Formáli;
Sögur líkt þessari voru tíðar hér árum fyrr á þessu einmitt spjallborði. Rifjum upp gamla tíma og leyfum huganum að reika. Vegna heimskrar ríkisstjórnar í Úkraínu hef ég ákveðið að birta ekki mitt nafn til að verja hag minn.


Eftir strembinn klukkutíma í gyminu lá leiðin heim. Sturta og leikur í Meistaradeildinni í sjónvarpinu, gerist ekki betra. En þá dinglar bjallann, pizzasendill? Ég tek við pizzunni sem er víst frí í boði Úkraínska Pizzustaðarins. Fín 9” með pep og forsteiktu beikoni. Strax og ég byrja að borða tek ég eftir miða undir pizzunni. Á miðanum stóð á brenglaðari ensku að ég skyldi hringja í sem fyrst í númerið hinumegin á miðanum. Ég hringi og eftir allt blaður og tungumálaerfiðleika þá er mér boðið starf sem einkaþjálfari einhvers framherja hjá Shakhtar Donetsk. Ég tek boðinu og hef störf strax þegar haustönn skólans lýkur. Meðan ég þjálfa strákinn sem heitir víst Ciprian Andrei Marica þá gerist margt innan herbúða Shakhtar. En þó ekkert miðavið það sem hendir þjálfara liðsins sem ég hafði myndað góð tengsl við fyrir tímabilið 2006/2007.
Upp komst upp meint framhjáhalds hans með dóttir forseta liðsins. Samdægurs er hann rekinn. Forseti félagsins þá býður öllum þjálfurum innan starfshóps Shakhtars á fund þar sem dregin eru strá uppá það hver skuli þjálfa liðið ótímabundið næstu misseri. Þar sem örlög mín voru þau að draga lengsta stráið þá var ég settur í framsætið hjá liðinu strax. Æfingarnar fyrstu vikunar gengu vel svo mér var boðið lengin á samning og taka við liðinu í eitt ár. Ég þáði það boð en var þrátt fyrir það á skítalaunum. Vegna ríkidæmis ,Rinat Akhmetov, forseta félagsins fékk ég rúmar 29 milljónir punda til leikmannakaupa. Mín fyrstu verk voru að tala við reyndari mann en ég sjálfur. Fyrrum þjálfari Shakhtar. Bendingar hans á leikmönnum urðu að því að hann varð leyninjósnari minn útum allann heiminn. Ég blæddi ferðir á leiki og hann fór með dóttir forsetans hvert sem hann vildi. Ég fékk til liðs við mig Gonzalo Híguaín, Fernando Gago, Junior Ross & Olexandr Rybka. Gago á 8millur en Híguaín á 4 og hina frekar ódýrt. Þar sem ég las moggann heima á klakanum þá vissi ég af mörgum öðrum en enginn vildi koma. Árangurslausar tilraunir til að klófesta leikmenn á borð við Cardénaz, Millán, Carlos Vela, Ben Arfa, Guardado og fleiri fóru því í vaskinn.

Skemmtilegir æfingaleikir litu dagsins ljós og hagstæð úrslit úr öllum. Taktíkin 4-2(DM)-2(AMC)-2(FC) gekk þrusu vel þarsem Pletikosa coveraði markið, Rat og Srna í bakvörðum með þá Hubschmann og Chygrynskyi í hafverðinum blokkeraði markið. Miðjunni var stjórnað af Gago og Anatoliy í DMC og Fernandinho ásamt Elano sem AMC. Framherjanir voru Higuaín og Marica. Fyrsta þolraun mín var því gegn Dinamo Kiev í svokallaðari Super Cup. Léttur leikur, 5-1 sigur í höfn og allir voða glaðir. Þá ákvað ég markmið mín, bera sigur úr bítum í deildinni og bikarkeppninni og komast sem lengst í Evrópukeppnum. Notandi leikmenn liðsins ásamt þessum fjórum sem ég keypti gerði mér kleift að valta í gegnum deildina, bikarinn og hálfpartinn í Meistaradeildinni. Eftir meiðsli Jr. Ross lét ég hann spila nánast sinn fyrsta leik gegn Inter í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann byrjaði vel og sannaði afhverju ég borgaði 400þús pund fyrir hann. Hann kýldi Materazzi og fékk 7 leikja bann, mjög góð byrjun hjá ungum leikmanni sem og skjótur frami. Því ákvað ég vegna sí endurtekna meiðsla hjá hinum og þessum í hópnum að kaupa skyldi leikmann. Fékk til mín Cavenaghi á 10m punda til að filla uppí skörð og stóð hann vaktina illa til að byrja með. Rumir 10 klukkutímar án marks en svo fóru þau að rigna inn. Staða mín á þeim tímapunkti var annað sæti í deildinni, þremur stigum á eftir Dinamo Kiev, úrslit í bikarnum og 16liða úrslitum í Meistaradeildinni gegn Bordeaux.

Bikarinn fór út í hundana, tap gegn slöku liði Dnipro þar sem framherjar mínir náðu engann veginn að skora og ekki bætti málin að Fernandinho og Anatoliy, tryggustu miðjumenninir fengu rauð spjöld sitthvor fyrir að hrinda sitthvor leikmanninum á sömu mínútunni. Svo það var á brattann að sækja eftir varnarmistök sem leyfðu Dnipro að komast í 1-0 og sigra. En sigur gegn Bordaeux lagaði allt og mórallinn kominn í sitt flottasta form, 8 liðaúrslit gegn Liverpool framundan og barátta í deildinni heimafyrir. Svo fór að 3-0 tap á útivelli gegn Liverpool reyndist of stór biti og varð ég að kyngja stoltinu fyrir framan múginn en þetta var í góðu, ég náði að knígja fram sigur í deildinni í lokaleik með sigri liðs míns og tapi Dinamo. Gott veganesti að ná að sigra deildina og ná þannig framlengingu á samningnum.

Markaðurinn opnaðist og fékk ég til mín þá Daniel Carvalho og Mirko Vucinic auk þess að kaupa óþekktann kínverskann markmann sem heillaði augu útsendara mína. Með innkomu Carvalho breyttist leikplanið og fór hann í AML en Elano í AMR. Fernandinho datt úr hóp en var þó oftar en ekki í leik þar sem meiðsli voru tíð auk þess að hann var mjög oft frammi og skoraði títt. Daganir liðu og tímabilið byrjaði, stórsigur gegn Dnipro í Supercup 6-0 var aðeins sýnishorn af því sem koma skyldi. Sigrar í deildinni sem og bikar urðu margir og toppsætið í UHL(úrvalsdeild Úkraínu) nánast tryggt. Vegna þeirrar sakar fækkaði áhorfendum á leikjum gegn liðum í Úkraínu og fólk fór að spara til að sjá hetjunar sínar leika í Meistaradeildinni. Riðill með Lyon, Real Madrid og Sparta Prague lyktaði vel og lauk viðureign þannig að hinn sterki heimavöllur Shakhtar sótti 9stig í hús og svo tvö jafntefli og eitt tap á útivelli. Efsta sæti í riðlinum og næsta viðureign var í 16liða úrslitum gegn Ajax.

Fyrri leikurinn á heimavelli Ajax þar sem þeir Hollensku báru 2-1 sigur úr bítum. Shakhtar tók sig á og gjörsigraði Ajax 4-0 á heimavelli og lá leiðin beint í úrslit Meistaradeildarinnar. Eftir erfið einvígi við Porto í átta liða úrslitum og Chealsea í undanúrslitum beið Inter eftir og komið var að lokaátökum. Hinsvegar hafði allt farið í skvaldur heimafyrir þrátt fyrir sigur í bikarkeppninni. Jafntefli á útivelli sem og 1 tap leyfðu Dinamo Kiev að klifra uppí efsta sæti deildarinnar.

Lokaleikir tímabilsins voru hinsvegar gegn sterkustu liðum deildarinnar og sá stærsti og erfiðasti gegn Dinamo Kiev á útivelli. Sigur okkar í fyrri leik liðanna reytti leikmenn Kiev til reiði og augljóstlega vildu þeir ná hefndum. Sem og þeir náðu, með jafntefli. Gago skoraði sjálfsmark á 90mínutu leiksins og leikurinn fór 2-2. 4 leikir eftir í deildinni og Kiev með 6 stiga forskot óttaðist ég hvort ég myndi ná að endurheimta deildartitilinn. Eina leiðin til að jafna sig á svona áfalli var að fara í gymið og taka bekkpressu. Áfallið leyst því eftir lyftingar var leikur gegn Stal Alchevsk á heimavelli. Léttur sigur 5-0 og Kiev töpuðu. 3 leikir og 3 stiga munur. En þá ofan í djúpu laugina, úrslit gegn Inter. Chygrynskyi í banni sem skilur eftir sig stórt skarð í vörninni. Hann og Hubschmann voru bunir að vera frábærir saman bæði tímabilin en nú var komið að tækifæri Kucher. Eftir venjulegann leiktíma er staðann enn 0-0 og Inter búnir að vera meir í sókn þó mínir menn hafi átt skæðar sóknir. Eftir að framlenginginn klárast er gert klárt fyrir vítaspyrnukeppni. Óspennandi leikur að mestu leiti búinn að fjara út í vítaspyrnukeppni. Pletikosa gerir sér lítið fyrir og toppar leik sinn, ver 2 spyrnur og Shakhtar skorar úr öllum og eru því Meistaradeildar sigurvegarar! Pletikosa valinn maður leiksins og átti það fyllilega skilið.

Þá er einungis eftir að ná að sigra deildina til að ná markmiðinu, þrennunni. Þriðji seinasti leikur deildarinnar rennur upp og Shakhtar nær að knígja fram sigur 2-3, og Dinamo Kiev tapa. Sem þýðir að Shakhtar eru komnir á topp deildarinnar með jafnmörg stig og Kiev en betri markatölu. Í seinustu tveimur leikjunum sigruðu bæði lið þar á meðal sigraði Shakhtar 0-7 í seinasta leik deildarinnar. En þar sem Shakhtar og Dinamo Kiev voru jöfn af stigum þá varð að leika Playoff leik um fyrsta sæti deildarinnar. Þrátt fyrir að Carvalho, Elano og fleiri meistarar væru að sprikla með landsliðum sínum þá kom það ekki að sök og 4-0 hálfleikstölur gáfu til um að leikurinn væri búinn og þrennan fullkomnuð.

Á leið heim eftir leikinn gaf ég þá yfirlýsingu út að ég hefði sótt um stöðu hjá öðru þekktu liði á Spáni. Óróleiki skapaðist, ríkisstjórnin snappaði og endaði þetta með því að andartökum eftir að hópurinn steig útúr flugvélinni þá var skothríð. Sem betur fer varð það einungis ég sem lenti í skothríðinni. Ferillinn búinn.