Well, ég var að byrja á 4 seasoni núna um daginn og byrjaði það ekkert rosalega vel, eftir að hafa unnið deildina, FA og Champions League síðustu 3 tímabil var mikil pressa á mér. Um mitt tímabilið áður var ég búinn að signa Javier Zaviola á um 20 m.p. Þannig að ég var nokkuð vel undir þetta búinn, en það gekke ekkert hjá mér. Þegar nóvember var að byrja var ég í 6 sæti í deildinni og í öðru í Champions League og var með jafn mörg stig og Levekrusen sem var í þriðja sæti. En mig vantaði einhvern auka DMC vegna þess að ég seldi Butt til Everton á 9 m.p tímabilið á undan og Johnsen var í meiðslum og svoleiðis. Þá sá ég að Edgar Davids var eitthvaða ð spá í að leita á önnur mið og hóft nú milljarða kapphlaup um þennan leikmann á milli mín, Real Madrid, Barcelona, Bayeren Munchen, Inter og Ac milan. Ég hafði betur vegna þesss að ég bauð honum lengsta samninginn og fékk hann á um 17 m.p.
Nú litu málinn þannig út að ég var að spila 3-2-2-1-2 Håkonsen vinstra meginn, Stam/P. Montero(keyptur á öðru tímabili til að backupa Stam) í miðjunni og Brown/Glegg hægra meginn. Davids var að spila í DML og Keane var í DMR svo var ég með Fortune/Giggs vinstra meginn, Scholes í miðjunni(MC) og svo Beckham hægra meginn. A. Notma spilaði AMC og svo voru Ibrahimovic og Saviola frammi.
Mjög gott lið en það gekk ekkert eða voða lítið. Fyrr um sumarið hafði ég hnuplað Ronaldinho á bosman og ætlaði hann að ganga til liðs við mig um miðjan Desember. 1 Janúar spilaði Ronaldinho sinn fyrsta leik og skipti ég honum inn í byrjunarliðið fyrir A. Notman. Þarna fyrst fór allt að ganga og fóru fallbyssurnar mínar að hefja stórskotahríð á öll hin ensku liðinn þ.e.a.s. Beckham, dúndraði inn einhverjum 5 mörkum á 2 mánuðum úr aukaspyrnum á 20 metra færi og lengra. Ronaldinho fór að leika sér eitthvað með boltan og Zaviola fullkomnaði svo verkið með einhverri neglu og svo sá Ibrahimovic um potin, sprettina og vítin. Ég tapaði aðeins einum leik þar sem eftir var og skautst svo fram úr Liverpool á lokasprettinum og vann deildina aðeins með 4 stigum. Í nokkrum leikjum bað ég menn mína að slaka aðeins á, stillti á varnarleik og stuttar sendingar og svoleiðis. Ég vann einn leikinn 7-1 einhverra hluta vegna, það var á móti Aston Villa sem var þá í 3 sæti. Að lokum sigraði ég svo Barcelona þriðja árið í röð í úrslitum Champions League 2-0 með mörkum frá Zaviola og Ibrahimovic. Þegar uppi var staðið var Zaviola með 28 mörk, Ronaldinho var með 20 mörk(í 22 leikjum), Ibrahimovic var með 10 mörk, Beckham með 8 mörk og setti nýtt með í stoðsendingum(Assist) sem var 22 á einu tímabili. A. Notman setti 7 og Fabian Barthez setti 6 mörg. Svo komu einhverjir í kjölfarið. Ég er núna kominn í ótímabundið frí frá Man Utd og er að stjórna Danska Landsliðinu með Michael Laudrup mér við hlið. :Þ
Nú á nýju tímabili hef ég keypt 2 menn, þá Ómar Jóhannsson(GK) og Indriða Sigurðsson (Dr) báðir 21 árs eru þeir ætlaðir til framtíðaráforma.
Svo gerði ég eitt svolítið sniðugt, með þess ungu menn eins og Notman, ég gerði við hann 11 ára samning og það sama var með Giggs reyndar. Það er mjög gott að gera svona langa samningar. T.d. er Ronaldinho með samning til 2011 og Davids, Stam, Montero, Barthez, Yorke, Cole og Solskæjr eru allir með samninga sem duga út ferilinn.
Mange Tak!
BTW! Danmörk eru með alveg snilldar lið.
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian