Jæja, ég hef aldrei commenterað áður hérna og nennti ekki að lesa alveg lengst aftur í tímann, þannig að ég veit ekki hvort að það hafi verið rætt um þetta áður, so be it.
Mér finnst alveg hrikalega pirrandi og óraunverulegt hvað það meiðast margir í CM. Það líður varla leikur hjá manni án þess að einhver meiðist og svo ef maður kíkir í “Latest Scores” þá meiðast 1 eða fleiri menn í hér um bil öllum leikjum.
Svo böggar mig hversu oft maður lendir undir á fyrstu mínútunum, það er staðreynd að mjög fá mörk koma svona snemma leiks, en samt gerist það trekk í trekk hjá mér.
Ég ætlaði að minnast á fleira en man ekki hvað það var, en ég skil ekki marga guttana hérna sem fá eitthvað út úr því að leikmenn hjá þeim séu að að skora 2 mörk að meðaltali í leik, það er unrealistic og þannig á leikurinn ekki að vera, a.m.k. fengi ég ekki mikla skemmtun út úr því.