast jafntefli eða sigur í næstu leikjum þangað til ég tapaði á móti Sampdoria á heima velli, gerði aftur 0-0 jafntefli við Inter og vann rest nema í endann tapaði ég á móti Genoa og gerði jafntefli við Juventus sem reyndust vera dýrkeypt úrslit, því ég var í harðri baráttu við Inter allan tíman og var í 1. Sæti en tapaði henni í síðasta leiknum og endaði með jafnmörg stig 87 og við gerðum 0-0 jafntefli í báðum leikjunum og þeir voru með betri markatölu. Fannst það nokkuð svekkjandi enn og aftur í öðru sæti.

http://img847.imageshack.us/i/serieafyrrihluti2011.jpg/ (Serie A úrslit fyrri hluti)

http://img861.imageshack.us/i/serieaseinnihluti.jpg/ (Serie A úrslit seinni hluti)

http://img189.imageshack.us/i/serieat.jpg/ (Serie A taflan)

http://img593.imageshack.us/i/pastpositionsinterfiore.jpg/ (tölfræði milli Inter og Fiorentina í deildinni)

þeir Juan Manuel Vargas ( annað árið í röð) og Stevan Jovetic voru valdnir í lið ársins í Serie A

http://img26.imageshack.us/i/teamoftheyear2012.jpg/ (Serie A lið ársins)

Meistardeildin

Þar sem ég lenti í öðru sæti fór ég beint í riðlakeppnina og drógst á mót Sevilla, Schalke og Standard. Í fyrstu leit þetta út fyrir að vera erfitt því öll liðin eru hörkulið en ég fór taplaus í gegnum riðilinn og gerði einungis 1 jafntefli gegn Schalke í fyrsta meistardeildar leik. Eftir áramót drógst ég á móti Sporting frá Lissabon, og unnu þeir 1-0 á heimavelli og en í seinni viðureigninni , var staðan 1-0 fyrir mér eftir venulegan leiktíma og á þeim 30 mínútum sem voru í framlenginu var algjör veisla, það voru skoruð 5 mörk í framlengingunni, og endaði leikurinn 5-1 (5-2 samanlagt) þar sem hinir ungu Daniel Agyei og Babacar fóru hamförum , Agyei skoruðu tvö fyrstu mörkin sín fyrir Fiorentina og Babacar lagði upp 2 mörk og skoraði eitt. Svo þessi sigur færði mig enn lengra í keppnina og lenti ég gegn Atletico Madrid. Þar sem ég 2-1 á heimavelli og var svolítið smeykur með þessa forystu fyrir hin leikinn. En sem betur fer skoruðu þeir ekki, þótt þeir skutu úr 24 marktækifærum, þannig leikurinn endaði 0-0 ( samanlagt 2-1 fyrir Fiorentina) var þá kominn í undanúrslit á móti Bayern München. Þeir unnu 2-0 í München og var ég eigilega heppinn að hafa ekki tapað með meiri mun, þeir klúðruð vítaspyrnu og Ribery fékk rautt snemma leiks og mínir menn aldrei líklegir. Ég var þó ekki búin að gefast upp í þessari rimmu og í seinni rimmunni gerðist nokkuð svipað og á móti Sporting, ég komst í 2-0 eftir venjulegan leiktíma og setti svo ungstirnið Federico Carraro inná og reyndist það góð skipting og skoraði hann mark og lagði upp fyrir Gilardino og 4-0 eftir framlengingu staðreynd ( 4-2 samanlagt) og þar að leiðandi kominn í úrslit, en í úrslitakeppnin fór fram einmitt í Munchen en á móti lið sem ennþá hefur reynst mér ósigrandi , Internazionale. Þetta var hálf vandræðalegur leikur þar sem Inter yfirspiluðu mig gjörsamlega og Zhirkov skoraði á 20 mín. En svo dróg til tíðinda að ég fékk vítaspyrnu eftir hálftíma leik og setti Montolivo knöttin í netið og staðan 1-1 í hálfleik, þetta var eina skotið sem ég átti í fyrri hálfleik á meðan Milan höfðu skotið 8 sinnum, en ég reyndi að verjast sóknir Inter en svo á 79 mínútu fá þeir aukaspyrnu og sendi Sneijder til Maicon sem ákvað að skjóta frá 25 metra færi stöngin inn og fyrsta mark hans á leiktíðinni í þokkabót og reyndist vera sigurmarkið. Þeir áttu sigurinn skilin þar sem ,ég átti 4 skot á markið en þeir 17 allt í allt.
En ég þó svo að ég tapaði úrslitarleiknum var ég sáttur með að komast svona langt í keppninni. Ennþá á ég eftir að vinna Inter í venjulegum leiktíma en það mun vonandi ganga upp næst.

http://img25.imageshack.us/i/cllosevsinter2012.jpg/ (úrslitaleikurinn í tölum)

http://img251.imageshack.us/i/clgames.jpg/ (meistaradeildarleikirnir )

það er allavega greinilegt að ég ætla að reyna betur á næstu leiktíð kannski reyna vinna einhvern bikar. Þó svo ég hef ekki unnið neinn bikar hefur liðið mitt spilað vel og hef ég allavega þrisvar verið nálægt því að ( Bikar keppnin 2011, Meistardeild 2012, Serie A 2012) en ég tel að ég sé með nokkuð góðan hóp bætti kannski nokkrum við.

http://img846.imageshack.us/i/team2012.jpg/ (þetta er hópurinn 2011-2012)
May the force be with you, always.