Hérna ætla ég að koma með smá kynningu fyrir www.hattrick.org síðuna.
Hattrick er rauntíma manager síða og þar eru 918888 lið, næstum heil milljón. Á Íslandi eru 680 lið og 5 deildir með mörgum undirdeildum. Þú skráir þig í leikinn og eftir nokkra daga tekuru við liði með lélegum leikmönnum og þú getur valið á milli ótal taktíka og allt skiptir máli. Hæfileikar einstaklinga er flokkað í:
Stamina
Playmaking
Winger
Scoring
Keeper
Passing
Defending
Set Pieces
Þar geta leikmenn haft allt frá non-existant til divine hæfileika. En það eru 20 hæfileikar. Svo eru margar reglur sem nýtast vel en það er góður klukkutíma lestur með kaffi/kakó bolla fyrir framan sig :D. Svo vinnur eitt með öðru t.d fyrir góðan miðjumann þarf stamina og playmaking að vera gott. Fyrir góðan offensive miðjumann þarf Stamina, Playmaking og Passing að vera gott. Það er hægt að spila allar mögulegar uppstillingar í þessum leik svo lengi sem þú stillir liðinu ekki upp í “flash versioni” sem þú kynnist þegar þú byrjar. Getur haft alveg 10 varnarmenn og engan miðjumann eða sóknarmann.
Til að vera bakvörður þarf t.d gott í defending og winger.
Ég kvet sem flesta til að byrja í þessum frábæra leik og ef það eru einhverjar spurningar fyrir nýliða þá getiði spurt mig eða farið í sérstök “Conference” og spurt þar. En þið finnið það í “Conferences > Sneak peek” og þar er best að velja Ísland og Newbie (english). Þar lærið þið best á leikinn. Þetta er alveg frítt nema þú viljir vera supporter og fá extra features eins og velja hvernig búningarnir eru á litinn og númer hvað leikmennirnir eru o.s.frv.
Er að gera þessa grein(ef hún verður sammþykkt)/þráð til þess að sem flestir kynni sér þennan frábæra leik. Takk fyrir mig og kíkið á www.hattrick.org
Kveðja, Ívan