Nú ætla ég að segja ykkur sögu um saveið mitt með Perugia.
Ég byrjaði náttúrulega að kaupa nokkra leikmenn og setti aðra á sölulista.
Ég skírði mig Mark Van Toss og var frá Hollandi (Alltaf gaman að ímynda sér hluti).
Ég byrjaði á því að kaupa Kim Kallstrom frá Hacken og Rati Alkandze frá Chelsea en seldi Vrivaz til Inter og ég seldi marga aðra og græddi mikið af peningum sem ég keypti marga góða menn fyrir menn fyrir.
Tímabilið byrjaði ekkert sérlega vel og eftir 10 leiki hafði ég tapað 7 leikjum og unnið 3.
En þá keypti ég Adriano frá Inter og vann næstu 11 leiki og var Adriano kominn með 12 mörk í þessum leikjum.
Þegar 22 leikir voru liðnir af tímabilinu var ég kominn í 4.sæti og gekk mjög vel. Adriano var kominn með 30 mörk og Kallstrom var bara með 24 en Alkiadze var bara með 4 mörk.
Ég endaði sem ítalskur bikarmeistari en endaði í 5.sæti og var þetta alveg rosalega gott tímabil.
Um mitt sumar buðu síðan Chelsea mér djobbið og auðvitað tók ég því að því Chelsea er nú liðið mitt í ensku.
Mér gekk vel þar og var þar í 5.ár áður en ég tók við hollenska landsliðinu.
Ég ætlaði bara að koma þessari sögu á framfæri og langar kannski að fá álit ykkar á greininni.