Championship Manager 01/02 skráði sig á spjöld sögunnar þessa vikunna með því að verða sá PC leikur sem hefur selst hraðast allra.
Þessi nýjasta útgáfa af knattspyrnustjóraleiknum frá Sports Interactive hefur selst í 103,000 eintökum fyrstu helgina og náði þar með toppsætinu bæði á heildarlistum og PC listanum.
Þessi árangur er enn ótrúlegri þegar við skoðum að hér er aðeins á ferðinni uppfærsla á leik.
Fyrra met átti Championship Manager 3 sem seldist í 70,000 eintökum þegar hann kom út 1999.
Sölustjóri Eidos, Kirstie Milne sagði : “Þetta einfaldlega sýnir hversu góður leikuirnn er og hversu góðan stuðning við höfum fengið frá smásölum.”
Framkvæmdarstjóri Sports Interactive Miles Jacobson bætti við: “Salan sannar að markaðssetning okkar sem einblínir á að koma leiknum til hins venjulega knattspyrnuáhugamanns, í stað þess að markaðssetja leikinn bara fyrir PC spilara, er að virka. Eina vandamálið núna er að passa uppá að það sé nóg til að leiknum svo við getum fullnægt eftirspurn viðskiptavina.”