Ofmetið!
Ofmetnasta liðið í Championship Manager 01-02 er pottþétt Leeds. Ég er ekkert að segja að Leeds sé lélegt, heldur ekki alveg svona gott. Leeds vinnur oftst ensku deildina hjá mér og er með góða leimenn. Ofmetnir leikmenn: Alan Smith er góður en hann er með betri tölur en Ruud van Nistelrooy til dæmis og það er klikkun. Mark Viduka er ágætur, en skorar bara og skorar eins og markamaskína. Þetta hlýtur ábyggilega bara að vera galli á mínum leik eða eitthvað. Leeds vann deildina 4ár í röð, vann FA cup, vann góðgerðarskjöldinn og eitthvað fleira, þeir eru bókstaflega óstöðvandi og þetta finnst mér ekki sanngjarnt, því það er sama hvaða lið ég er og hvað ég vinn marga leiki Leeds er alltaf skrefinu á undan. Leikurinn er gerður einhver staðar í Everton eða eitthvað og þess vegna er Everton betra en það er í raun. Þeir sem bjuggu leikinn til hafa átt einhvern vin sem hélt með Leeds og þess vegna ákveðið að hafa Leeds betra en það í raun er. Mér finnst þetta voðalega pirrandi og þess vegna er ég nánast hættur að spila á Englandi. Síðast þegar ég reyndi það var ég Man. Utd. og keypti til mín marga góða og efnilega leikmen eis og til dæmis: Edgar Davids, Ronaldinho, Vieira, Kevin Nolan, Javier Saviola, Ashley Cole og fleiri, en ég lenti samt bara í öðru sæti, einu stigi á eftir Leeds. Það sem gerði þetta ennþá meira svekkjandi var það að Leeds náði að jafna metinn í síðasta leiknum. Ég var 2-0 yfir en svo skoraði Alan Smith á 89.min og Harry Kewell á 92.min. Svekkjandi!