Rochdale í vandræðum vantar hjálp.
Jæja ….. nú er útlitið svart hjá mér. Ég er með Rochdale í þriðju deildinni og er í allsvakalegum vandræðu. Ég er í neðsta sæti eftir níu umferðir með þrjú stig. Ég tapaði fyrstu átta leikjunum en gerði síðan go on holiday og þá breytti tölvan liðinu og vann 1-0 markatalan er 2-11 og liðið á ekki neina peninga fyrir nýjum mönnum. Ég er að spila 5-3-2 og er búinn að fá 5 unga og efnilega leikmenn á free transfer og er að reyna að selja þá verðmætari til að liðið fá einhvern pening. Er einhver hérna sem getur komið með tillögu að því hvernig ég get bætt þetta lið, vil nú ekki láta reka mig strax og það í neðsta sæti í þriðju deild. Liðið mitt var ekki búið að skora neitt og svo kom bikarleikur á móti Brighton sem er í annarri deild og þeir komust í 2-0 ég jafnaði síðan 2-2 þeir komust í 3-2 og ég síðan í 3-4 en þeir náðu að pota inn tveimur mörkum á seinustu 12 mínútunum og unnu 5-4. Það var alveg agalegt loksins þegar liðið fór að skora mörk og það fjögur í einum leik þá tapaði það. Ef þið getið hjálpað mér látið mig vita. Takk.