Það sem þú veist ekki er að það er nú þegar umræða um þetta mál á stjórnendaspjallinu og hefur verið á undanförnum dögum, áður en þú skrifaðir þetta svar þitt.
Þetta kemur upp hver einustu jól og ég persónulega skil ekki af hverju fólk lætur þetta fara svona í taugarnar á sér.
Ef þú ert svona á móti þessu legg ég til að þú skrifir grein á Huga áhugamálið, byrjir einhvern undirskriftarlista gegn þessu, því í augnablikinu sýnist mér ekkert stefna í það að þetta verði bannað, og þetta muni koma fyrir aftur næstu jól, og önnur alveg eins umræða í kjölfarið en ekkert verði gert til að fyrirbyggja þetta. Svona hefur þetta gengið í hringi síðan ég byrjaði á huga fyrir mörgum árum.