Jæja, þegar ég tók við þeim vissi ég að þeir væru svolítið vængbrotnir eftir að hafa selt Thorne og Kavanaugh. ég er nú ekki vanur að kaupa mikið af leikmönnum og þar sem Stoke átti einungis 1,6 milljónir þá ákvað ég að halda aftur að mér og sjá til. Upphitunartímabilið lék ég í Belgíu og gekk ekkert alltof vel, tapaði öllum leikjunum með einu marki. Ég hóf samstundis mikla leit af leikmönnum og endaði það þannig að ég fékk þá Kaba Diawara, Daniel Amokachi og Daniel Nardiello alla á free tranfer. Þar sem þetta eru allt sóknarmenn átti ég í svolitlu basli við að velja í liðið en í fyrsta leiknum þá var Amokachi ekki kominn mneð leyfi og hinir enn að koma sér fyrir. Ég tapaði þessm leik 3-2 og var strax svartsýnn á komandi tímabil. Í næsta leik eða næstu þremur var liðið full skipað þ.e.a.s. Nardiello og Amokachi frammi, Rikki Daða í AMC, Peter Hokestra og Bjarni á miðjunni, Brynjar í DMC og svo var vörnin mismunandi. Liðið gjörsamlega small saman í fyrsta leiknum og það hélt svo áfram í næstu tveimur og skoraði ég 11 mörk í þessum þrem leikjum. Svo kom einhver þreyta í menn og skellti mér á leikmanna markaðinn aftur og keypti Florian Petre og fékk að láni Grégory Vignal frá Liverpool. Núna var ég kominn með tvo öfluga bakverðiná sitthvorn kantinn. Nú voru allir við hestaheilsu í 8 leiknum og þá hófst sigurgangan. Um miðjan Nóvember var ég í fyrsta sæti, tveimur stigum á undan næsta liði. Þá var ég búinn að skora alveg gríðarlega m.a var Nardiello með 15 leiki og 17 mörk, Rikki var með 17 leiki og 13 mörk og svo Amokachi var með 17 leiki og 14 mörk þannig að sóknin var að standa sig. En vörnin var annað mál, á þessu tímabili var ég að vinna leiki 4-5 og svo framvegis.
Loks var komið að 23. Nóvember og vöknuð Stokearar snemma um morgunin og lá leiðin suður til London þar sem fara átti fram leikur á milli Tottenham og Stoke City í bikarnum. ég bjóst nú ekki við miklu af mínum mönnum í þessum leik en brá heldur í brún í hálfleik þar sem staðan var 2-1 og Rikki var með markið. Það var enginn með undir 7 í einkun fyrir fyrri hálfleikinn. En í seinni hálfleiknum kom í ljós munurinn á milli úrvalsdeildarliða og þeirra i neðri deildum. ég tapaði þessum leik 4-2 en það var allt í lagi vegna þess að þetta var í League cup.
Áfram hélt ég að vinna í deildinni og var nú komið að dómsdegi mínum. Leikur við Arsenal í FA bikarnum á Bittania Stadium. Vegna þess að í leiknum á undan hafðí ég hvílt lykilmenn stillti ég upp mínu sterkasta liði. Arense Wenger langaði greinilega í FA bikarinn og stillti hann einnig sínu sterkasta liði upp. Að mínu mati fengu Arsenal drengir rassskellingu vegna þess að ég vann leikinn 3-0 hvorki meira né minna og ég er enn að átta mig á þessu. Nú fannst mér ég eiga greiða leið í úrslitaleikinn en það gekk ekki eftir vegna taps gegn Leed United í fjórðungsúrslitum. Jæja þar fór það. En í deildinni var ég að fara á kostum og vann hana með 17 stiga mun. Leikmaður ársins var enginn annar en 19 ára piltur sem skoraði 31 mark í 32 leikjum og var með 8,32 í meðaleinkun, og heitir hann Daniel Nardiello.
Það kom mér mjög á óvart hversu lið Stoke er gott. Mér brá líka svolítið þegar ég sá liðið vegna þess að ég hafði lítið sem ekkert fylgst með markaðinum í sumar að sjá Peter Hokestra, 28 ára gamall hollendingur með 6 landsleiki að baki. Liði var gjörsamlega vængbrotið þegar Bjarni eða Brynjar gátu ekki spilað og sýnir það gríðarlegan styrk þeirra.
Ég ákvað að kaupa ekki neina leikmenn fyrir næsta tímabil og nota bara sömu men og sjá hvernig það gengur.
Framhald er væntanlegt.
Kveðja Otti
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian