Man U season 2010-2011 Ég hafði tekið við man u í byrjun leiksins og haf’i gengið vel, byggt upp gott lið og svona, unnið league cup tvisvar, fa cup einusinni, ensku deildina 4 sinnum(öll skiptin) og meistaradeildina þrisvar. Með svona feril var liðinu náttúrulega spáð góðu gengi.

Liðshópurinn minn fyrir tímabilið var svona:

Igor akinfeev(gk)+
Edwin var der Saar(gk)
Mikael Silvestre(sw,dc,dl)
Nemanja Vidic(sw,dc)
Anthony vanden Borre(drlc,wbr,mr)+
Gabriel Heinze(dlc,wbl)
Daniel De las Heras(dc)+
Rio Ferdinand(dc)
Gerard Pique(dc)
Armand Traoré(dl,wbl)+
Eugen Polanski(dm)+
Michael Carrick(mc)
Manuel Fernandes(mc)+
Sherman Cárdenas(amrlc)+
Cristiano Ronaldo(amrl)
Silva(amrlc)+
Theo Walcott(fc, amrl)+
Freddy Adu(amlc)+
Steven Robertson(amc)
Sergio Aguero(amc,fc)+
Wayne Rooney(amc,fc)
David Villa(st)
(+ merkir aðkeyptur)

Þetta er nú hörku liðshópur en þar sem sumir leikmenn voru farnir að eldast, og svo sú staðreynd að leikmannahópurinn samanstóð af einungis 22 leikmönnum ákvað ég að fjárfesta doldið.

Ég keypti Antonio(markmaður sem kom upp úr unglingaliði atlético sem fékk quality signing í scout report, þrátt fyrir að vera með 20 í eccentricity) vegna þess að ég var einungis með 2 markmenn, og þar af annar orðinn 39 ára, fékk hann á 1.9 millur.

Ég keypti Marcelo (já, sá Marcelo(dl,wbl)) vegna þess að Heinze og Silvestre voru orðnir gamlir og treysti ekki Armand fyrir byrjunarliðið alveg strax. Fékk hann á 10.25 millur frá Sevilla.

Ég keypti Michael Schmoller, Brazza frá Internacional(hann fékk frábæert scout report, hann spilar dc,dm), fékk hann á 7,5 millur.

Ég keypti Carlos Vela af Barcelona á 19,5(býst við að flestir viti hver hann er, amc, fc, keypti hann eiginlega bara fyrir gamanið:P).

Síðan keypti ég Bernd Busch(undrabarn frá Bochum, amrl). Fékk hann á 6,25 millur.

Samtals 45 milljónir enskra sterlingspunda.
Já það er slatti, en þrátt fyrir þessa stóru tölu endaði ég tímabilið með 160 millur í profit ( þessir affiliates frá u.s.a. og japan eru ótrúlegir:D:D)

Þá var ég kominn með minn Leikmannahóp. Ég notaði 4-1-3-2, saman stendur af gk-dl-dr-dc-dc-dm-aml-amr-mc-fc-fc.

Bvyrjunarliðið var mjög mismunandi(vegna fjölda stjarna og mikið af meiðslum)

En það var nokkurn veginn svona:

GK:Igor Akinfeev
DL:Marcelo(Traoré spilaði samt alveg 18 leiki)
DR:vanden Borre
DC:Vidic(hann meiddist samt í 3 mánuði svo pique og schmoller fylltu skarðið um tíma)
DC:Ferdinand
DM:Eugen Polanski
MC:Manuel Fernandes(Carrick fyllti í DM og MC ef eitthvað skeði)
AML:Freddy Adu(hann meiddist samt líka í 2 mánuði á sama tíma og Cárdenas þannig að Silva fyllti inn)
AMR:Cristiano Ronaldo
FC:David Villa(hann meiddist líka í slatta tíma, 1-2 mánuði)
FC: Wayne rooney(Aguero og Vela komu samt mikið inn og gerðu saman 31 mark, Walcott spilaði eikkað en ekkert mikið)
Þetta var liðið.


Ég byrjaði á leik gegn Man City í góðgerðarskildinum sem fór auðveldlega 4-1 fyrir mér(Silva, Vela, Vela, Walcott með mörk)

Síðan tók deildin við:
2-1 sigur
2-1 sigur
2-0 sigur
3-1 sigur
Og síðan keppti ég við arsenal og kolféll, 0-3
Ég komst strax aftur uppá hestinn með því að vinna wigan 2-0 og vann stanslaust í deildinni þar til ég tapaði óvænt 0-1 gegn everton á heimavelli(minn fyrrverandi markvörður, ben foster maður leiksins)
En síðan vann ég alla leiki á eftir(f.u. 3 jafntefli).

Tryggði mér deildina þann 9 apríl, var samt kominn með 16 stiga forskot í febrúar.

Endaði deildina með 102 stigum, 33 unnir, 3 jafnefli og 2 töp.

Ég hafði komist auðveldlega upp úr riðlakeppni meistaradeildarinnar, unnið alla nema 1 leik, lá þá 1-2 gegn roma.

Ég dróst gegn Atlético sem voru að toppa spænsku deildina en vann örugglega, A2-1, H4-1, wayne rooney með 3 af 6 mörkum.

Síðan dróst ég gegn Roma, A1-1, H1-0 fyrir mér, Yannick Djálo fékk 3 mörk sín dæmd af vegna rangstöðu( allt réttir dómar)

Í Semi-final dróst ég gegn Chelsea, þeir höfðu byrjað mjög illa( vou í 14-17 sæti allan fyrri helming leiktíðarinnar en höfðu nú verið á mikilli siglingu og voru í 7 sæti. Fyrri leikurinn fór 1-2 fyrir þeim í mjög jöfnum leik(A). Seini leikurinn fór 0-0(H), mjög slappur leikur allt í allt og ég var dottinn út.


Hafði dottið mjög snemma útúr league cup(sem mér var mjög sama um) en hafði siglt örugglega í gegnum FA cup og lenti gegn liverpool(sem árið áður höfðu unnið mig í úrslitum á CL.

Liverpool byrjuðu leikinn með mikilli sókn og mohamed sissoko skoraði á 17 mínútu, síðan átti ég restina af leiknum en fyrir mikkla þrjósku og meistaratakta frá Reina náði ég ekki að skora. 0-1 fyrir liverpool.

Ágætt season allt í allt, 48 af 60 leikjum sigraðir, hefði geta verið mitt besta season ef ekki fyrir einhver 3 mörk eða svo.

Adu var valinn besti leikmaður og besti ungi leikmaður ensku deildarinnar og besti leikmaður meistaradeildarinnar.

Þetta season var frábrugðið öðrum seasonum hjá mér þar sem ég skoraði að meðaltali 2.1 mark í leik, vanalega er það um 2.8 en fékk aðeins á mig 0.7 mörk, sem er vanalega 1.0, ég sigraði aðeins einn leik 4-0+, sem var 6-0 sigur gegn shaktar, vanalega á ég nokkra svona leiki.

Ég lenti í miklum meiðsla vandræðum, en vegna þess að ég var með stórann og góðann leikmannahóp hafði það mjög lítil áhrif á spilamennsku liðsins.
Average ratings hjá leikmönnum voru ekki eins há og fyrri ár(aðeins 3 leikmenn með 7.50 eða ofar)

Top goalscorer: David Villa(27 mörk)
Most Assists: Freddy Adu(20)
Man of Match: Cristiano Ronaldo, Freddy Adu(8)
Yellow Cards: Borre(11)
Red cards: Ferdinand(2)
Average ratings: Freddy Adu(7.75)


Vona að þið njótið greinarinnar-Tele.