Internazionale
Ég spilaði tvö tímabil með og var að athuga hvaða leikmenn voru góðir og hverjir væru lélegir. Ég spila aðallega sóknarbolta og nota 3-1-2-1-3 t.d. mjög mikið. Sumt kom mjög á óvart með þettað lið sem er með marga snilldar leikmenn innaborðs. Þettað eru álit mín á leikmönnum.
A.T.H. þó þið hafið kannski aðra reinslu af sumun leikmönnunum þá eru þettað mínar skoðanir ekki fastar staðreyndir. Þó að ég haf spilað oftar með Inter en bara þettað eina skiptið með sömu niður stöður.
Christian Vieri – SC
Í raun er hann mjög tvísýnn. Hann getur bæði verið ofmetnasti leikmaðurinn í leiknum og á sama tíma verið sá besti. Mér persónulega finnst hann mjög áhugaverður leikmaður. Hann skorar grimmt þó hann gefi kannski eins eins oft boltan. Fær líka of MotM hjá mér. Aftur á móti finnst mér hann lengi að komast í gangog meiðist líka aðeins og oft. Aðal gallin hans er löngunninn hans tl að fara frá klúbbnum.
Ronaldo – FC
Það þarf ekki að segja mikið um þennan leikmann. Á meðan hann er ekki meiddur er hann mjög góður í alla staði.
Hakan Sükur – SC
Allt of lengi í gang. Er mjög fínn leikmaður loksins þegar hann er kominn í gang. Perónulega myndi ég reyna að selja hann, ég hef ekki þolinmæði í svona leikmenn. Skorar samt ágætlega þrátt fyrir að fá yfirleitt ekki góðar einkunnir.
Nicholas Ventola – SC
Leikmaður sem kemur verulega á óvart. Er oft bestur í sínu liði í leiknum. Skorar ágætlega en legur upp miklu fleiri mörk. Er mjög góður við hlið Vieri. Væri líka mjög góð kaup ef maður er með annað lið en Inter og vantaði góðan ódýran sóknarmann.
Mohamed Kallon – FLC
Mjög skemmtilegur framherji sem kemur á óvart. Í flestum sem hann spilar skorar hann og er með bestu mönnum liðsins. Einn af þessum ungu stjörum í leiknum og stendur alveg undir þeim væntingum sem maður setur honum. Líka hægt að nýta hann sem AMC og er ekkert verri þar.
Adriano – SC
Allt í lagi leikmaður. Sem er fínt að hafa á bekknum. Á sína sperti en einhvern vegin er aldrei neit stöðugur. Hann meiðist ekki oft og það er mjög góður kostur.
Álvaro Recoba – FLC
Loksins þegar hann kemur úr banninu þá er hann mjög góður. Á fult góðum sendingum og skorar líka þegar hann þarf þess. Er líka mjög góður í AMC eða ML.
Ségio Coneição – AMR
Virkilega góður leikmaður sem á mjög margar sendingar og er að mörgu leiti besti miðjumaðurinn í liðinu. Meiðist ekki oft og er það mjög gott þegar Seedorf meiðist. Skorar líka svona við og við.
Francisco Javier Farinós – AMLC
Algjörlega óðþarfur í liðinu. Ég reyni að selja hann sem fyrir til að fá einhvað út úr honum í stað þess að hafa hann hangandi á bekknum því að ekki er mikið hægt að nota hann inná vellinum. Hann á reyndar stundum góða leiki en samt yfir heildina er hann óþarfur.
Clarence Seedorf – AMRC
Fínn leikmaður sem skorar vel. Verður reyndar svoldið oft meiddur. Á oft góðar sendingar og er með betri miðjumönnum liðsins. Samt finnst mér eins og hann eigi að vera betri.
Buruk Okan – AMRC
Svosem ágætis leikmaður en er samt ekki að gera neinar rósir. Skorar stundum en oft með miklu bili á milli. Er samt ágætt að hafa hann þegar Seedorf er meiddur. En ekkert meira en það.
Jonatan Binotto – AMR
Annar algjörlega óþarfur leikmaður. Kannski útaf því að það eru svo margir betri en hann í liðinu. Er ekki beint lélegur en samt á allan hátt óþarfur í þessu liði.
Belözoglu Emre – MLC
Mjög góður leikmaður sem er ekki lengi að koma manni á óvart. Er oftast með mjög góðar einkunnir og er með flestar sendingar í leik í liðinu. Er líka ágætur ef maður þarf að nota hann í vörnina.
Stéphane Dalmat – MLC
Þessi leikmaður gefur Emre ekkert eftir og er bara mjög fínn í alla staði. Er reyndar ekki jafn kræfur og Emre í vörninni en samt príðisleikmaður engu að síður.
Cristiano Zanetti – DMC
Mjög góður leikmaður sem nær að tengja miðjuna við vörnina mjög vel. Skorar líka öðru hvoru og gefur boltan frá sér mjög vel. Meiðist ekki oft sem er mjög gott þegar Di Biagio er meiddur.
Luigi Di Biagio – DMC
Frábær leikmaður. Eini gallin við hann er að hann meiðist aðeins of oft. En engu að síður frábær leikmaður í alla staði. Er einn sá besti í heiminum í þessari stöðu að mínu mati. Nær bæði að tengja miðjuna við vörnina og sóknina á sama tíma. Skorar nokkuð vel miðað við mann í hans stöðu og er með margar fínar sendingar.
Stefano Lombardi – DL
Ekki neitt sérstakur leikmaður er allt í lagi að hafa hann og líka allt í lagi að selja hann. Á ágætis spretti öðru hverju en samt ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Vratislav Gresko – D/DML
Ef maður gefur þessum leikmanni nógu mörg tækifæri þá er hann mjög fínn en ef maður hefur ekki þolinmæði í það þá á maður bara að reyna að selja hann.
Grigoris Geogatos – D/ML
Fínt að hafa hann í liðu ef það vera mikið um meiðsli er aðallega góður ef hann er ekki notaður oft. Flottur á miðjuna en ekkert sérstakur í vörninni.
Javier Zanetti – D/DMR
Frábær á miðjunni en samt einhvern vegin óþarfur í liðið. Það er mjög fínt samt að hafa hann í liðinu. Einn að bestu varnarmönnum liðsins þó að það sé samt einhvernveinn fínnt að selja hann líka.
Nelson Vivas – D/DMRL
Ekki góður leikmaður reyna að selja hann sem fyrst áður en hann byrjar að eiðilegja moralin í liðinu.Ef maður selur hann ekki þá er hann ágætur í fyrstu fjórum, fimm leikjunum síðan ekkert meira. Er líka sjaldan með nógu gott ástand til að vera tvö leiki í röð.
Dario Simic – DRC
Mjög góður á kanntinum í vörninni. Á fínna spretti og virðist reyna að vera bestur í hverjum leik. Fær góðar einkunnir og er með margar fínar sendingar.
Michele Serena – D/MRL
En einn óþarfa maðurinn í þessu liði. Fær kannski ekki nógu mörg tækifæri hjá mér en samt þegar hann fer inná þá er hann yfirleit ekki góður. Reynið frekar að selja hann heldur en að gefa honum endalaus tækifæri.
Guly – DMRL
Alveg ágætur leikmaður þegar það eru mikið um meiðsli annar ekkert sérstakur. Á samt ágætis spretti öðru hvoru og er enganvegin lélegur leikmaður. Samt er hann lika einhvernvegin óþarfur.
Benoît Cauet – DMRLC
Leikmaður sem getur verið mjög góður ef maður þarf á því að halda. Samt er hann líka óþarfur og er betra að selja hann frekar en að vera með hann og nota hann ekkert.
Iván Córdoba – DRLC
Mjög góður varnarmaður sem gefur sig yfirleit ekki. Hann á of mjög góðar sendingar og á líka til að skora nokkur mikilvæg mörk. Meiðist sjaldan og er með betri varnarmönnum liðsins.
Paquale Padalino – SW/DC
Frábær varnarmaður. Fær ágætis einkunnir og fær MotM við og við. Samt meiðist aðeins of oft en þegar hann er ekki meiddur er hann mjög góður.
Marco Materazzi – SW/DC
Afburðar leikmaður. Er ekki of meiddur, er frábær vítaskita og er oft með góðar sendingar. Besti varnarmaðurinn í liðinnu og leynir því ekki.
Francesco Toldo – GK
Einn mjög mislyndur markmaður. Hann er annaðhvort besti markmaðurinn í leiknum eða sá slappasti. Fær oft á sig allskyn aulamörk og eru einkunnir hans líka metnar út frá því. Sam er þetta alveg fínn markmaður fyrir vikið. Myndi allavega ekki selja hann.
Albeto Fontana – GK
Allt í lagi sem varamarkmaður en ekkert meira en það. Stundum sýnir hann góðu hliðarnar sínar en er oft ekki í neinu stuði.
Yfir heildina er Inter eitt allra besta lið leiksins en á samt allt of mikið af leikmönnum sem maður mun ekki vera að gefa nein sérstök tækifæri nema þegar maður er að prufa allt liðið eins og ég var að gera. Mesti veikleiki liðsins er markmaðurinn, sem þó er ekkert sérstaklega slæmur markmaður bara mjörg misslyndur (svipað og Bartez).
Menn sem maður ætti helst að selja: Francisco Javier Farós, Jonatan Binotto, Stefano Lombardi, Vratislav Gresko, Nelson Vivas, Michele Serena, Benoît Cauet og Alberto Fontana.
Menn sem maður ætti helst að kaupa: Fausto Rossini (Atalanta), Sebastian Frey (Parma), Mark van Bommel (P.S.V.), Kiko (Free Transfer), Juan Román Riquelme (Boca), Kevin Hofland (P.S.V.) og David Trezeguet (Juventus) bara ef maður selur Vieri.
Ég vona að þettað hafi veit ykkur einhverjar nytsamlegar upplýsingar og þið hafið bara Haft nokkuð gaman af þessari greini.
Freddie