Það fyrsta sem ég hef pælt aðeins í og það fer soldið í taugarnar á mér er það að menn eru að senda report frá save-um sem þeir eru búnir að vera í og skrifa um hvernig gekk, hvaða menn voru frábærir og fl. Það eitt og sér er svo sem fínt en upp á síðkastið hefur mér fundist þetta áhugamál orðið vel einæft þar sem menn gera ekki annað en að flooda svona greinum hingað inn. Mín hugmynd til þess að bæta úr þessu er sú að setja kubb hingað inn, svokallaðan sögukubb þar sem menn senda inn sínar sögur. Þá þyrftu sögurnar að vera vandaðar, skemmtilega upp settar og helst að fjalla meira um eitt tímabil í viðkomandi save-i. Það getur verið hreint ótrúlega gaman að lesa góðar cm sögur sem að menn hafa lagt mikla vinnu í. Hver hefur ekki setið í klukkutíma á thedugout og skemmt sér yfir sögunum þar?
Í öðru lagi langar mig að fá að vita hvernig cm-ísland verkefninu miðar áfram. Gengur allt vel? Hvaða lið eru eftir? Ég skal reyna að gera eitthvað ef ég hef tíma fyrir það.
Í þriðja lagi hef ég mikið verið að pæla í því þegar newbie-ar koma hingað inn og biðja um góð ráð og góða leikmenn, þá verða menn oft pirraðir og veita kannski ekki þá hjálp sem þeir þurfa (ég veit svo sem uppá mig sökina :/ ). Hvernig væri að allir myndu leggjast á eitt og búa til eins konar leikmannabanka og ráðabanka? Allir myndu senda inn kannski sína fimm uppáhaldsleikmenn og admin eða e-r annar myndi skella því saman og setja upp? Einnig að fá nokkra aðila til þess að sjóða saman góð ráð varðandi t.d. taktík, kaup og sölu ofl. Kostirinir við að fá svona banka væru þeir að þeir sem eru nýir í leiknum geti bara gengið að upplýsingunum vísum og ekki þurft að pirra okkur reyndari mennina :). Einnig gæti þetta nýst vel af að manni gengur illa í einhverju save-i og þarf einhverja hjálp.
Einnig finnst mér vanta soldið af downloadum hingað inn, og mætti bæta úr því. Menn verða bara að vera duglegir að senda inn tactics og mér finnst sárvanta dl-kubb hingað þar sem maður getur dl-að fleiri pötchum,menubörum,æfingakerfum ofl. Er einhver möguleiki að það komi í nánustu framtíð?
Ég veit að þetta er allt saman mikil vinna og langar mér að fá álit ykkar um þetta. Ég er viss um að margir vilja leggja hönd á plóginn og margt smátt gerir eitt stórt. Ég er ekki að segja að Mac2 eigi að gera þetta allt, ég er t.d. tilbúinn að sjá um leikmannabankann og kannski einhver annar sé tilbúinn til þess að sjá um ráðabankann?
Þetta samfélag okkar er að vaxa og hefur frábært starf Mac2 hérna hjálpað til auk þess sem að #cm.is irkrásin er loksins komin á fullt skrið. Nú er bara um að gera að gera þetta áhugamál enn betra svo að það sé auðveldara fyrir græningja að fóta sig í leiknum.
Kveðja,
Pires-Pirez
——————-
I´l be back…
Anyway the wind blows…