Jæja, þar sem að alvaldar mínir leyfðu mér ekki að hafa sérkubb fyrir newbie-hjálp þá skal ég bara drita þessu hingað inn :)

Þetta kemur til með að vera fyrsta grein af mörgum sem að ég ætla að skrifa um cm og hvernig þú getur verið betri í honum. Þetta er náttúrulega flest allt eitthvað sem að við höfum allir séð áður, en ég hef tekið eftir því að slatti af newbie-um eru komnir og því ekki að vera stórmannalegur og aðstoða þá? Endilega látið í ykkur heyra ef að þið eruð mér ósammála, enda eru þetta bara flest allt mínar skoðanir á leiknum og hver veit nema að ég spili hann kolrangt? :þ

Fyrsti dagurinn:

Þú hefur verið ráðinn til liðs við þitt uppáhaldsfélag, mikið gaman og mikið fjör. Það sem fyrsta sem að þú gerir er að tékka á fjármálunum. Er liðið mitt gjaldþrota? Á það kannski 100 millur? Hvað er ég að borga mínum mönnum? Of mikið? Oftast reynist svarið vera já við þessari síðustu spurnigu. Þá er um að gera að hreinsa aðeins til í þínu liði og byrja að móta þitt eigið knattspyrnulið.

Það sem ég vil alltaf gera er að hafa 22 manna squad þ.a.e.s aðaliðið. 2 markmenn 8 varnarmenn 8 miðjumenn og 4 sóknarmenn er svona staðalinn (fer reyndar eftir leikkerfinu þínu). Þú byrjar að sjálfsögðu á því að selja þá menn sem að passa ekki inn í þín framtíðarplön, og gerðu nýja samninga við þá gömlu. Er e-r sem að hefur verið í liðinu í mörg ár en ekkert spilað? Er e-r maður sem að þú hreinlega vilt ekki hafa í þínu liði? Er e-r með alltof há laun miðað við getu? Málið er að selja dýrt og kaupa ódýrt. Lækkaðu launin hjá þeim sem að eiga ekki skilið svimandi há laun og passaðu þig á því að láta varamenn þína hafa lægri laun en aðalmennina. Þegar upp er staðið áttu að eiga 11 byrjunarliðsmenn og 11 varamenn, í raun 2 menn í hverja stöðu sem að er fyrir hendi í þínu leikkerfi. Launakostnaður í hófi og þú ert með gott lið, góðan fjárhag og þú ert tilbúinn í að sinna öðrum verkefnum. Verslaðu eins og þú þarft, en ekki gerast og gráðugur og bjóða í 3 varnarmenn í einu meðan þú þarft bara einn. Þú gætir endað uppi með þá alla!!! Geymdu menn sem að eru á sölulista í varaliðinu og að sjálfsögðu geymiru líka þar aðra unglinga sem að ekki eru tilbúnir fyrir aðallið.

Þá eiga leikmannamálin að vera komin á hreint. Næst í röðinni er að ákveða leikkerfið. Ég einfaldlega nenni ekki að fara að skrifa upp langa ritgerð um leikkerfin þegar það er að finna góða grein um þau hérna eftir wbdaz, lesið hana!

Það næsta sem að þú þarft að athuga er annað starfslið. Ertu með lélega þjálfara? Fá þeir of mikið? Hvað með njósnarana? En læknana? Öll lið verða að hafa góða umgjörð, gott starfslið. Meira kemur í næstu grein um hvaða statta hver þarf að hafa og allt í þeim dúr. Munið bara að þjálfarar eru rosalega mikilvægir og því er eins gott að hafa þá góða og vandið valið þegar velja á þjálfara.

Eftir að þú hefur komið liðinu þínu í samt lag er um að gera að athuga hvaða markmið þú vilt setja þér. Er liðið þitt slapt? Stefniru á Evrópusæti? Hvenær ætlaru að verða meistari? Í ár, eða eftir 10 ár? Gerðu þér raunhæf markmið sem að þú veist að þú átt eftir að standa við. Stjórnin hjálpar þér við þetta með því að láta þig vita hvað þeir vilja fá út úr komandi tímabili, en gerðu þér líka langtímamarkmið, sérstaklega ef að þú ert með lið í neðrideildunum.

Eftir þessa hreinsun áttu eftir að vera tilbúinn að skunda út á völl og stýra þínu liði til sigurs. Mundu bara þennan tékklista, og þú átt auðveldara með að byrja með liðið þitt:

· Hafðu leikkerfi sem að hentar þínu liði!
· Hafa 22 menn, tvo í hverja stöðu á vellinum
· Passaðu launakostnaðinn
· Ekki kaupa of dýrt (skiptir minna máli ef að þú hefur fjárhagslega sterkt félag).
· Losaðu þig við lélega leikmenn, ekki hanga á þeim eins og kemur oft fyrir.
· Hafðu rétta staffið á bak við þig.
· Settu þér góð og viðráðanleg markmið sem að þú getur staðið við
· Vertu skipulagður, þá hefur betri stjórn á hlutunum.

Þetta er grundvöllur fyrir því að vera góður stjóri. Vona að þetta hjálpi eitthvað aðeins til :) Í næstu greinum ætla ég að kafa dýpra í leikinn og gera grein fyrir hverjum fítus fyrir sig, hvernig má nota viðkomandi fítus ofl.

Hvernig fannst ykkur? Endilega að koma með comment!

Virðingarfyllst,
Pires-Pirez
Anyway the wind blows…