Jæja, CM spilarar og fíklar!!!!
Nú er það orðið staðfest, Ísland verður með í CM4 sem kemur út í haust. Í fyrstu verða a.m.k. efstu tvær deildirnar og í framhaldinu, vonandi alveg niður í 3. deild.
Til þess að allar upplýsingar séu nákvæmar, þá vantar áhugasama aðila til að taka saman upplýsingar um lið og leikmenn. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni, geta sent póst á snabbi@isholf.is, þar þarf að koma fram hvar á landinu þið eruð og hvaða liðum þið eruð tilbúnir að safna upplýsingum um.
Upplýsingar sem vantar eru fyrst og fremst um leikmennina, leikvellina og þjálfara, liðsstjóra o.þ.h.
Einhverjar upplýsingar um flesta leikmennina eru þegar komnir í gagnagrunninn en það sem vantar er:
Leikmenn:
Fullt nafn
fæðingardagur og ár
lið
landsleikjafjöldi
mörk í landsleikjum
staða(stöður) á vellinum
réttfættur/örfættur/jafnfættur
laun(ef þær upplýsingar eru fáanlegar)
áætlað verðmæti(ef þær upplýsingar eru fáanlegar)
Þeir sem hafa spilað leikinn vita hvaða frekari upplýsingar eru notaðar og er það sjálfsagt mál að hafa þær með.
Upplýsingar sem vantar um leikvelli eru:
nafn
staður
hámarksfjöldi áhorfenda
sæti(ef einhver eru)
stækkunarmöguleikar(ekki nauðsynlegt)
Þjálfarar o.þ.h.
nafn
fæðingardagur og ár
lið
starf
landsleikir
mörk í landsleikjum
Allar frekari upplýsingar eru vel þegnar.
Allar tölur sem settar eru á leikmenn verða skoðaðar og lokaákvörðun er alltaf í mínum höndum til að tryggja samræmi og að leikurinn sé sannfærandi.