Ég er í Cardiff saveinu mínu og er nýbúinn að kaupa snillinginn Rudy Haddad frá Lyon. Hann er nýorðinn 16 ára og búinn að spila tvo leiki fyrir Cardiff í deildinni. Meðaleinkunn hans er 10, sem sagt hann hefur fengið 10 í báðum leikjunum. Hann er búinn að skora fjögur mörk í leikjunum tveimur og er að auki með 3 asisst. Ég vissi að hann væri frábær leikmaður og allt þannig, en venjulega þarf leikmaður nokkra leiki til að aðlagast liðinu og leikstíl þess og skorar ekki bara fjögur mörk sísvona í tveimur fyrstu leikjunum sínum og fær 10 í þeim báðum. Spurningin er hvort hann verður valinn “Player og the Month” eða “Young Player of the Month”. Hann er að sjálfsögðu í byrjunarliðinu í “Team of the Week” ásamt tveimur félögum sínum úr Cardiff. Fyrri leikurinn sem hann spilaði var á móti Stoke og skoraði hann eitt mark og var með eitt asisst í sex-núll sigri mínum á Stoke. Í seinni leikinum sem hann spilaði sem var á móti Huddersfield og skoraði hann þrennu og var með tvö asisst. Hann var að sjálfsögðu valinn maður leiksins í sex-eitt sigri mínum á móti Huddersfield. Svo er bara að sjá til um hvernig framhaldið verður. Ef svo einkennilega vildi til að þið væruð ekki búin að kaupa hann þá mæli ég eindregið með honum, hann er ódýr, ungur, efnilegur og nær oftast strax árangri.
P.S.Hann fær mitt athvæði sem leikmaður vkunnar á Huga.is