Jæja sælt veri fólkið!
Jæja ég ætla nú að taka mig til og skrifa eina grein til ykkar

Jæja ég byrjaði á nýju savi….ákvað að taka við Newcastle, mínu uppáhalds liði í ensku.

Jæja hér byrjar sagan:

Já eins og þið vitið þá tók ég við Newcstle, ég byrjaði á því á því að ná mér í þá Suker og West af free transfer og ætlaði að reyna að krækja í Guardiola en helv fíflið kom ekki til mín valdi heldur skítaliðið Brescia (eisn og hann gerði í alvörunni).
Ég tók þátt í inter toto og var ég heldur svartsýnn eftir að hafa gert jafntefli á heimavelli í fyrstu umferð á móti RKC 1-1, en reyndar sá ég eitt gott við hann James Coppinger var í byrjunarliðinu hjá mér og skoraði mark og var með 10!
En svo kom útileikurinn og vann ég hann léttilega 2-0og skoraði Coppinger bæði mörkin. Semsagt og svona hélt hann áfram í toto keppninni og skoraði 7 mörk í keppninni í 6 leikjum.
En svo byrjaði deildin og átti ég heimaleik á móti Chelsea. og vann ég hann 1-0 með marki frá Bellamy. ég vann fyrstu 4 leikina í deildinni, en svo kom útileikur á móti ManUtd, ég komst yfir 1-0 með marki frá Bellamy á 27 mín, en svo var Solano rekinn útaf á 36 min, og þá snúðist allt við ég tapaði leiknum tvö eitt (Tölvan´átti 27 skot). Og þá hrökk allt í baklás enginn sigurleikur 4 leiki í röð. En þá rétti ég úr kútnum og er búinn með 21 leik og er með 44 stig hehe Manchester eru með 56 stig eftir 22 leiki. Ég er kominn í 16 liða úrslit í uefa , og átta liða úrslit í bikarkeppninni.

Annars nú farið þið sjálfsagt að vera leið/ir á blaðrinu í mér

Sindro