Eins og flest önnur kvöld þá var ég staddur á irk-rásinni okkar #cm.is í gærkveldi. Þar hitti ég fyrir Zunda af cm.simnet.is og sagði hann mér þá frá móti sem að þeir eru að halda. Upp spunnust umræður sem að enduðu á þeirri niðurstöðu að Íslandsmót í CM væri raunhæfur möguleiki.

Helstu hugmyndir okkar vegna skipulags þessa voru þær að allir ættu að spila eitt tímabil með einhverju ákveðnu liði. Allir hefðu sama lið. Síðan væru genir út eins konar stigstaðlar, þar sem að menn fá plússtig fyrir árangur og mínusstig fyrir mistök. Þá myndi sá sem hefði flest stig vinna save-ið.

Þarna rákumst við á annan galla og það var það hve margir myndu taka þátt og hve margir yrðu þar að leiðandi jafnir að stigum. Við fundum fljótlega lausn á því, og á hér er hugmynd okkar af hinu sanna CM Íslandsmóti: (með smáblöndu af mínum eigin hugmyndum)

Þeir sem að hefðu áhuga myndu skrá sig til leiks. Segjum að 32 stjórar myndu skrá sig. Dregið yrði í leikina og gefum okkur að wbdaz og mac2 myndu lenda á móti hvor öðrum. Þeir myndu síðan draga um lið úr t.d. ensku úrvalsdeildinni og fær þá hver um sig eitt tímabil til þess að gera sitt besta með liðið. Eftir tímabilið myndu síðan sérstaklega útnefdnir dómarar fara yfir save-in og athuga hvort að ekki sé allt með felldu. Sá sem myndi vinna myndi fara í 16 manna úrslit og svo koll af kolli.

halda þyrfti undankeppnir á netinu þar sem menn gera þetta sama og senda síðan inn save-fælinn sinn til dómara sem að fer yfir það og úrskurðar sigurvegara. Þegar hópurinn hefur síðan verið þrengdur niður í t.d. átta er hugmyndin að þeir kæmu með tölvurnar sínar á einhvern fyrirfram ákveðin stað yfir eina helgi og spiluðu þar úrslitin. Þá er einnig tækifæri fyrir stjóra landsins að hittast og gera sér glaðan dag, hvort sem þeir eru að keppa eður ei.

Ég og vinur minn höfum spilað svona keppni og það er alveg þrælskemmtilegt.

Hvað segja menn um þetta? Eru einhverjar aðrar hugmyndir eða?
Endilega látið vita.

Kveðja,
Pires-Pirez
——————–
I´ll be back…
Anyway the wind blows…