————–
Ég hljóp eiturhress út á götu og vinkaði Taxa. Taxinn stoppaði. Ég bað hann um að fara með mig Old Trafford á stundinni. Bílstjórinn brunnaði á stað og spurði mig hvort ég væri aðdáandi sem væri að fara að skoða völlinn. Ég svaraði því játandi en sagðist ekki bara vera að fara að skoða völlinn. Ég var að fara að skirfa undir samning við Man Utd. Draumurinn var að verða að veruleika, ég var að verða knattspyrnustjóri Manchester United. Bílstjóranum brá augljóslega og hló. Ég vissi að hann tryði mér ekki. En mér var sama um það hann kæmist að því innan tíðar. Ég hoppaði út úr bílnum og við mér blasti Old Trafford. Ég gaf Sir Matt Busby fingurkoss þar sem hann stóð yfir öllum kátur og glaður. Ég fór inn og hitt þar David Gill og Malcolm Glazer. Það tók augnablik að undirrita samninginn og fyrr en varir var ég orðinn stjóri Man Utd. Glazer sagði mér að ég fengi rúmar 20 milljónir punda til að kaupa fyrir. Ég var að vonum ánægður með það. Á næstu vikum hitti ég leikmennina og sagði þeim hverju ég byggist af þeim, einnig fór ég að leita af mönnum til að styrkja liðið.
Keyptir:
Kevin Larsen frá Lyn á 425K
Atli Valsson frá HK á 14K
Jacques Faty frá Rennes á 2,7M
Atli Sigurjónsson frá Þór á 3K
Silva frá Valencia á 6,25M
Vito Mannone frá Arsenal á 325K
Chinedu Ogbuke frá Lyn á 950K
Sherman Cárdenas frá Bucaramanga á 750K
Henrik Larsson frá Helsingborg á 45K
Kerlon frá Cruzeiro á 5,25M
Luis Figo frá Inter Milan á 700K
Lebohang Mokoena frá Orlando Pirates á 150K
Benedict Vilakazi frá Orlando Pirates á 160K
Kolbeinn Sigþórsson frá HK á 5K
Freddy Adu frá DC United á 2,7M
Kristófer Hæstad frá Start (Frítt)
Samtals: 20,4M
Seldir:
Mikael Silvestre til Fiorentina á 1,6M
Ég stillti liðinu svona upp:
—————Saar—————-
Neville—Rio—Vidic—–Heinze
Ronaldo—Scholes—Carrick—Silva
—————-Saha——–Rooney—
Þetta var fínasta lið sá ég og hugsaði ég með mér að ég ætti séns í Deildina og bikarinn. Ég taldi mig ekki vera með nægilega sterkt lið fyrir Evrópu. Ég byrjaði á útileik gegn Fulham. Fulham menn sigruðu 2-1 með báðum mörkunum frá Björn Runström. Það var Rooney sem gerði mark Man Utd. Síðan vann ég Wigan 4-2. Gerði 0-0 jafntefli gegn Arsenal og sigraði Everton 1-0. Á þessum tímapunkti var mitt lið með 7 stig eftir 4 leiki. Chelsea voru sem fyrr á toppinum með fullt hús stiga. Næstu leikir voru heldur erfiðir. Ég tapaði gegn Reading 1-3, West Ham 0-2 og gerði jafntefli við Blackburn og Charlton 1-1. Menn mínir komu brjálaðir til leiks gegn Portsmouth sem hafði ekki verið að gera góða hluti í deildinni. En mitt lið tapaði 1-3. Ég var að sjálfsögðu alls ekki sáttur og messaði ég yfir mínum mönnum mjög lengi. Það var byrjaði að hitna örlítið undir mér enda mitt lið ekki búið að vera sína neina takta í síðustu leikum. En liðið komst loksins á beinu brautina og sigraði bæði Man City og Chelsea 2-0. Svo var góður sigur gegn Bolton 4-0 staðreynd og hélt ég loksins að mitt lið væri að sýna réttu hliðana á sér. Þangað til í byrjun Janúar var skelfileg spilamennska sem stóð upp úr hjá Man Utd. Lang flest gekk á afturfótunum. Þegar nýja árið rann loksins upp var mitt lið í 7.sæti sem var til skammar. Ég vissi að ég þyrfti eitthvað að versla og það gerði ég. Ég bað um aðeins meiri tíma til að rétta út kútnum og einnig bað ég Glazer um örlítið meiri pening. Sem ég fékk að lokum þótt hann væri tregur til að láta þá af hendi.
Keyptir:
Yoann Gouffran frá Caen á 1,3M
Viktir Illugason frá Breiðablik á 35K
Mahamadou Diarra frá Real Madrid á 15M
Seldir:
Wes Brown til Valencia á 4,5M
Eftir að Diarra kom þá fann ég fyrir betra andrúmslofti og leikmennirnir voru allir að ná betur saman bæði utan sem innan vallar. Ég henti Carrick á bekkinn fyrir Diarra því að hann hafði ekki staðið sem vel fyrir áramót. Liðið fór að spila betur saman og unnust flestir leikir eftir áramót. Liðið mitt vann sig frá 7.sæti upp í 3.sæti. Ég hefði tvímælalaust orðið Englandsmeistari ef minir menn hefðu spilað eins fyrir áramót og þeir gerðu eftir áramót.
Deildin:
1.Arsenal
2.Chelsea
3.Man Utd
4.Tottenham
5.Liverpool
6.Everton
7.Fulham
——————
18.Bolton
19.Blackburn
20.Sheff Utd
Meistardeildin:
Man Utd dróst í riðil með Roma, Salzburg og Sporting Lisbon. Fyrsti leikurinn var háður gegn Roma á Old Trafford. Mitt lið sigraði 2-0 með mörkum frá Ronaldo og Vidic. Síðan var útileikur gegn Salzburg sem sigraðist 2-1 þar sem Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Síðan lá leiðin til Portugals þar sem Sporting voru sigraðir 3-1. Mitt lið vann þá einnig heima en þá 2-0. Síðan var 0-2 tap í Róm staðreynd og að lokum voru Salzburg sigraðir
1-0. Við drógumst gegn Porto í 16 liða úrslitum þar sem þáttöku minni lauk með tapi 2-0 í Portugal en aðeins 1-0 sigri á Englandi. Síðar meir vann Inter Milan, Arsenal í úrslitum og lyftu dollunni.
Deildarbikarinn:
Deildarbikarinn byrjaði á sigri gegn Charlton 1-0. Síðan vann liðið mitt Derby 4-0. Svo Fulham í 2-1 þar sem sigurmarkið kom í blálokin. Man Utd dróst gegn Chelsea í undanúrslitum. Fyrri leikurinn var spilaður á Old Trafford og vannst hann 1-0 en sá seinni fór 1-0 fyrir þeim. Leikurinn fór því í framlengingu og skoraði Diarra sigurmarkið með langskoti. Í úrslitunum vann mitt lið Liverpool 3-0 í frekar auðveldum leik.
FA Cup:
Þessi keppni var frekar stutt fyrir mig. Fyrsti leikurinn vannst reyndar 2-0 gegn slöku liði Bournmouth en næsti leikur tapaðist 1-2 gegn Charlton.
Aðeins einn bikar kom því í hús. Sem var slæmt en stjórnin ákvað að framlengja samninginn minn um eitt ár í viðbót. Skilaboðin voru skýr, ef það næðist ekki betri árángur á næsta tímabilli þá myndi ég fá að fjúka mjög snemma.
—————
Þau mistök sem ég gerð voru að kaupa of mikið sem hafði augljóslega vond áhrif á mannskapinn.
Sucre: “If you can get eight people out of prison, you can get my puerto rican ass out of this… can't you?”