Já eftir að vera búinn að vera með mörg miðlungslið í gegnum tíðiná þá ákvað ég að taka 1 stórliði og fyrir valinu Real Madrid. Stjórnin vonaðist eftir góðu samstarfi en bjuggust við að deildin yrði unnin. Eftir að hafa skoðað hópinn ákvað ég að selja Pavon til Celta og biðja um meiri pening til leikmannakaupa sem ég fékk og keypti Juan Arango frá Mallorca á 12 milljónir og Pedro Leon frá Murcia á 5 milljónir. Ekki voru fleiri menn keyptir eða seldir. Þó hófst tímabilið eftir nokkra æfingaleiki þá var hópurinn kominn í gott form og reiðubúnir í slaginn.

Spænka Deildin: 1. leikurinn fór vel þar sem ég vann Gimnastic 4-0 á heimavelli og eftir 10 leiki í deildinni var ég efstur í deildinni með 8 sigra 1 jafntefli og 1 tap. Bjarstýnin var kominn í mann með Nistelrooy alveg sjóðandi heitan og Reyes og Beckham að brillera. En þá fór nú að halla undan fæti, tapaði 4 leikjum í röð og ekki bætti það að Nistelrooy minn langmarkahæsti maður meiðist í 3 mánuði. Pirringur var í manni og ekki batnaði það þegar Beckham meiddist í 2 mánuði. Og næsti leikur stórleikur á móti Barca. Ég mætti í þann leik eins svartsýnn og hægt var. Leikurinn byrjaði nú ekki vel þarsem Messi skorar strax og staðan er 1-0 fyrir þeim en þá kemur maður að nafni Pedro Leon og setur 2 kvikindi úr aukaspyrnum og ég vinn leikinn. Eftir þennan leik fór allt í gang aftur og Pedro Leon skein skært og Raul tók loksins uppá því að skora og eftir um 30 leiki í deild var maður kominn aftur í 1.sæti en með Barca alveg í rassagatinu. Og þegar 3 leikir voru eftir voru Barca janfir mér að stigum en ég með betri markatölu. Ég átti hræðilega erfiða leiki eftir í deildinni móti Valencia á útivelli og Betis úti og Zaragoza heima. 1.leikurinn af 3 móti Valencia vinnst 1-0 þar sem Pedro Leon setur hann úr aukaspyrnu en á þessum tíma komst Beckham ekki í byrjunarliðið enda Pedro Leon rosalegur á kantinum. Næsti leikur móti Betis þar sem ég lenti undir en Nistelrooy og Raul skora og ég vinn 2-1. Fyrir seinasta leik í deildinni var Barca með jafnmörg stig og ég en ég með 1 marki betra í markatölu. Seinasti leikurinn móri Zaragoza, Raul byrjar að skora og Reyes setur 1 mark og staðann 2-0 í hálfleik og allt lítandi vel út. Seinni hálfleikur byrjar og Aimar setur hann á 55 mín og staðan 2-1 en hver annar en Pedro Leon setur 1 mark úr aukaspyrnu og staðan 3-1 en þá tékka ég á latest scores og þar er Barca að vinna sinn leik 4-0. Þannig að ég verð að skora 2 mörk og það lýtur vel út þar sem Raul setti 1 mark og staðann 4-1. Svo á 87. mín setur Ronaldo 1 mark og ég vinn leikinn 5-1 og vinn deildina á markamun þar sem að Barca fékk á sig 1 mark. Ég öskraði af fögnuði enda hef ég aldrei unnið neitt svona ljúft í FM.
Endastaðan í deildinni var þessi:

1.sæti: R.Madrid:82 stig, 43mörk í plús
2.sæti: Barca:82 stig, 42 mörk í plús
3.sæti:
Sevilla:68 stig, 33 mörk í plús
4.sæti: Valencia,66 stig, 31 mark í plús.

Meistaradeildin:: Byrjaði í riðli með Lyon, Sparta Prague og Steua. Vann 4 og gerði 2 jafntefli og vann riðilinn örugglega. Síðan tóku 16 liða úrslitin við og þar mætti ég Porto þar sem ég vann útileikinn 1-0 og heimaleikinn 2-0 en Nistelrooy skoraði öl mörkin í þessum viðureignum. Í 8.liða úrslitum mætti ég síðan Bayern Munchen. Ég tapaði fyrri leiknum 2-1 en vann heimaleikinn 1-0 þar sem Cannavaro setti hann á 88.mín eftir horn. Í semi-finals mætti ég síðan Arsenal og það eina sem hægt er að segja um þá leiki er SLÁTRUN. Arsenal tóku mig samanlagt 6-1 og ég dottin útúr meistaradeildinni en þess má geta að Arsenal unnu Bárca í úrslitaleiknum.

Spænski bikarinn:Já þar er nú ekki mikið að segja þar sem ég datt út í 1.umferð gegn Hercules þar sem ég setti varaliðið á móti þeim og átti 30 og eitthvað tilraunir á markið og þeir 1 tilraun og þeir unnu 1-0. Svekk

Bestu leikmenn á tímabilinu:

Pedro Leon (7,58)
Reyes (7,39)
Nistelrooy (7,32)

Markahæstir

Nistelrooy: 21 í deild, 6 í meistaradeild.
Raul: 15 í deild, 3 í meistaradeild
Robinho: 11 í deild, 1 í meistardeild

Byrjunarliðið í flestum tilfellum

GK.Casillas
DR.Cicinho
DC.Sergio Ramos
DC.Cannavaro
DL.R.Carlos
MR.Pedro Leon
MC.Emerson
MC.Arango
ML.Reyes
ST.Raul
ST.Nistelrooy


Þess má geta að þetta er mín 1.grein og bið ykkur sem lesa þetta að benda mér á hvað ég geri vitlaust og helst engin skítköst. Takk fyrir lesninguna ;)