Team Bath 2010/2011 Hér kemur þriðja seasonið mitt með Team Bath.
Á fyrsta seasoninu vann ég Conference League Cup og endaði í 1 sæti í Blue Square South.
Á öðru seasoninu vann ég Blue Square Premier og varð þar að leiðandi ‘professional club’ eða í Coca-Cola League 2. Markmið mitt á þessu tímabili var fyrst og fremst að halda mér uppi.
Mér var spáð seinasta sætinu eða því 24.

Bristol City og Aston Villa voru ennþá parent club hjá mér og því fékk ég leikmenn aftur frá þeim.
Ég þurfti töluvert að styrkja hópinn og losna við lélega leikmenn ef ég ætlaði að standast einhverjar væntingar í deildinni.
Í byrjun tímabils var ég frekar ráðþrota og fékk alltof marga leikmenn á 3 mánaða lán sem mér finnst hafa verið mistök, þrátt fyrir að þetta hafi verið góðir leikmenn.
Mér finnst það af því að það geta aðeins verið 5 lánsmenn samtals í hóp fyrir leik og maður nær aldrei að hafa 7-10 lánsmenn og stabílt byrjunarlið.
Þetta lagaðist þó eftir að leikmenn sem voru á 3 mánaða láni voru farnir og ég breytti um leikkerfi.
En hér koma kaup mín og sölur.

Leikmenn inn frítt:
http://i43.tinypic.com/14jp14x.jpg

Cristopher Herd (MC) Frítt 8.7.2010
Cristopher hafði áður verið hjá Aston Villa en samningur hans við félagið rann út. Ég gerði hann að fyrirliða liðsins og hann var einn af lykilmönnum liðsins.

Morten Nielsen. (ST) Frítt 25.7.2010
Daninn Nielsen hafði áður verið hjá FC København og Chelsea. Þrátt fyrir að hafa verið hjá þessum félögum þá spilaði hann engann leik með þeim.
Þó hafði hann farið á lán til Hartlepool 2009/2010 en ekk spilað nema 11 leiki.
Leikmaðurinn endaði markahæstur í liðinu með alls 9 mörk og var einn af betri mönnum liðsins.
Hann spilaði bæði sem vinstri kantsenter og framherji.

Seyfo Soley (DMC) Frítt 16.9.2010
Soley er gífurlega reyndur leikmaður og hafði spilað með mörgum liðum alveg frá 1999.
Einn af bestu mönnum liðsins eftir að hann kom og spilaði mest sem varnarsinnaður miðjumaður en einnig sem miðjumaður.
Soley var með hæstu meðaleinnkunina eða 7,11.

Halldór Kristinn Halldórsson (DC/R) Frítt 1.10.2010
Fékk Halldór er samningur hans rann út hjá Grindavík. Kom sem backup fyrir vörnina, spilaði 13 leiki og kom inná í 13. Var með 6.66 í meðaleinkunn.

Andrés Jóhannesson Frítt 1.10.2010
Kom frítt eftir að samningur hans rann út hjá Fylki. Spilaði 25 leiki og kom 2 inná sem varamaður. Var með 6.74 í meðaleinkunn.

Gunnar Þór Gunnarson Frítt 1.5.2011
Gunnar hafði spilað áður með Hammarby og Crewe Alexandra meðal annars. Fékk hann frítt í janúar glugganum og hann átti vinstri bakvarðarstöðuna hiklaust. Endaði með 7,08 í meðaleinkunn.


Leikmaður á láni frá Aston Villa:
http://i43.tinypic.com/14jp14x.jpg

Nathan Baker (DR/C) End of Season lán. 1.7.2010-21.5.2011
Kom á láni allt tímabilið og var lykilmaður í hjarta varnarinnar eftir að ég breytti í 4-3-3.
Hann hafði áður spilað sem vinstri bakvörður með ágætum árangri.


Leikmenn á láni frá Bristol City:
http://i43.tinypic.com/14jp14x.jpg

John Akinde (ST) End of Season lán. 28.7.2010-21.5.2011
Hafði fengið Akinde fyrstu tvö seasonin á láni og þá hafði hann staðið sig gríðarlega vel.
Náði þó ekki að skora jafn mörg mörk og hann hafði gert áður, en hann setti samtals 7 stykki á þessu seasoni í 43 leikjum og var með 6.96 í meðaleinkunn.

Jordan Walker (DC/R) 3 mánaða lán. 7.8.2010-6.11.2010
Fékk hann seinasta season þar sem hann spilaði 49 leiki samtals og var lykilmaður.
Skilaði þó ekki jafn mikilvægu hlutverki þessa 3 mánuði og spilaði aðeins 6 leiki og kom inná í einum.

Craig Simpson (DL) 3 mánaða lán. 8.8.2010-6.11.2010
Simpson kom í 3 mánuði á láni. Spilaði 6 leiki og kom inná í einum. Hann var með 7.01 í meðaleinkunn.

James Wilson (DC) 3 mánuða lán. 12.8.2010-11.11.2010
Svipað með hann og Simpson nema að hann spilaði 6 leiki og var með 6.88 í meðaleinkunn.


Leikmenn á láni frá öðrum félögum:
http://i43.tinypic.com/14jp14x.jpg

Ritchie De Laet frá Manchester United (DR/C) End of Season lán. 7.7.2010-21.5.2011
Kom á láni frá Man Utd og var allt seasonið.
Gífurlega góður leikmaður sem ég vona að komi aftur til mín á næsta seasoni.
Spilaði bæði sem miðvörður og bakvörður en spilaði þó mest í bakverðinum.

Hólmar Eyjólfsson frá West Ham United (DC) End of Season lán. 20.7.2010-21.5.2011
Hólmar kom á láni frá West Ham United og var lykilmaður í vörninni. Einnig spilaði hann sem varnarsinnaður miðjumaður og miðjumaður.
Vona eins með hann og Da Laet að þeir komi á næsta seasoni.

Jonathan North frá Watford (GK) 3 mánaða lán. 8.8.2010-6.11.2010
Kom frá Watford á láni og átti að vera aðalmarkvörður þessa þrjá mánuði sem hann myndi vera, hann fékk þó bara að spila einn leik af því að Lars Stubhaug kom líka á láni.

Nikola Saric frá Liverpool (ST) 3 mánaða lán. 17.8.2010-16.11.2010
Spilaði aðeins einn leik og kom inná í einum.

Vincent Weijl frá Liverpool (ML) 3 mánaða lán. 17.8.2010-16.11.2010
Spilaði 3 leiki og kom inná í einum, lagði upp eitt mark.

Martin Kelly frá Liverpool (DC) 3 mánaða lán. 17.8.2010-16.11.2010
Spilaði 19 leiki þá þrjá mánuði sem hann var hjá mér. Var með 6.83 í meðaleinkunn og var einu sinni MoM.

Lars Stubhaug frá Everton (GK) 3 mánaða lán. 8.8.2010-6.11.2010
Kom frá Everton á láni í 3 mánuði. Spilaði 17 leiki, fékk 21 mark á sig og var með 6.76 í meðaleinkunn.


Leikmenn leystir undan samningi:
http://i43.tinypic.com/14jp14x.jpg

Þessir leikmenn voru allir leystir undan samningi 1 ágúst 2010.
Matt Townley
Sami El-Abd
Joe Arnold
Dean Smith
Dan Dillon
Andy Caton
Alex Flemming
Josh Llewellyn
Shaun Lamb
Jamie Davis
Gregory Lake
Lauris Coggin
Takumi Ake
Jake Meretith
Darren Chitty
Matthew Cooper
Mike Perrott
Ben Thomson
Shaun Benison
Luke Hall-Cousins.


Alex Flemming spilaði með Hitchin í Blue Square South.
Jamie Davis er ennþá samningslaus.
Gregory Lake spilaði með Stalybridge í Northern Premier Premier.
Allir aðrir leikmenn sem voru leystir undan samningi eru hættir.

Einnig fór Adam Green í einn mánuð í lán til Weston-super-Mare en það var frá 27.3.2011-26.4.2011.

Fékk Carl Thomas sem aðstoðarþjálfara og einnig þá Inga Guðjónsson og Nathan Gibson sem scouta.

Liðsuppstilling
http://i44.tinypic.com/20awj9g.jpg

Í byrjun tímabils var ég með mjög marga lánsmenn og óstöðugt byrjunarlið ásamt helling af meiðslum sem dundu yfir mig.
Eftir að leikmennirnir sem höfðu verið á 3 mánaða láni sneru til baka þá náði ég meiri stöðugleika í byrjunarliðið og breytti einnig um taktík.
Ætla því að koma með liðið sem ég spilaði nánast með allt seasonið nema fyrstu 3-4 mánuðina.

Richard Martin (GK)

Ritchie De Laet (DR)
Hólmar Eyjólfsson (DC)
Nathan Baker (DC)
Gunnar Þór Gunnarsson (DL)

Seyfo Soley (DMC)
Christopher Herd/Jimmy Derbyshire (MC)
Adnan Ahmed/Mark Carrington (MC)

Ryan Beswick/Morten Nielsen (AML)
John Akinde/Andrés Jóhannesson (AMR)
Morten Nielsen/John Akinde/Tomi Ameobi (ST)


FA Cup:
http://i41.tinypic.com/v8lrma.jpg

Þessi keppni var bara plús í mínum augum. Markmiðið var sett á aðra umferðina og það gekk eftir. Var þó óheppinn að komast ekki í þá þriðju.

Fyrsta umferð: Stevenage 0 - 1 Team Bath
Önnur umferð: Team Bath 3 - 3 Tranmere.
Þess má til gamans geta að Tranmere komst yfir 3-0 eftir 11 mínútur. En við náðum að snúa þessu yfir í 3-3 með dramatísku marki úr vítaspyrnu á 87min.
Endurtekinn leikur í sömu umferð: Tranmere 3 - 1 Team Bath

Manchester United vann FA Cup.


League Cup:
http://i41.tinypic.com/ej7uyd.jpg

Sama og með FA Cup, allt plús eftir fyrstu umferðina.
Vonaðist mest að fá stóran klúbb gegn mér og þá helst á útivelli til þess að græða pening.

Fyrsta umferð: Team Bath 3 - 2 Colchester.
Önnur umferð: Wigan 4 - 1 Team Bath.

Chelsea vann League Cup.


Johnstone's Paint Trophy:
http://i42.tinypic.com/eb95l3.jpg

Komst lengst í þessari bikarkeppni af þeim þremur sem ég tók þátt í.
Vann þó ekki nema tvær umferðir en tapaði í þeirri þriðju fyrir MK Dons.

Fyrsta umferð: Bristol Rovers 0 - 1 Team Bath
Önnur umferð: Team Bath 5 - 2 Bournemouth.
Þriðja umferð: MK Dons 4 - 1 Team Bath

Carlislie vann Jonstone's Paint Trophy.


Coca-Cola League 2 - Deildin:
http://i41.tinypic.com/2rzpf5t.jpg

1-10 umferð: 2 sigrar, 3 jafntefli og 5 tapleikir.
11-20 umferð: 5 sigrar, 1 jafntefli og 4 tapleikir.
21-30 umferð: 7 sigrar, 1 jafntefli og 2 tapleikir
31-46 umferð: 7 sigrar, 5 jafntefli og 4 tapleikir.

Byrjaði tímabilið með tveimur sigrum.
Síðan kom kafli þar sem ég náði ekki einum sigri í 8 umferðum.
Vann þá 3 leiki í röð og tapaði síðan 3 í röð.
Í næstu 3 umferðum vann ég einn leik, gerði eitt jafntefli og tapaði einum.
Næstu 8 umferðirnar var ég taplaus, gerði 1 jafntefli og vann 7.
Í næstu 15 umferðum vann ég 6, gerði 5 jafntefli og tapaði 4.
Í loka 4 umferðunum var mikil spenna um playoffs sætin.
Tapaði fyrir Shrewsbury sem var þá í fallbaráttu, vann Bury og tapaði fyrir Darlington.
Þá var það seinasta umferðin, ég var með einu stigi færra en Rochdale en þeir voru í umspilssætinu.
Þeir áttu leik gegn Shrewsbury og töpuðu honum en ég átti leik gegn Swindon sem ég vann með einu marki gegn engu og var þar að leiðandi endaði ég í 6 sætinu eða í playoffs sæti.


1st. Rotherham - Sigrar: 27 . Jafntefli: 9 . Töp: 10 . Markatala: 35+ . Stig: 90
_________________________________________________________________

2nd. Wycombe - Sigrar: 27 . Jafntefli: 9 . Töp: 10 . Markatala: 32+ . Stig: 90
3rd. Hereford - Sigrar: 25 . Jafntefli: 10 . Töp: 11 . Markatala: 30+ . Stig: 85
_________________________________________________________________

4th. Notts Co - Sigrar: 25 . Jafntefli: 5 . Töp: 16 . Markatala: 9+ . Stig: 80
5th. Swindon - Sigrar: 21 . Jafntefli: 12 . Töp: 13 . Markatala: 22+ . Stig: 75
6th. Team Bath - Sigrar: 21 . Jafntefli: 10 . Töp: 15 . Markatala: 16+ . Stig: 73
7th. Northampton - Sigrar: 22 . Jafntefli: 7 . Töp: 17 . Markatala: 15+ . Stig: 73
__________________________________________________________________

23rd. Accrington - Sigrar: 13 . Jafntefli: 7 . Töp: 26 . Markatala: -33 . Stig: 46
24th. Shrewsbury - Sigrar: 10 . Jafntefli: 8 . Töp: 28 . Markatala: -37 . Stig: 38
__________________________________________________________________


Þá var komið að Play-offs.
Fyrsti leikurinn fór fram á heimavelli mínum Twerton Park.
Þar var slegið met en alls voru 8829 á leiknum. Það er nánast tvisvar sinnum meira en fyrra metið.
Leikurinn endaði 0-1 fyrir Swindon með marki Marc Laird á 55min.
Seinni leikurinn fór fram á heimavelli Swindon.
Ég komst yfir með marki Tom Piotrowski á 76min, þá hafði ég breytt í mun sókndjarfara kerfi og var með öll völd á vellinum.
En Swindon náðu að jafna og bættu svo við 2 mörkum í viðbót eftir að ég fór all-in í sóknina til þess að reyna að jafna leikin á ný.


Torquay endaði í 19 sæti með 50 stig, en þeir komust upp með mér úr Blue Square Premier.
Swindon og Northampton spiluðu til úrslita í umspilinu en Northampton vann 0 - 1 og komst þar að leiðandi með Hereford, Wycombe og Rotherham í Coca-Cola League 1.


Verðlaun

Players' Team of the Year:
Ritchie De Laet var valinn í hægri bakvörðinn.

Overachievers:
Team Bath

Leikmaður ársins valinn af stuðningsmönnum:
Seyfo Soley


Tölfræði

Markahæstu leikmenn:
1st. Morten Nielsen - leikir 37(8) - Mörk 9
2nd. Sofey Soley - leikir 36(1) - Mörk 8
3rd. John Akinde - leikir 42(1) - Mörk 7

Flestar stoðsendingar:
1st. John Akinde - leikir 42(1) - Stoðsendingar 10
2nd. Adnan Ahmed - leikir 43(8) - Stoðsendingar 9
3rd. Morten Nielsen - leikir 37(8) - Stoðsendingar 6

Oftast maður leiksins:
1st. Seyfo Soley - leikir 36(1) - MoM 6
2nd. John Akinde - leikir 42(1) - MoM 4
3rd. Ritchie De Laet - leikir 48(2) - MoM 4

Hæsta meðaleinkunn:
1st. Seyfo Soley - leikir 36(1) - 7.11 meðaleinkunn
2nd. Gunnar Þór Gunnarsson - leikir 24 - 7.08 meðaleinkunn
3rd. Hólmar Eyjólfsson - leikir 37(1) - 6.98 meðaleinkunn

Er að byrja á næsta seasoni og markmiðið er sett á titilbaráttu.
Vonast til þess að koma með aðra grein ef að einhverjir eru að lesa þetta.
luckeR