Ég ákvað að taka þá áskorun að koma Newcastle strax upp í efstu deild og gera þá að stórveldi. Mér var spáð fyrsta sæti og ég stefndi á að vinna deildina
Sumarkaup:
Yamoudou Camara Frítt
Yamoudou er miðvörður en getur líka spilað inn á miðju og er hann franksur og 21 árs að aldri. Hann var fenginn sem varamaður og skilaði klárlega sínu. Hann var á tíma byrjunarliðsmaður og spilaði 28 leiki og kom inn á í sex þeirra. Hann skoraði eitt mark og fékk átta gul spjöld. Hann var með 6,95 í meðaleinkun. Er nú metinn á 2,6 Milljónir punda (á öðru tímabili)
Nicolae Mitea frítt
Hann kom til að auka breiddina og varð aldrei neitt annað en uppfyllingarefni. Hann spilaði 11 leiki og kom inn á í níu þeirra. Hann lagði upp tvö mörk, fékk eitt gult og var með 6,81 í meðaleinkun
Arnór Smárason lán (var keyptur á 1,3 milljónir í Janúarglugganum)
Var fenginn til að vera varamaður fyrir Ameobi og Henri Camara en með frábærum frammistöðum var hann keyptur í janúar og varð lykilmaður í liði mínu. Hann spilaði 46 leiki og kom inn á í ellefu þeirra. Hann skoraði 25 mörk og lagði upp sjö. Hann var með 7,16 í meðaleinkun
Henri Camara frítt
Var fenginn sem aðalsenter með Ameobi. Náði sér aldrei almennilega á skrið og spiluðu meiðsli þar inn í. Hann spilaði 19 leiki og kom inn á í tíu þeirra. Skoraði þrjú mörk og lagði upp þrjú og var með 6,84 í meðaleinkun.
Boudewijn Zenden frítt
Var fenginn sem varamður og varð aldrei neitt meira. Hann spilaði 24 leiki en kom inn á í 21 þeirra, þar að segja hann byrjaði þrjá leiki. Hann skoraði eitt mark og lagði upp þrjú. Hann var með 6,79 í meðaleinkun
Andy Van Der Meyde frítt
Kom sem varaskeifa en hrifsaði kantara sætinu til sín og spilaði glimrandi. Hann spilaði 39 leiki og kom inn á í þremur þeirra. Skoraði aðeins eitt mark en lagði upp fimmtán. Hann endaði með 6,97 í meðaleinkun.
Sol Campbell frítt
Var fenginn sem byrjunarliðsmaður meðan Steven Taylor var meiddur. Campbell var gerður að fyriliða og spilaði hann glimrandi. 38 byrjunarliðsleikir og kom einu sinni inná sem gera 39 leiki í heildina. Hann skoraði þrjú mörk, lagði upp tvö, fjórum sinnum maður leiksins, sex gul og tvö rauð og 7,18 í meðaleinkun.
Federico Macheda lán frá United
Hann kom seinasta daginn í leikmannaglugganum og var hugsaður sem fjórði senter. Hann var ekki lengi að komast fram fyrir Camara í goggunarröð og spilaði alltaf þegar Arnór eða Ameobi gátu ekki spilað eða voru búnir að spila illa. Hann spilaði 38 leiki og kom inná í 21 þeirra. Hann skoraði 17 mörk, lagði upp sex og var með 7,1 í meðaleinkun
Janúarkaup:
Guðlaugur Victor á lán frá Liverpool
Kom sem varamaður ef meiðsli skildu banka upp á. Hann spilaði 11 leiki og kom inn á í fimm þeirra. Hann var með 6,66 í meðaleinkun.
Gaël Kakua lán frá Chelsea
Kakuta fékk árslángan lánssamning og var hann varamaður fyrir Jonás og Van Der Meyde. Hann var þá búinn að vinna sér inn byrjunarliðssæti í seinustu leikjunum. Hann spilaði 13 leiki og kom inn á í sex þeirra. Skoraði eitt mark og lagði upp fjögur. Hann endaði með 6,97 í meðaleinkun
Sumarsölur:
Nile ranger 1,8 milljónir til Sunderland
Janúarsölur:
Engin
Algengasta liðið:
Gk: Tim Krul
DR: Ryan Taylor
DL: Jose Enrique
DC: Sol Campbell ©
DC: Steven Taylor
ML: Jonás
MR: Van Der Meyde
MC: Barton
MC: Alan Smith
FC: Arnór Smárason
FC: Ameobi
Deildin:
Ég stefndi einfaldlega á sigur í deildinni.
Ég byrjaði frekar illa. Ég tapaði þremur af fyrstu sjö leikjunum en vann hina fjóra. Svo spilaði ég þrettán leiki í röð án taps en ég vann átta þeirra og hinir fóru augljóslega í jafntefli. Coventry stoppaði taplausu hrinuna mína á heimvelli þeirra. Svo náði ég níu leikjum í röð án taps og vann ég þá alla nema einn sem endaði í markalausu jafntefli. Derby stöðvaði taplausu hrynuna mína með sigri á heimavelli sínum. Ég vamm svo næstu tvo en tapaði á útivelli gegn Swansea. Næsti leikur gegn Waford endaði svo með jafntefli. Ég vann næstu fimm leiki og fékk ekkert mark á mig. Ég gerði svo jafntefli gegn Doncaster og vann svo seinustu sex leiki tímabilsins með markatöluna 18-4. Ég var einnig taplaus á heimavelli
Deildin endaði svona
1. Newcastle stig 104 (vann á markatölu)
2. WBA stig 104
———————————————————————–
3. Swansea stig 80
4. Middlesbrough stig 79
5. Bristol stig 79 (komust áfram í playoffs)
6. Sheff United stig 77
———————————————————————–
7. Reading stig 76
8. Ipswich stig 71
9. Sheff Wednesday stig 70
10. Nottm Forest stig 69
11. QPR stig 67
12. Peterbrough stig 62
13. Crystal Palace stig 60
14. Doncaster stig 60
15. Cardiff stig 59
16. Coventry stig 55
17. Preston stig 52
18. Leicester stig 52
19. Derby stig 51
20. Plymouth stig 47
21. Blackpool stig 44
————————————————————————–
22. Barnsley stig 42
23. Watford stig 40
24. Scunthorpe stig 28
Enski deildarbikarinn:
Ég byrjaði í annari umferð gegn Doncaster. Ég vann þá örugglega 4-0 með mörkum frá Henri Camara, Ameobi, Arnóri og síðan sjálfsmarki frá þeim.
Ég mætti Preston heima í næstu umferð og vann 3-0. Jonás, Ameobi og Smith skoruðu mörkin.
Í fjórðu umferð mætti ég Sheff Wednesday á útivelli þar sem ég steinlá 3-1. Campbell skoraði eina markið mitt.
F.A Cup
Ég sótti Stoke heim í hörku leik en ég beið 2-1 ósigur þar sem Ameobi skoraði eina markið mitt.
Uppgjör eftir tímabilið hjá Liðinu:
Deildin: 1 sæti – stjórnin himinlifandi með árangurinn
deildarbikarinn – sátt með að komast í fjórðu umferð
F.A. bikarinn – Stjórnin ekkert ósátt þar sem ég mætti stoke en samt ekkert sátt
Stjórnin var glöð með árangurinn minn með liðið á tímabilinu og glöð með kaupin.
Uppgjör leikmanna:
Markahæstur: Ameobi 25 mörk
Flest mörk í leik: Ameobi 3 mörk
Flestar stoðsendingar: Jonás 19 stoðsendingar
Hæsta Meðaleinkunn: Jonás– 7,3 (50 leikir)
Oftast maður leiksins: Jonás 8 sinnum
Grófastur: Joey Barton 11 gul spjöld/1 rautt spjald
“Fan Player of the Year”: Jonás
Manager of The Year: Ég.
Team of the Year: Tim Krul, José Enriue, Sol Campbell, Jonás. Á bekknum voru Arnór Smárason og Ryan Taylor
Kem með framhald af næsta tímabili þegar ég er búinn með það
"An eye for an eye makes the whole world blind." - Ghandi