Góðan daginn
Nú hef ég verið að lesa þetta áhugamál hér síðan ég byrjaði að lesa huga í kringum 2001, hef ekkert verið mikið að tjá mig(örugglega vegna þess að ég er ekki með notendanafn) og einu Manager leikirnir sem ég hef verið að spila eru frá 97-98 upp í 02-03, s.s:
CM 96-97
CM 97-98
Íslenski manager
CM 3, 98-99
CM 99-00
CM 00-01
CM 01-02
CM4, 02-03
Þar sem ég hef mest verið að spila 01-02, þá ætla ég aðeins að taka á hverjir í þeim leik eru fantagóðir, þrátt fyrir að vera ávallt á bekknum í sínu liði og fá vanalegast aldrei að gera neitt þar.
Hakan Sükür – Inter
Þegar maður byrjar með meðalgott lið í 01-02, sem vantar framherja, þá er þetta maðurinn til að kaupa. Hann er rjúkandi beint af bekknum hjá Inter, sem sjá hann sem eitthvers konar gallaða vöru. Hann er(ef mér skjátlast ekki) yfirleitt metinn á sjö milljónir punda en Inter eru gjarnir á að láta hann fara á um það bil 4 milljónir. Hann er logandi heitur strax í upphafi tímabils og er raðandi mörkum inn alveg hægri-vinstri, ég held að það mesta sem að hann hafi skorað hjá mer á einu tímabili, bikar-deild-evrópukeppni, með Heerenveen í Hollensku, voru í kringum 50 mörk.
Capucho – Porto
Þetta er leikmaður sem er ekki nein ofurstjarna, en hann er þó vanalegast fær um að enda tímabilið með yfir 7.5 í meðaleinkunn. Hann er vanalegast falur á u.þ.b. 750k, en það er aðeins erfiðara að fá hann ef maður er ekki að keppa í portúgölsku deildinni(tek dæmi, að ef maður er Belenenses í portúgölsku er auðvelt að fá hann í liðið, sem og marga aðra misgóða Porto leikmenn, allt frá Nica Panduru upp í Emilío Peixe). Allavega, þá skilar hann sínu mjög vel og hægt að nota hann í liðum frá Belenenses uppí Liverpool.
Txomin Nagore – Athletic Bilbao
Þessi er reyndar heldur brokkgengur og spilar vanalega betur í 00-01 heldur en 01-02, en ég hef þokkalega reynslu af honum svo ég bæti honum hér með. Ég var með Blackburn og útsendari minn benti mér á þennan. Ég sló til og keypti hann, og setti hann á bekkinn í fyrsta leik. Eftir hálftíma þá kemur hann inná vegna meiðsla, og endar leikinn með 9 og eitt mark. Síðan þá notaði ég hann alltaf í liðinu, og í enda tímabilsins var hann valinn í lið ársins og spænska hópinn fyrir HM.
Carlos Gamarra – Flamengo/AEK
Reynslubolti sem er ekki nógu góður fyrir Flamengo. Hann fær vanalegast atvinnuleyfi í Englandi vegna landsleikjafjölda og aldurs, en ekki er auðvelt að fá hann strax t.d. til Spánar, þar sem hann verður óánægður með að vera samningsbundinn Flamengo í ca. sept-október(fer reyndar allt eftir því hversu snemma á árinu tímabilið byrjar). Hann er allavega fljótur að aðlagast þangað sem hann fer, og stendur sig frábærlega í vörninni,
Að síðustu ætla ég aðeins að fjalla um Massimo Ambrosini, sem er hjá AC Milan
Hann er vanalegast ekkert notaður, enda eru margir “betri” leikmenn en hann sem spila á miðjunni hjá AC í leiknum, en nóg um það. Hann er allavega fær miðjumaður sem er í heimsklassa ef hann fær réttu þjálfunina. Hann kostar vanalegast ekki yfir 3.5m punda, og er til í að fara nánast til hvaða klúbbs sem er sem er t.d. í svipuðum styrkleika og FC Köbenhavn og Mönchengladbach(s.s. svona semi lið miðað við AC Milan), en hann stendur sig alltaf frábærlega og ég furða mig alltaf jafn mikið á því að hann er ekki valinn í landsliðið.
Svo eru auðvitað margir leikmenn sem eru í ruslakistu stóru liðanna, þá aðallega á Ítalíu, svosem: Roque Júnior(AC), Thomas Helveg(AC), Gianni Guigou(Roma), Florian Maurice(Marseille), Danny Mills(Leeds), Santiago Solari(Real Madrid), Guly(Inter), Claudio López(Lazio) og Fernando Couto(Lazio).
Allavega, ég er ekki að alhæfa, ég vill fá álit manager manna hverjum þeir finnst vera vanmetnasti leikmaðurinn(ef svo má að orði komast) í sínum leik, hvort sem það er 98-99 eða CM07.
Takk fyrir mig.