Já þetta var mitt skemmtilegasta save til þessa.
Ég byrjaði á því að klikka á hnappinn ,,New start game´´ og valdi þar ensku deildina. Hafði náttúrulega aðrar sterkar deildir með.

Þarna skoðaði ég liðin í bak og kring en klikkaði af lokum á mitt skemmtilegasta lið sem ég held með í ensku, CHELSEA!

Ég var tekinn við Chelsea og byrjaði á því að kaupa helling af leikmönnum eins og: Kezman, Jancker, Joe Cole, Davids, Nesta og Campo en þetta eru bara þeir helstu sem ég keypti en áður hafði ég selt marga leikmenn eins og Hasselbaink, Grönkjaer, Zola, De Goey og marga aðra en byrjaði auðvitað á Jokanovic sem ég held að enginn íslenskur Chelsea maður þolir.

En byrjunarlið mitt á fyrstu leiktíðinni var mjög sterkt og auðvitað vann ég deildina, Uefa Cup og bikarkeppnina með varaliðinu á móti Shouthampton en datt út í fyrstu umferð í deidarbikarnum enda var ég með vararliðið mitt þar en tapaði ég gegn Watford.

Byrjunarliðið mitt á tíðinni var annars svona:

Bosnich

Campo Desailly Nesta Le saux

Stanic Cole Davids Zenden

Jancker Kezman


Þess má geta að Eiður var stundum í byrjunarliðinu en kom annars sterkur inn sem varamaður.

Ég stjórnaði Chelsea í 10 ár en um mitt sumar fyrir 11. tímabilið tók ég við landsliði Spánar og gerði þá að heims og evrópumeisturum en þegar var komið að árinu 2020 var ég orðin spenntur fyrir nýju savei þar sem ég ætlaði að stjórna Malaca á spáni sem ég er byrjaður á en þessu Chelsea savei gleymi ég aldrei.