Hérna er framhald af greininni sem ég sendi inn um daginn, en hana má finna hér:
http://www.hugi.is/manager/articles.php?page=view&contentId=5346676
En semsagt, hérna ætla ég að segja aðeins frá 2. tímabilinu með Newcastle United.
Ég fékk dágóðann pening til leikmannakaupa, sem jókst svo eftir að ég seldi nokkra leikmenn.
Leikmenn keyptir fyrir tímabilið:
Vagner Love frá CSKA Moskow á 3,8M – Hugsaður sem varamaður fyrir Martins og Owen. Stóð sig vel þegar hann fékk tækifæri, þó að hann hafi ekki aðlagast lífinu í Englandi vel.
Luis Perea frá At. Madrid frítt – Var samningslaus hjá At. Madrid og fékk hann til að auka breiddina í vörninni. Stóð sig með prýði.
Alex frá Vasco á 1,9M – Er mikið efni og þó hann hafi verið keyptur fyrir framtíðina þá var hann í aðalliðinu og oftast á bekknum og stóð sig vel þegar hann fékk tækifæri. Kjarakaup.
Ashley Young frá Aston Villa á 20.M – Já, 20 milljónir eru kannski mikið fyrir þennan leikmann en hann stóð alveg undir væntingum á hægri kantinum.
Garteh Bale frá Tottenham á 15.M – Já, aftur mikið verð en hann stóð sig mjög vel og voru fín kaup þó verðið hafi verið í hærri kantinum
Juan Manuel Mata frá Valencia á láni – Mikið efni hér á ferð og stóð sig frábærlega. Mæli sterklega með þessum leikmanni.
Leikmenn seldir fyrir tímabilið:
Nicky Butt samningslaus og fór til Wigan - Hafði engin not fyrir hann og kominn á aldur, var líka á háum launum svo fínt að losna við hann.
Stephen Carr samningslaus og fór til Southamton – Hafði alls engin not fyrir hann, hvorki á 1. tímabili né 2.
José Enrique til Valencia á 8.M – Stóð sig vel á 1. tímabili en gat ekki neitað þessu tilboði frá Valencia, enda fékk ég Bale í staðinn og hann stóð sig betur.
James Milner til Man. City á 9,25M – Stóð sig mjög vel á 1. tímabili en gat ekki neitað þessu boði frá City. Fékk líka Ashley Young í staðinn svo ég saknaði Milner ekki.
Damien Duff til Bolton á 2,5M – Spilaði varla neitt á 1. tímabili og ég átti marga góða kosti á vinstri kantinn og ekki var Duff framarlega í þeirri röð svo fínt að losna við hann.
Leikmenn keyptir í Janúarglugganum:
Juan Roman Riquelme frá Villarreal á 4,1M – Þessi snillingur var ósáttur hjá Villarreal og fékk ég hann á frábæru verði. Er kominn á seinni ár og þess vegna spilaði hann svona að meðaltali 4. hvern leik en 4 mörk í fyrsta leiknum sínum segir allt sem segja þarf.
Nigel de Jong frá HSV á 6,5M – Bráðvantaði varnarsinnaðan miðjumann og de Jong stóð sig mjög vel.
Juan Manuel Mata frá Valencia á láni – Framlengdi lánssamninginn við hann í 12 mánuði í viðbót, enda stóð hann sig frábærlega.
Leikmenn seldir í Janúarglugganum:
Mark Viduka til Derby á 300k – Hafði engin not fyrir hann enda orðinn mjög hægur.
Joey Barton til AC Milan á 7.M – Var mikið meiddur og fékk frábært verð fyrir hann. Hann spilaði ekki leik fyrir Milan á tímabilinu og eftir tímabilið er hann á sölulista í varaliðinu.
Shola Ameobi til Wigan á 1,5M – Hafði engin not fyrir hann og fínt að fá verð fyrir hann, var búinn að rotna í varaliðinu alveg síðan ég tók við liðinu.
Género Zeefuik til Chelsea á 7,5M – Keypti hann á 1,3M fyrir 1. tímabilið enda mikið efni uppá framtíðina, en mjög gott boð frá Chelsea og ákvað ég að selja hann, í miklum gróða.
Samtals leikmenn keyptir fyrir 51.M – átti samt ennþá 12.M eftir til að kaupa leikmenn.
Samtals leikmenn seldir fyrir 36M
Helstu record á tímabilinu í öllum keppnum:
Flest mörk skoruð: Michael Owen – 27 mörk í 49 leikjum.
Flestar stoðsendingar: Michael Owen – 16 stoðsendingar í 49 leikjum.
Maður leiksins: Shay Given – 12 sinnum maður leiksins í 58 leikjum.
Hæsta meðaleinkunn: Obafemi Martins – 7,19 í meðaleinkunn í 36 leikjum
Flest gul spjöld: Geremi – 7 gul spjöld í 40 leikjum.
Flest rauð spjöld: Luis Perea og Marek Sapara, eitt rautt hvor.
Leikmaður ársins valinn af stuðningsmönnum: Michael Owen
Lið ársins valið af stuðningsmönnum:
GK. Shay Given
DR. Alex (skil það alls ekki, hann er enginn hægri bakvörður og spilaði þar aldrei)
DL. Charles N’Zogbia
DC. Luis Perea
DC. Abdoulaye Faye
DMC. Geremi
AMC. Juan Manuel Mata
MR. Ashley Young
ML. Mika Aaritalo
FC. Obafemi Martins
FC. Michael Owen
Bekkurinn:
Henri Saivet
Mark Wilson
Gareth Bale
Alan Smith
Steven Taylor
Eins og á 1. tímabili þá byrjaði ég skelfilega í deildinni og var við fallsæti fyrstu umferðirnar. En svo snerist blaðið við og ég setti félagsmet með því að tapa ekki í 19 leikjum í röð í öllum keppnum og allt í einu var ég kominn í top 4 í deildinni. Ánægðastur er ég með frábæran sigur minn á Liverpool, sem þá voru efstir í deildinni. Ég var stressaður fyrir þennan leik en svo fór það þannig að ég rótburstaði Liverpool 7-0 og allir svakalega ánægðir með það.
Ég er samt ennþá ekkert smá svekktur eftir lokaumferðina. Fyrir hana var ég í 2. sæti og Arsenal þegar búnir að tryggja sér titilinn. Ég var með 1 stigs forskot á Chelsea og Liverpool og þurfti nauðsynlega á góðum úrslitum að halda gegn Tottenham. Ég komst í 3-2 en á fokking 94. mín þá skoruðu þeir og ég datt niður í 4. sæti vegna þess að Chelsea og Liverpool unnu sína leiki. Ég get ekki lýst því hvað ég varð svekktur.
Staðan í deildinni:
http://img164.imageshack.us/my.php?image=staanuu2.jpg
Í meistaradeildinni lenti ég í erfiðum riðli, með Real Madrid, Lazio og Dinamo Bucarest. Ég tapaði aðeins einum leik í riðlinum, og það á móti Dinamo, en vann alla hina. Ég var lengi í gleðivímu eftir leikinn gegn Real Madrid á heimavelli þeirra. Ég bað leikmennina að gera sitt besta og það gerðu þeir svo sannarlega. Ég var kominn í 3-0 eftir 23 mín. og var svakalega ánægður í hálfleik. Á 71. mín var ég kominn í 5-0 og trúði þessu varla. En Real náði að pota inn 2 mörkum á lokamínútunum en það kom ekki að sök, glæsilegur sigur hjá mínum mönnum, 5-2 við stórlið Real Madrid á þeirra heimavelli.
Ég varð efstur í riðlinum og mætti Barcelona í næstu umferð. Ég tapaði því naumlega samtals 4-3 og Evrópudraumurinn var úti eftir frábæra frammistöðu.
Úrslitin í riðlinum í meistaradeildinni:
http://img411.imageshack.us/my.php?image=staan1ai7.jpg
Í bikarkeppnunum heima stóð liðið sig ágætlega. Ég komst í undanúrlist deildarbikarsins en tapaði þar á móti Everton í tveimur leikjum, þar sem þeir komust áfram á útivallarmörkum, verulega svekkjandi.
Í FA bikarnum komst ég einungis í 5. umferð og tapaði á móti Derby í framlengingu. Skulum ekki hafa fleiri orð um þann leik.
Keppnisleikir tímabilið 08-09
1/3
http://img411.imageshack.us/my.php?image=leikir1qh4.jpg
2/3
http://img411.imageshack.us/my.php?image=leikir2tc4.jpg
3/3
http://img208.imageshack.us/my.php?image=leikir3fz5.jpg
Vonandi að fólk hafi haft gaman af þessum greinum :)