Hvað eru regenar?
Þegar Football Manager hét Championship Manager fyrir mörgum árum var leikmannakerfið þannig að þeir leikmenn sem að lögðu skóna á hilluna birtust sem yngri leikmaður, í öðru félagi og með nýtt nafn. Þessi ungi leikmaður hafði sömu tölur og lék í sömu stöðu og þessi sem að lagði skóna á hilluna. Þ.e.a.s. leikmaðurinn var ‘regenerataður‘ af leiknum og þaðan kemur nafnið ‘regen‘.
Fyrir nokkrum árum var síðan tekið upp nýtt kerfi þar sem að þetta ferli var ekki lengur notað heldur birtist algjörlega nýr leikmaður (þ.e. með nýjar tölur) þegar einhver lagði skóna á hilluna. Kerfinu var síðan breytt aftur þannig að koma nýrra leikmanna (regena) í leiknum tengdist því ekki þegar leikmenn sem byrja í leiknum hætta.
Hvernig veit ég að leikmaðurinn minn er regen?
Ef að það er tölvugerð mynd af leikmanninum, þá er hann regen. Stundum hefur það þó komið fyrir að svona mynd birtist ekki með leikmanninum en þá er hægt að sjá hvort að hann sé regen með því að athuga history-ið hans. Ef að history-ið byrjar eftir fyrsta tímabilið, þ.e. byrjar eftir leiktíðina 08/09, þá er leikmaðurinn regen.
Hvaðan koma regenarnir?
Á listanum hérna fyrir neðan má sjá þau lönd sem að regenar koma frá. Þeir regenar sem að birtast í klúbbnum þínum eru í 90-95% tilfella frá sama landi og liðið þitt. Það eru smá möguleikar að leikmenn frá öðrum löndum birtist og hérna eru þær þættir sem að geta haft áhrif á það:
- Scouting-knowledge klúbbsins. Ef að landið þitt hefur t.d. full knowledge í einhverju landi gæti komið leikmaður þaðan upp í u18 liðið þitt.
- Þjóðerni managerins þíns.
- Þjóðerni feeder/parent klúbbs sem að þú hefur.
- (Ólíklegt en gæti verið mögulegt) Ef að þú ferð í æfingaferð til einhvers ákveðins lands.
Sem dæmi þá var ég íslenskur þjálfari með Sheffield United og á þriðja tímabili var ég búinn að vera svo duglegur að scouta Ísland í von um að finna einhverjar verðandi íslenskar stjörnur að ég var kominn með full knowledge á Íslandi. Fékk ég síðan ekki einn íslenskan leikmann frá Vopnafirði upp í u18 ára liðið mitt. Fannst það mjög fyndið.
Hefur database size áhrif á það hversu margir regenar birtast
Já, eftir því sem að databaseið er stærra, því fleiri regenar.
Hvernig finn ég góða regena
Galdurinn á bak við að finna bestu regenana er að nota þennan lista hérna fyrir neðan. Sumir gætu talið það svindl að nota hann og þá kjósa þeir þá bara að nota hann ekki. Þetta er semsagt listi yfir það hvenær regenar birtast í leiknum, alveg upp á dag.
Brazil - 2 January
Iceland - 5 January
Ireland - 5 January
Finland - 7 January
Africa - 15 January
Norway - 20 January
Belarus - 14 February
Croatia - 20 June
France - 20 June
Germany - 20 June
Greece - 20 June
Hungary - 20 June
Northern Ireland - 20 June
Portugal - 20 June
Switzerland - 20 June
Turkey -20 June
Ukraine - 20 June
Wales - 20 June
England -24 June
Slovakia - 29 June
Belgium - 30 June
Czech Republic - 30 June
Italy - 30 June
Poland - 30 June
Bulgaria - 1 July
Slovenia - 1 July
Denmark - 7 July
Holland - 7 July
Serbia - 10 July
Spain - 10 July
South Africa - 15 July
Argentina - 1 August
Japan - 9 December
Middle East - 9 December
China - 27 December
Russia - 27 December
Sweden - 27 December
United States - 27 December
Tökum sem dæmi að ég ætli að finna regena frá Íslandi. Fyrsta sem ég geri er að fara í íslenska landsliðið og velja Domestic Clubs á listanum til vinstri (í flestum tilfellum). Þar sé ég öll þau lið sem að tilheyra landinu og fer bara í hvert og eitt þeirra og er búinn að velja þannig að yngstu leikmennirnir í hverju liði koma eftstir á hverjum lista. Ef að þið skoðið leikmennina fljótlega eftir eða um leið og þeir birtast ættu þeir að vera samningslausir og þið ættuð að geta samið við þá og fengið án þess að borga krónu.
Ef að lengra er liðið gætu þeir þó verið búnir að skrifa undir samning og þeagar þið bjóðið þeim samning þegar þeir eru samningslausir þá er hætta á því að þeir semji frekar við félagið sitt heldur en ykkur, þannig að bjóðið þeim góða samninga (ef þið haldið að þeir séu þess virði).
Það getur verið tímafrekt að skoða öll liðin sem að tilheyra hverju landi eins og t.d. með Brasilíu þar sem að liðin eru þvílíkt mörg en þegar maður er orðin vanur tekur þetta enga stund. Þetta er líka alveg þess virði þegar maður nær að krækja í alla efnilegustu menn heimsins.
Einnig er gott að fara reglulega í Players, velja Age, og finna þá leikmenn sem aðeins eru undir 18 ára. Velja síðan einhverja attributes og finna þá leikmenn sem að eru undir 18 ára og hafa t.d. yfir 16 í pace, finishing, tackling o.s.frv.
Ég vona að þessi grein sé skiljanleg og gagnist einhverjum :)