Ég hef verið að hugsa um það það undanfarið og komist að þeirri niðurstöðu að væri maður samningsbundinn liði sínu i cm,myndi það gefa heilmikla möguleika í leikinn.
Eins og flestir vita hefur þetta verið reynt í mörgum manager leikjum með misjöfnum árangri.Reyndar hafa þessar tilraunir (allar sem ég hef prófað) verið misheppnaðar.Gallinn liggur að mínu mati í því að maður fær ekki að semja sjálf(ur) við stjórnina.Manni er bara úthlutaður samningur með einhverjum klásúlum sem er náttúrulega tómt bull
Til að rökfæra þettað aðeins betur ætla ég að taka lítið dæmi.
Þú ert búin(n) að vera stjóri hjá portúgölsku neðrideildarliði í tvö tímabil.Það gengur illa að koma liðinu upp,fjárhagurinn er í molum og þú ert orðin(n) hálf leið(ur) á portúgal.Best að byrja bara upp á nýtt.Eða prófa smá challenge og reyna fyrir sér annars staðar?Í þessari stöðu er kannski svolítið óaðlaðandi að reyna að skipta um lið þar sem maður yrði að taka niður fyrir sig.En segjum svo að þú myndir reyna,þú færð boð frá liði í norsku 2.deldinni.Með smá reputation frá portúgal áttu möguleika á að fá leikmenn þaðan sem ella hefði verið ómögulegt.Þetta ætti að gefa smá forskot á hin liðin og þú værir nokkuð örugg(ur) um að ná góðum árangri í nýju deildinni.
Þá kemur samningurinn til sögunnar ,maður er kannski ekki til í að hanga lengi í norsku deildinni,þá væri skemmtilegt að getað samið við liðið áður en maður tekur við því.Hvernig væri gott að semja?Segjum tvö ár og þú ætlar að koma liðinu upp á samningstímanum eða bara eitt ár og engar klásúlur svona til að sjá hvað í liðinu býr.Tökum fyrri kostinn og segjum að liðið fari upp á fyrsta ári,allir eru ánægðir og aftur er sest að samningaborðinu.Nú geturðu leyft þér smá hörku og býður tvö ár,segjist geta haldið liðinu uppi og ert laus allra mála ef stærra lið vill fá þig til starfa.(svo skemma launaviðræður ekki fyrir þó þær skipti ekki miklu máli).
Ef við setjum dæmið upp í leiknum eins og hann er núna þá væri það ekki eins spennandi.Það sem ég er kannski að reyna að segja með þessu er að ef svona samningur væri í boði,væri maður kannski til í að reyna fleira í leiknum en án hans.
En þetta er nú bara hugmynd og ég er örugglega ekki fyrstur til að fá hana.Svo er hún kannski ekkert svo góð í ljósi þess að svona samningar við managerinn hafa eyðilagt margann leikinn.En ég hef trú á að hægt sé að gera þetta rétt og vel.Og þannig auka raunveruleikastigið og skemmtanagildi leiksins.“Ég er ekki að segja að hann sé ekki skemmtilegur en alltaf má gott bæta”.
Svona í lokin þá fór ég að hugsa um þetta eftir að ákveðin staða kom upp í saveinu mínu þar sem svona samningur hefði komið að gagni.
P.S. Segjið mér hvað ykkur finnst og hvernig þið mynduð sjá þetta fyrir ykkur.