Atletico Madrid, 05/06 í FM 2006

Ég ákvað að vera Atletico þar sem þeir eru mitt uppáhalds lið í spænsku deildinni og Torres einn af mínum uppáhaldsleikmönnum. Ég var bara í tvem keppnum, spænsku deildinni og spænska bikarnum. Ég ákvað að vera ekkert að kaupa fullt af leikmönnum og keypti bara Diego frá Porto á 10 Mil. Svo seldi ég Juan Valera á 2.5 Mil.

Svona var besta liðið stillt;

GK; Leo Franco
DR; F. Molinero
DL; Antonio Lopez
DC; Pablo
DC; Luis Perea
MC; Peter Luccin
MC; Diego
MC; Ariel Miguel Ibagaza
FR; Maxi Rodríguez
FL; Martin Petrov
FC; Fernando torres

Frekar attacking kerfi sem ég hannaði, Peter Luccin var frekar defensive meðan Diego og Ibagaza voru attacking. Svo voru FR og FL meira einsog kantar.

Spænska deildin

Ég byrjaði tímabilið með 4-0 sigri á Racing, 2-1 sigur á Málaga, svo gerði ég jafntefli við Osasuna 1-1. Svo vann ég næstu þrjá leiki gegn Espaynol, Betis og Athletic, og var ég þá í fyrsta sæti með 19 stig og Valencia á eftir mér í 2. Svo gerði ég tvö jafntefli í röð gegn Mallorca og Celta en sigraði svo Villareal 3-1. Svo var komið að Valencia á útivelli og náði ég að sigra þá 5-3. Næsti leikur gegn Alaves fór 3-1. Svo kom leikur þar sem ég óttaðist að ég myndi tapa mínum fyrsta leik, Barcelona á heimavelli. En sá leikur fór 4-0 fyrir mér þar sem Ibagaza var með þrennu. Svo komu Sevilla og Real Socided, 3-3 jafntefli og 3-1 sigur. Næsti leikur var Madrid slagur þar sem ég mætti Real Madrid á Santiago Bernabeu, þar kom mitt fyrsta tap í leik sem ég hefði getað unnið, en leikurinn fór 3-1 Real Madrid í vil. Þá tók liðið sig á og vann næstu þrjá leiki gegn Deportivo 5-0, Cadiz 3-0 og Getafe 3-0. Nú var helmingurinn búinn af deildinni og ég ennþá á toppnum. Þá gerði ég jafntefli við Malaga 3-3. Vann svo næstu fjóra leiki gegn Villareal 4-1, Osasuna 3-0, Espanyol 4-0 og Betis 4-0. Þá var komið að Athletic og var það annað tapið mitt í deildinni, svo tapaði ég aftur gegn Celta og var ég ekki sáttur með 2 töp í röð á móti ekkert spes liðum. Í næstu 4 leikjum vann ég þrjá og gerði eitt jafntefli. Þá var aftur komið að Barcelona, í þetta sinn á útivelli. Það var 2-2 í hálfleik en í seinni hálfleik vaknaði Torres við og skoraði þrennu og fór leikurinn 5-2. Svo var það Sevilla, og vann ég þá 2-0. Í næstu umferð var Valencia og náði ég ekki að knýja fram sigur en þá var jafntefli, 2-2. Seinustu fimm leikirnir voru gegn Real Sociedad, Real Madrid, Cadiz, Getafe og Deportivo. Ég vann alla þessa leiki og var því orðinn meistari! Ég vann deildina frekar örugglega og skoraði 103 mörk, Fernando Torres með 40 af þeim mörkum.


Deildin endaði svona;

1. At Madrid +68, 91 stig.
2. Barcelona +35, 75 stig.
3. Valencia +21, 71 stig.
4. R Madrid +20, 68 stig.

Liðin sem féllu voru; Getafe, Cádiz og Racing.


Spænski bikarinn

Ég byrjaði keppnina í þriðju umferð þar sem ég fékk Numancia og vann ég þá nokkuð örugglega 5-0. Svo í fjórðu umferð fékk ég Mallorca í heimsókn og tók þá einnig frekar létt, 5-2. Svo í fimmtu umferð eru spilaðir tveir leikir og þeir leikir voru gegn Málaga, fyrri leikurinn fór 1-1 en sá seinni 2-0 fyrir mér, 3-1 sigur samanlagt og ég því kominn í 8 liða úrslit. Í 8 liða úrslitunum var leikur gegn Alavés og fór fyrri leikurinn 1-1, og sá seinni 2-0. Þá var ég kominn í undanúrslit og var nokkuð ákveðinn að fara alla leið og vinna þennan bikar. Valencia varð fyrir valinu og vann ég fyrri leikinn 4-1 og var nokkuð viss um að ég myndi komast í úrslit. Seinni leikurinn fór 2-2 og ég því kominn í úrslit gegn Real Madrid. Sá leikur var afskaplega spennandi, í hálfleik var staðan 2-2, ég komst svo yfir á 71 mínútu þar sem Pablo skoraði úr horni með skalla. En stjörnurnar í Real Madrid náðu að jafna á 76 mínútu og þar var að verki fyrirliðinn Raúl. En á 81 mínútu náði ég að komast yfir með marki frá Fernando Torres! En hann chippaði boltanum yfir Casillas eftir góða sendingu frá Ibagaza. Vann ég þá einnig bikarinn og var því bara mjög sáttur með tímabilið.


Verðlaun

Goalkeeper of the year; Daniel Aranzubia
Player of the year; Fernando Torres
Footballer of the year; Fernando Torres
Top Goalscorer of the year; Fernando Torres
At. Madrid fan's player of year; Fernando Torres

Torres er maðurinn :D

Svo var ég með 10 leikmenn í ‘Team of season’ og 9 af þeim í byrjunarliðinu.

En nú er þetta komið gott, takk fyrir mig.