Öllum langar til að sýna að þeir séu bestu CM spilarar á Íslandi ekki satt? En enginn nennir að skipuleggja keppni, svo að ég hef ákveðið að taka að mér hlutverk litlu gulu hænunnar og setja upp svona keppni.
Reglur:
Veljið lið í neðstu mögulegu deild þess lands sem þið viljið spila. (Þið ráðið því alveg sjálfir hvaða land það er.)
Fog of war (attribute masking) er Á!
Að búa til sýna eigin taktík er skilyrði. (Það er ljótt að stela)

Spilið 3 tímabil (mögulega 4 en ákveðum það síðar) og takið screenshot eftir hvert tímabil (s.s. kringum 5-10 júní) af manager stats skjánum og stöðunni í deildinni. Og eftir tímabilin 3 takiði líka screenshot af manger history-competitions (sem gætu verið fleiri en einn skjár munið það.)
Sendið mér svo þessi screenshot í pósti á wbdaz@hugi.is og segið mér hvaða lið þið byrjuðuð með og hvaða lið önnur þið stjórnuðu (ef einhver). Endilega lýsið því líka nánar hvað þið gerðuð merkilegt t.d. góðir leikmenn sem þið keyptuð/funduð í liðinu, og hvernig ykkur gekk í deildum og bikar (bara svona það helsta.)

Að taka þessi screenshot og senda mér þennan póst tekur ykkur varla meira en 10 mínútur og verðlaunin eru stórglæsileg!
Sá sem ég dæmi hafa staðið sig best fær titilinn jólasveinn og er skyldugur til að pósta inn söguna af saveinu sýnu ;)
Sá sem ég dæmi hafa spilað áhugaverðasta leikinn (rekinn oftast eða bara hvað sem er) fær titilinn Leppalúði og er líka skyldugur til að senda inn sýna sögu.

Screenshots eru tekinn með því að ýta á PrtScr (printscreen) takkan, fara svo (með t.d. Alt-Tab) í eitthvað teikniforrit og gera paste. Breyta síðan myndunum í .jpg (með t.d. ACDSee).

Eftir hverju eruð þið að bíða? Jólafrí framundan og 2 vikur af spennandi CM.
Gangi ykkur vel,
wbdaz/Daz/Falsku