Þá er fyrsta tímabilinu lokið og ég hef loksins klárað að skrifa um alla leikmennina(já það tók hellings tíma). Ég þurfti sjálfur að stjórna liði Fisher í Blue Square South útaf þá er auðveldara að fylgjast með leikmönnunum og fá upplýsingar. Ég spilaði leikinn gegnum holiday yfir allt tímabilið en ákvað fyrir lok tímabilsins að reyna að fá nokkra af þeim mönnum sem voru félagslausir því í tilraunum mínum sem ég gerði áður kom það fyrir að leikmenn hafi hætt fótboltaiðkun afþví engin lið hafa fengið þá, og ég vildi að allir fengju að vera með.
Lið mitt Fisher féll niður svo ég varð að taka við Braintree í staðinn. En það skiptir engu, enda er ég ekkert að spila leikinn. Vil bara hafa lið til að geta fylgst með mönnum.
Ég spila með allar neðri deildirnar á Englandi, Ítalíu og Spáni auk þess að hafa View-Only á öllum öðrum deildum sem tilheyra þjóðernum leikmanna sem þið spilið með, allt það er gert til reyna að tryggja að allir leikmennirnir fái samninga einhverstaðar að til að byrja með.
Hér fyrir neðan er tengill á screenshot yfir stöðu leikmannana ykkar.
http://s526.photobucket.com/albums/cc348/tthordarson/Ykkar%20leikmenn%201/
Henry Anelka
Höfundur: jonkallinn
Fékk samning hjá Þór á Akureyri í janúar 2008 en að sökum aldurs hefur hann ekkert mátt spila fyrir liðið, enda er hann eingöngu 15 ára með deginum sem leikurinn er kominn í nú. Hann spilaði þó 6 U21 landsleiki og skoraði 3 mörk í þeim.
Adrian Baddz
Höfundur: Baddz
Var mjög fljótlega fenginn til Chesterfield í League Two á Englandi og spilaði fyrir þá 29 deildarleiki og var með 6.41 í meðaleinkunn. Var einnig valinn í besta 11 manna lið Chesterfield yfir leiktíðina.
Sonny Black
Höfundur: gunnarig
Var lykilmaður í liði Lewes í Blue Square South sem komst upp um deild og spilaði 43 leiki og skoraði 2 mörk með 7.05 í meðaleinkunn. Var valinn í besta 11 manna lið liðsins yfir tímabilið en var núna í byrjun undirbúningstímabilsins seldur til Millwall fyrir 70,000 pund.
Samuel Blumenkrantz
Höfundur: MalcolmMcDowell
Var mjög fljótt fenginn til áhugamannaliðsins Toronto Lynx í Kanada og spilaði 19 leiki á fyrsta tímabilinu og með 7.20 í meðaleinkunn. Hefur nú spilað hálft annað tímabilið fyrir þá og hefur spilað 19 leiki til þess en verið slakur.
Deno Brei
Höfundur: Deno
Fór til Spal í Serie C2/B sem komust síðan upp í Serie C1/A, spilaði 16 leiki og skoraði 2 mörk og spilaði einnig fyrir U19 ára landslið ítalíu. Hann vann deildina með liði sínu og var meðal 11 bestu mannana.
Jóhannes Caspersen
Höfundur: Toggi
Fór í lok tímabilsins á íslandi til Víkings á Ólafsvík en náði einungis að spila einn leik þegar lið hans féll niður í 2. Deild. Spilar núna um mitt sumarið enga alvöru keppnisleiki en Silkeborg frá Danmörku eru að reyna að kaupa hann.
Gianni di Marco
Höfundur: Jonasar
Fór til utandeildarliðsins Pro Vasto og skoraði 13 mörk í 27 leikjum. Var núna í sumar seldur til Cisco Roma sem spila í Serie C1/B.
Bobo Diabatta
Höfundur: Sibbinn
Fór til áhugamannaliðsins San Jose Frogs í USA og sló í gegn í 10 leikjum fyrsta tímabilið með 7.70 í meðalleinkunn. Hefur leikið það sem er af tímabilið 18 leiki en með lakari árangri.
Lucas Elber
Höfundur: g1mpoz
Fór í lok árs 2007 til utandeildarliðsins Operario í Brasilíu og náði einum leik. Lið hans komst upp í þriðju deild í brasilíu og hefur hann verið lykilmaður þetta árið þrátt fyrir að vera eingöngu 16 ára, hefur spilað 31 leik þar sem hann hefur gert 12 stoðsendingar.
Lucius Filam
Höfundur: Laufas
Fór til Empoli og lék í unglingaliði þeirra eingöngu og með U19 landsliði ítala. AC Milan, Inter og Lazio eru öll að reyna að kaupa hann núna á undirbúningstímabilinu.
Gordon Freeman
Höfundur: Manimal
Fór til Lewes í Blue Square South sem komust upp og var lykilmaður, enda spilaði 36 leiki með 7.22 í meðaleinkunn. Blackpool eru að reyna að kaupa hann núna á undirbúningstímabilinu.
Richard Gervais
Höfundur: killy
Fór til Morecambe og spilaði 38 leiki og skoraði 20 mörk í League Two á Englandi. Var meðal 11 bestu manna sins liðs.
Fabio Gikas
Höfundur: bjarkikr
Fór til Marino í Second Division B1 á Spáni, spilaði 33 leiki og skoraði 9 mörk. Var valinn bestur á tímabilinu af stuðningsmönnum liðsins og spilaði einnig með U19 landsliði Spánar. Er eftirsóttur af Olympiakos og Villareal.
Kasper Gudjonsson
Höfundur: nori11
Fór til Víkingar á Ólafsvík eftir að þeir féllu og hefur alls ekkert látið til sín taka það sem komið er.
Adolf Hitler jr.
Höfundur: leifur7
Var félagslaus allt tímabilið en var nú fenginn til Wehen í 3. Deildinni í Þýskalandi.
Jónas Höskuldsson
Höfundur: KurtCobainICE
Kom til ÍA fyrir sumarið 2008 og hefur verið fastamaður í markinu þar.
Glandino Johnson
Höfundur: Bjarmi
Fór til Brentford í League Two á Englandi og spilaði 44 leiki og var á meðal bestu 11 manna liðsins. Plymouth eru nú að reyna að kaupa hann.
Kip Johnson
Höfundur: KeZe
Fór til Preston og var lykilmaður í unglinga- og varaliðinu en spilaði þó engan leik fyrir aðalliðið.
Boris Jonguz
Höfundur: Xliptic
Var félagslaus fyrsta tímabilið en var svo fenginn til Warta Poznan í utandeildinni í Póllandi.
Fritz Jorgensen
Höfundur: Vorutorg4Life
Var félagslaus langmestan hluta fyrsta tímabilsins þar til ég lét hann fara til Fisher(sem var liðið sem ég spilaði sem á holiday) vegna ótta um að hann hætti fótbolta, og sló hann í gegn og skoraði 14 mörk í 11 leikjum en fór í sumar til Hoffenheim í 3. Deildinni í Þýskalandi.
Daniel Kessler
Höfundur: tomasm
Var lykilmaður Chester í League Two á Englandi tímabil sem þeir féllu niður í utandeildina. Skoraði 7 mörk í 43 leikjum og var á meðal 11 bestu mönnum liðsins á tímabilinu.
Igor Krakmininovski
Höfundur: Blodskita
Fór til Lewes í Blue Square South og fór með þeim upp um deild. Skoraði 18 mörk í 26 leikjum og var á meðal 11 bestu mönnum liðsins.
Gradasso Langelier
Höfundur: Bolatelli
Var félagslaus mest allt tímabilið svo ég lét hann fara til Fisher liðs míns þar sem hann spilaði 12 leiki og skoraði 4 mörk. Er núna eftirsóttur af Auxurre í heimalandi sínu.
Jaques Le Grand
Höfundur: Chron
Var félagslaus mest tímabilið og ég fékk hann til Fisher líka, og hann spilaði þar 11 leiki. Er núna eftirsóttur af bæði Auxurre og Yeovil.
Lenox Lewis
Höfundur: ramliH
Var fenginn til Kiddermeinster í Blue Square Premier deildinni og skoraði 20 mörk í 43 leikjum og var valinn besti leikmaður liðsins af stuðningsmönnum.
Luis Ménez
Höfundur: bjaakid
Fór til Linares í Second Division B4. Lék 34 leiki og skoraði 9 mörk. Lék einnig fyrir U19 lið Spánar. Var á meðal 11 bestu mönnum liðsins á tímabilinu. Er nú eftirsóttur af U.D. Merida og Lleida.
Bratislav Milomovic
Höfundur: stjani028
Var félagslaus allt tímabilið en var nú í sumar fenginn til utandeildarliðsins Metalac í Serbíu.
Mark Nivek
Höfundur: Hynni
Fór til Bristol Rovers í League One og var varamarkvörður og spilaði 2 leiki. Var einnig í U19 landsliði Íra. Var nú í sumar seldur til Blackpool í deildinni fyrir ofan.
Alexandre Ribeiro
Höfundur: BinzGautz
Fór til Sheff Wed í Championship deildinni á Englandi en spilaði eingöngu 10 leiki og var með 5.90 í meðaleinkunn.
Chad L. Sampere
Höfundur: forbidden
Var fenginn fyrir 2008 tímabilið til Vikingiit í finnsku fyrstu deildinni. Hefur verið aðalmarkvörður þar.
Fabrice Turcotte
Höfundur: doddi
Fór til Chesterfield í League Two en olli vonbrigðum. Skoraði 1 mark í 11 leikjum og var ekki með háa meðaleinkunn. En var seldur í sumar til Crewe Alexandra í deildinni fyrir ofan.
Geiri Turtledino
Höfundur: Turtledino
Fór til utandeildarliðsins Renato Curi Angolana svo lítið hefur verið um að vera hjá honum.
Lucas Wilkinson
Höfundur: gubbi11
Fór til Morecambe þar sem hann spilaði 31 leik og skoraði 11 mörk í League Two. Var einnig valinn leikmaður ársins hjá liðinu af stuðningsmönnum þess.
Spencer Wilkinson
Höfundur: Intension
Fór til Bury og spilaði þar 44 leiki í League Two og var meðal 11 bestu mönnum liðsins.
Bruce Willis
Höfundur: GummiJA
Fór einnig til Bury þar sem hann spilaði 43 leiki en stóðs sig þar ekki vel.
Sergey Zhumaskaliev
Höfundur: Gnusi16
Mátti ekki semja við neitt lið þar til hann næði 18 ára aldri nema í heimalandi sínu svo hann var félagslaus þar til fyrir sumarið, þá fór hann til UR Namur í Belgísku Þriðju deild B. Spilaði þó einn U21 landsleik með Kazakhstan.