Ég ákvað að fara FM 2011 og vildi prufa eitthvað nýtt, var orðin dálítið leiður á ensku deildinni, ungversku og þeirr Úkranísku, þannig ég ákvað að byrja nýjan leik og yfir í Ítölsku deildinni, enda langt síðan ég hef farið yfir í hana, held það var í FM 2008 eða eitthvað, og varð Fiorentina fyrir valinu, hef aldrei prufað þá ,en þeir hljómuðu spennandi með ungan hóp ásamt þekktum leikmönnum t.d. Mutu, markvörðinn Sébastien Frey, og Perú-manninn Vargas.
Sinisa Mihajlovic var einungis 25 daga við stjórnvölin en hann nennti þessu varla ,og stjórn AC Fiorentina ákvað þess í stað að láta óreynda knattspyrnustjóra, Aljaz Rajcevic (mig) til að stjórna Flórens-liðinu. Liðið hafði endað í 11 sæti tímabilið 2009 -2010 sem var ekki beint sá árangur sem liðið vildi sjá, en það vara spáð 8unda sæti fyrir tímabilið, Ég stefndi að ná Evrópukeppnis sæti og taldi að hópurinn ætti vel heima þar. Ég gerði ekki miklar breytingar við liðið en ég keypti 5 leikmenn fyrir tímabilið, og setti nokkra á lán eins og sjá má hér. http://img815.imageshack.us/f/kaupslur.jpg/
Þar sem liðið var ekki í Meistaradeild var bara hægt að einbeina sér að deild og vonandi góðu gengi í bikarnum. Eftir upp og niður gengi í vináttuleikjum ákvað ég að reyna taktík með 4-1-2-2-1 þá með framliggjandi kantmenn og djúpan á miðjunni. Eða þá 4-2-3-1 með framsækinn miðjumann
http://img825.imageshack.us/f/taktk1.jpg/ ( taktík 1)
http://img717.imageshack.us/f/taktk2.jpg/ ( taktík 2)
Deildin
Fyrsti leikur virtist vera draumi líkast þar sem liðið vann 3-0 og nýji framherjinn kom inná og skoraði í sínum fyrsta leik, svo átti ég strax að herja gegn AC Milan sem ég vann mjög óvænt 2-0 á San Siro. 25 stig í fyrstu tíu leikjunum og var í 1 sæti en næstu fjórir leikir eyðilögðu það með töp gegn Inter, Udinese og Brescia datt ég niður í fjórða sætið. En ég kom til baka og var í þriðja sæti fyrir jólafríið sem var komið þá. Ég ákvað að bæta við mig Sotiris Ninis í Janúar glugganum í von um að hann gæti aðeins lagað til á miðjunni. Þar sem mér fannst miðjan vera smá óstöðug þar sem Montolivo átti upp og niður kafla, en bætti sig heldur betur síðari hluta tímabils. Nú tók við mögnuð runna án ósigurs og tapaði einungis einum leik í deildinni seinni hluta tímabilsins og aftur var það Udinese sem var að stríða mér. En eftir þann ósigur vann ég alla leikina sem eftir voru og endaði með mjög spennandi enda spretti í annað sæti.
http://img40.imageshack.us/f/fyrrihluti.jpg/ úrslit leikja fyrrihluta tímabils
http://img859.imageshack.us/f/seinnihluti.jpg/ úrslit leikja seinni hluta tímabils
http://img5.imageshack.us/f/seriean.jpg/ Serie A enda tafla
Bikar
Ég hugði ekki mikið að þeirri keppni í fyrstu, rétt marði eins mark sigur gegn Triestina í framlenginu, náði svo að vinna 3-0 gegn Bologna einnig í framlenginu, var ekki með mitt sterkasta lið. Svo vann ég í vító gegn Parma. Eftir það fór ég nú aðeins að lýta á þann möguleika að reyna eitthvað við bikarkeppnina þar sem mér gékk svo vel í deildinni, og vann ég Sampdoria á útivelli 2-1, þar sem Gilardino fór á kostum og skoraði mörk minna manna og lét reka sig af velli, og skoruðu þeir einmitt úr þeirri aukaspyrnu, þannig það má segja hann átti þátt í öllum mörkunum sem skoruð voru í þeim leik. Þá átti ég tvo undanúrslita leiki gegn Juventus og gerði 1-1 jafntefli á heimavelli og 3-3 á Olimpico vellinum í Turin, og komst þar að leiðandi í úrslit, þar átti ég að herja gegn Palermo sem hafði slátrað Roma 5-2 samanlagt í hinum undanúrslitarleikjunum. En ég hafði unnið þá 4-0 á heima velli og gerði 0-0 jafntefli við þá á útivelli áður í deildinni. En úrslitaleikurinn byrjaði á því að þeir skora sjálfsmark alveg óvænt gegn gangi leiksins og ég alveg sáttur með það en Palermo voru mun hættulegri. Svo á 67 mín geri ég mistök og tek Adrian Mutu sem var mögulega besti leikmaður minn á vellinum útaf og set einhvern óreyndan varamann inná, þeir sækja og galdramaðurinn Abel Hernández refsar og skorar tvö mörk með stuttu millibili og ég átti engin svör við því svo Palermo urðu Bikarmeistarar.
http://img818.imageshack.us/f/bikarleikurinn.jpg/ (bikarúrslitaleikurinn í tölum)
Liðið
Liðið hefur komið mér skemmtilega á óvart. Bjóst alls ekki við því að berjast um titillinn eða ná að enda í öðru sæti. Hópurinn var vel samsettur ekki miklar kvartanir hjá leikmönnum nema þeim sem fengu ekki mikin spilatíma. Sá sem skar sig þó fram úr var að öllum líkinum Juan Manuel Vargas sem lagði upp 15 mörk og skoraði 4 og spilaði mjög vel bæði sem bakvörður og kantmaður og var valinn leikmaður tímabilsins af stuðningsmönnum. Svo var Stefan Jovetic meiddur alveg allt tímabilið náði þó að spila þarna í restina einnig meiddist ungstirnið Babacar illa í byrjun og fékk kannski ekki að sýna sig eins mikið. Svo var Gilardino oft á tímum mjög upp og niður.En Ahmed Khalil var valinn í annað sæti yfir kaup tímabilsins hann var næst markahæstur í liðinu mínu. En ég mun selja nokkra leikmenn og bæta við hópinn.
http://img827.imageshack.us/f/fiorentina20102011.jpg/ (aðalliðið)
En þeir , Sébastien Frey (GK) Juan Manuel Vargas (DL) Adriand Mutu (ML) voru valdnir í lið ársins í Serie A
http://img857.imageshack.us/f/teamoftheyear2011.jpg/ (lið ársins á Ítalíu)
May the force be with you, always.