Eftir að hafa búið í Weston-super-Mare í hálft ár sá ég auglýsingu í staðarblaðinu að lið bæjarins, sem lék í Conference South, væri að leita sér að þjálfara. Ég vann reyndar á trygginastofnun en hafði mikla reynslu af knattspyrnu, bæði sem leikmaður og þjálfari á Íslandi. Konan mín, ensk, og ég höfðum ákveðið að flytja til bæjarins sem að hún ólst upp í, eftir að okkur báðum bauðst vinna þar. Ég vissi lítið sem ekkert um þennan bæ, nema að John Cleese (úr Monty Python) og Ritchie Blackmore (gítarleikari Deep Purple) voru báðir frá þessum bæ, og eitthvað af lýsingum konunnar minnar. En þá vissi ég ekki að þessi bær yrði fyrsta skrefið mitt í átt að frægð í þjálfarabransanum.
Ég sótti um og sendi ferilskrá til stjórnar West-super-Mare (liðið hét það sama og bærinn) og fékk fljótt svar um að umsóknin mínm yrði skoðuð. Eftir fimm daga bið, þann 27. júli, hringdi stjórnarformaðurinn, Paull Bliss, í mig og sagði mér góðu fréttirnar. Ég fengi 100 pund á viku og æfingatíminn var þannig að ég gat þjálfað liðið en haldið áfram í hinni vinnunni. Strax og ég var búinn að skoða aðstæður, sá ég að það þyrfti að breyta miklu. Þó að þetta væri bara áhugamannalið kom mér ekki annað í hug en að taka þessu af alvöru og berjast um sæti í Conference National.
Satt best að segja leyst mér alls ekki á blikuna þegar ég skoðaði aðstæður hjá félaginu. Það voru engir þjálfarar nema ég og David Lee, aðstoðarþjálfarinn, enginn peningur til leikmannakaupa og ég hafði ekki einu sinni nógu marga leikmenn á samning til þess að fylla varamannabekkinn í fyrsta æfingaleiknum. Ég setti auglýsingu í blöðin og eftir nokkra daga voru fjórir þjálfara ráðnir. Við settust strax niður og skipulögðum æfingaplön fyrir hópinn. Einnig skellti ég mér á markaðinn og eftir hálfan mánuð voru fimm nýjir leikmenn gengir til liðs við okkur, allir frítt. Aðeins seinna fékk ég einn lánsmann og annan á free transfer svo að sjö nýjir menn voru gengnir til liðs við okkur og nú voru hlutirnir farnir af stað.
Leikmenn keyptir:
Lee Parker (DR,C) – 0k frá Exeter. 20 ára, fór eiginlega strax í lán til Mangotsfield og spilaði aðeins 8 leiki á tímabilinu.
Martin Rice (GK) – 0k frá Exeter. 19 ára unglingur, varð strax aðalmarkvörður og var lykilmaður allt tímabilið.
Magnus Okuonghae (Dc/Dm) – 0k frá Rushden. 19 ára Nígeríumaður. Mjög sterkur og fljótur, lykilmaður í vörninni og spilaði alla leikina. Dróg að sér athygli mikið stærri liða.
Kyle Lapham (Dr/c) – 0k frá Swindon. 20 ára, mjög svipaður leikmaður og Okuonghae.
Lee Dodgson (Am r/l) – 0k frá Morecambe. Fékk hann til mín til þess að auka breyddina á miðjunni, spilaði ekki mikið en stóð sig ágætlega.
Dean Buckley (ST) – Free Transfer. Þessi 20 ára Englendingur brilleraði hjá mér, skoraði 7 mörk í 4 fyrstu leikjunum sínum og hætti ekki að skora út tímabilið og varð markahæstur.
Engir leikmenn voru seldir.
Lán inn:
Danny Clay (Dr/c, Mc) – 3 mánuðir frá Exeter. Með meðaltölur en kom mér mikið á óvart, barðist vel í hverjum leik og skilaði frábærri frammistöðu, alltaf. Vakti athygli liða í 2. deild. Skoraði 5 mörk í 25 leikjum og var með 7,32 í meðaleinkun, vildi ekki framlengja lánið.
Lán út:
Lee Parker (Dr/c) – Fór til Mangotsfield í 4 mánuði.
Æfingatímabilið:
Eins og ég sagði áður, höfðum við þjálfararnir komið upp nýju æfingaprógrammi fyrir hverja stöðu, semsagt sérprógramm fyrir markmenn, varnarmenn, miðjumenn, kantmenn og sóknarmenn. Það gekk eins og í sögu og sá ég strax mun á flestum og tölurnar hækkuðu ört hjá þessum unga leikmannahóp. En þess má geta að meðalaldurinn var um 23 ár á fyrsta tímabilinu. Ég fékk æfingaleiki við nokkur særri lið og þau voru í leikjaröð: Barnsley, Huddersfield, Brentford, Luton og Marine.
Í þessum leikjum var ég að fikta með uppstyllingar og sjá hvað mennirnir gætu og komst fljótt að því að 4-4-2 með sókndjörfum kantmönnum hentaði hópnum best. Gekk reyndar illa á móti þessum liðum en tapaði öllum leikjunum nema á móti Marine, vann þar 2-0 með tvennu frá Ricky Hodge.
Byrjunarliðið:
Þá var ég búinn að manna allar þær stöður sem ég þurfti og þá var byrjunarliðið svona:
Martin Rice (GK)
Mark McKeever (DL) - Kyle Lapham (DC) – Magnus Okuonghae (DC) – Sam Bailey (DR)
Scott Walker (ML) - Lewis Hogg© (MC) – Danny Clay (MC)- Matthew Rose (MR)
Ricky Hodge (ST) – Marvin Brown/Chris Lewis (ST)
Meðalaldur: 21,5 ár
Conference South:
Í deildinni gekk mér mjög vel, átti fá stór töp og marga góða sigra þar sem ég hreinlega átti leikinn. Stærstu deildarsigrarnir voru 4-0 sigrar á móti bæði Farnborough og Bognor Regis, en Scott Walker var maður leiksins í báðum leikjum og skoraði 3 mörk samtals úr þeim. Mesti markaleikurinn var og versta tapið mitt var 2-4 tap á móti Histon þar sem þeir komust í 4-0, reyndar ekki mikilvægt tap en ég pirrandi þó. Annar leikur kemur upp í hugan á mér þegar ég byrja að hugsa um töp en í seinustu umferðinni mætti ég Farnborough. Ég hafði unnið heimaleikinn 3-0 en fyrir seinni leikinn var orðið ljóst að ég myndi mæta Farnborough í undanúrslitunum fyrir umspil, hvernig sem þessi leikur færi. Mitt lið gat ekki neitt í þessum leik og okkur var rústað, 3-1, og við vorum heppnir að tapið var ekki stærra.
Ég hafði haldið liðinu liðinu mér í allavega í topp 5 alla leiktíðina en endaði í 2. sæti og átti að fara að spila við Farnborough í play-off undanúrslitunum. Eins og áður segir þá tapaði ég fyrir þeim 3-1 í seinustu umferð deildarinn svo ég var ekki í góðum málum. Ég ákvað þó að stilla upp með mikla pressu og viti menn, við rústuðum þeim 3-0, Dean Buckley með þrennu frammi fyrir 2600 diggum stuðningsmönnum. Seinni leikurinn fór 1-1 og ég var kominn í úrslit. Þar mætti ég Newsport County sem hafði örugglega slegið út Dorchester. Við byrjuðum leikin af krafti en Newsport voru þekktir fyrir grófa spilamennsku og höfðu meitt 2 menn í deildarviðureignum okkar. Fljótlega komumst við yfir með marki frá Scott Walker en hann meiddist rétt áður en flautað var til leikhlés. Newsportmenn voru fljótir að svara fyrir sig og jöfnuðu á 50. mínútu, endaði leikurinn þannig svo varð að gripa til framlengingar. En allt kom fyrir ekki þrátt fyrir harða sókn minna manna og varð þá að skera úr með vítaspyrnum. Á þessum tímapunkti var ég orðinn verulega stressaður og ekki bætti úr skák að Ricky Hodge og Chris Lewis klúðruðu sínum spyrnum, svo staðan var 3-1 fyrir Newsport eftir 3 umferðar af vítum. En þá kom hinn ungi markmaður, Martin Rice til sögunnar. Hann gerði sér lítið fyrir og varði 2 næstu spyrnur og við skoruðum úr okkar. Staðan var þá orðin 3-3 eftir 5 umferðar. Þá var bráðabani næstur, ég var að drepast úr spenning og bað til guðs að Martin myndi verja eina spyrnu til viðbótar, bara eina. Bænum mínum var svarað, Martin Rice, 18 ára unglingur sem ég hafði fengið frítt frá Exeter, hafði varið 4 vítaspyrnur og haldið liðinu inn í leiknum. Auðvitað skoraði David Harding úr sínu vítu og Weston-super-Mare var orðið meistari Conference South!
FA Cup/Trophy
Í þessum keppnum notaði ég svoldið af mönnum sem fengu minna að spila en komast örugglega í gegnum fyrstu tvær umferðarnar í FA Trophy en datt út í þeirri þriðju eftir lélegt 2-0 tap á móti Woking (voru í Conference National en féllu niðrí South þetta tímabil). Í FA Cup Qual. var ég heppinn með drætti og lenti á móti lélegri liðum úr sömu deild og ég og komst örugglega í fyrstu umferð. Þar var ég aftur heppinn með drátt en lenti á móti Aylesbury sem er ekki einu sinni í deild, þann leik spilaði ég með blöndu af óreyndum og reyndum mönnum og vann leikinn örugglega 2-1 (þeir átti 1 skot á markið í uppbótartíma og skoruðu…). Í 2. umferð lenti ég á móti Rochdale en þeir voru í 2. deild og ég átti því miður ekki mikla möguleika. Tapaði ég þeim leik 1-0 og þá var bikargöngu minni lokið.
——————————–
Þá var einu af mínu skemmtilegustu tímabilum lokið. Weston-super-Mare komnir upp um deild og aðdáendur liðsins hefði ekki getað verið ánægðari.
Dean Buckley var markahæstu með 20 mörk í 32 leikjum. Scott Walker var valinn maður tímabilsins en hann skoraði 7 mörk í 42 leikjum og var með 7,24 í meðaleinkun. Fullt af ungum og efnilegum mönnum, t.d. Magnus Okuonghae, Ricky Hodge, Dean Buckley, Sam Baily, Martin Rice og margir fleiri stóði sig frábærlega og bættu sig flestir alveg helling. Ljóst var að framtíðin var björ fyrir þetta litla félag og ég ætlaði svo sannarlega að vera partur af því.
Núna sem stendur er ég á mínu 2. tímabili og kominn í janúar 2007 og WsM í 2. sæti! Fullt af nýjum leikmönnum komnir inn, margir farnir og hver veit nema ég komi með grein um það tímabil líka.