Það er svolítið síðan ég spilaði leikinn yfir annað tímabilið en ástæðan afhverju ég hef ekki skrifað grein er útaf ég fann aldrei tíma til að skrifa um hvern einasta leikmann og taka screenshot og senda inn, enda er það rosalega tímafrekt þegar um 36 leikmenn er að ræða. En örvæntið ekki, ég er kominn með nýja aðferð til að geta haldið þessu áfram á mikið einfaldari hátt þar sem ég mun hugsanlega geta byrjað að sýna meiri upplýsingar um ykkar leikmenn.

Ég ákvað að græja hjá mér Macro Software sem ég get “forritað” til þess að gera ákveðnar raðir að skipunum svo ég þurfi ekki að gera neitt sjálfur, svo ég gat látið það renna yfir alla leikmenn ykkar og gert screenshot af þeim öllum án þess að þurfa þess sjálfur. Ég ætla að nota þessa aðferð áfram við næsta tækifæri og birta fleiri screenshot um hvern leikmann en ég hef verið að gera. Endilega hjálpið mér og bendið mér á hvaða upplýsingar um ykkar leikmann þið viljið helst fá.

Þar sem ég sá heppilegt að taka skjáskot í byrjun júní þar sem þá er hægt að sjá fjölda leikja leikmanna þá sá ég minni þörf fyrir að skrifa sjálfur um leikmenn, enda ef ég losna við það þá get ég látið þetta ganga hraðar fyrir sér og vonandi að ég nái að senda inn greinar oftar um framgang leiksins.

http://s526.photobucket.com/albums/cc348/tthordarson/Ykkar%20leikmenn%202/

Hér er tengillinn á nýjustu screenshot allra leikmannana. Endilega gefið mér comment á hvað ykkur finnst. Ég vona að það sé áfram áhugi fyrir þessum leik. Ég ákvað í þetta skiptið að láta töluupplýsingar leikmanna duga, enda tæki það lengri tíma að reyna að hafa þetta betra og ég vil ekki að þið fáið leið á að bíða, enda er kominn tími á meira :)