Ég er búin að vera að lesa allar þessar greinar um að x sé að rústa CM með þessum og hinum liðum sem eru öll frábær fyrir… svo ég ætla að segja frá mínu liði sem er langt frá því að vera frábært ;o)

ég er enginn knattspyrnusnillingur (lærði bara fyrir hálfu ára hver munurinn er á DM og M… og fyrir 2 vikum muninn á sweeper og defender ;o) ) og hef aðalega bara spilað sem silly maneger, með taktík sem ég kalla “jólatréð”, 4 (d) - 3 (M) - 2 (AM) - 1 (F), sem að ótrúlegt en satt virkar alveg ágætlega ;o) en svo ákvað ég að verða pínu serious og tók að mér lið fyrir alvöru (ekki með það í huga að fella það, eins og ég hef nokkrum sinnum gert með Real Madrid og Tottenham)
ég tók við Scunthorpe sem er í 3 deild og það er pínu húmor að vera með það því það vill næstum enginn koma til mín og ég á enga peninga… mér gegnur samt OK og bíst við að komast upp í 2 deil eftir ár …eða 2 ;o)

Reyndar langar mig miklu frekar að segja frá svolitlu sem ég og unnusti minn gerðum; við fórum í editorinn og bjuggum til 11 vini okkar (með okkur) og tókum Scunthorpe yfir með okkur sem leikendur. Við erum líka að brillera!
ekki taka því þannig að það sé 20 í öllum stödum! við settum nokkurnvegin það sem allir eru með x2 eða 3 sem gerir okkur nokkuð góð en samt ekkert súper ;o) við erum samt búin að hækka um deilir nokkuð stöðugt og núna erum við í 1 deild og allir búnir að skora nema GK (ég) og einn defender (við erum með 4).
þetta er einstaklega gaman og gerir leikin eiginlega áhugaverðari því þarna er “maður sjálfur” að skora eða verja eða what ever ;o)

ég mæli sko með að nota editorinn til að búa til sjálfan sig… bara ekki gera of öflugan player ;o)

IceQueen