Jæja, ég var orðinn frekar leiður á alltaf sömu deildunum Englandi/Spáni/Ítalíu svo ég ákvað að prófa einhvað öðruvísi og ákvað að taka við CSKA moscow í rússnesku deildinni. Rússneska deildin er ágætlega skemmtileg, en þó stór mínus hvað fáir leikmenn vilja koma til Rússlands.

Jæja byrjum þá á leikmannamarkaðnum, ég gaf mér góðann tíma í að skoða liðið mitt og upprísandi stjörnur og sá ég þar með engann tilgang í að fjárfesta í neinum leikmönnum og seldi ég heldur engann.

Fjárhagurinn var alls ekki góður, ég fékk 2m til að kaupa og balancið var í kringum 5m.

Liðið mitt var þannig skipað í byrjun að:

GK: Igor Akinfeev
DL: Alexey Berezutskiy
DR: Sergey Ignashevic
DC: Vasily Berezutskiy
DC: Sergey Gorelov
MC: Eugeney Alodin
MC: Daniel Carvalho
MC: Dudu cearense
FC: Ivica Olic
FC: Vagner Love
FC: Jo

Svona var liðið seinni hluta leiktímabilsins, en í byrjun leiktíma bilsins voru 7 af þessum mönnum meiddir, þar á meðal Olic, Dudu, Love í 3-4 mánuði. Og notaði ég því Jo í byrjun tímabilsins og “guð minn góður” þetta er eitt mesta efni leiksins og hélt mér algjörlega uppi.

Ég byrjaði leiktíðina á 5 vináttuleikjum og vann ég þá alla nokkuð örugglega, þar næst kom Russian Super Cup Final gegn Spartac Moscow, einhvað voru menn þunnir eftir vodkann og fór sá leikur 4-2 fyrir Spartac Moscow. Ég var nú ekki alveg sáttur og örlítið smeykur fyrir tímabilið. Tímabilið hófst svo með leik gegn einmitt Spartac Moscow, og stillti ég mínu mögulega sterkasta liði, leikurinn endaði mér í hag 4-0 og skoraði undrabarnið Jo öll mörkin. Þarna kom hefndin og var ég mjög sáttur með mitt lið, liðið var greinilega í bana stuði og endaði deildin hjá mér taplaus
1st. CSKA Moscow 30 leikir, 20 sigrar, 10 jafntefli 70 stig.
2nd. Lokomotiv Moscow
3rd. FC moscow

Leiktíðin byrjar á skrítnum tíma eða í febrúar og endar í nóvember, þegar leiktíðin var að enda byrjaði meistaradeild evrópu og dróst ég í riðil með; Real Madrid, Celtic, Chievo. Ljóst var að annað sætið myndi vera barátta uppá líf og dauða milli mín og Celtic. Fyrsti leikur minn var gegn real madrid og fór sá leikur 1-1 þar sem að Jo komst yfir með stórkostlegu marki. Þar næst kom Celtic og var sá leikur ÆSIspennandi og endaði 3-3 , svo kom Chievo og vannst sá leikur örugglega 3-0, aftur mætti ég Chievo og komu þeir á óvart og gerðu 2-2 jafntefli, tap á móti Real madrid 3-1 var næst og því var ég einu stigi á eftir Celtic en Real madrid var öruggt áfram, næsti leikur var á heimavelli Celtic og jafnframt seinasti leikur riðilsins. Ég brýndi fyrir mönnum mikilvægi leiksins og var þar greinilega Jo sem hlustaði hvað mest á mig en hann setti 3 kvikindi í leiknum og 3-1 sigur staðreynd, CSKA moscow komið í 16 liða úrslit.

Ég dróst gegn mjög sterku liði Werder Bremen, og fór fyrsti leikurinn 3-1 fyrir þeim og var ég alls ekki sáttur við leik minna manna, og for ég í næsta leik mjög stressaður, mennirnir voru greinilega líka stressaðir því leikurinn fór 2-2 og þar með datt ég út úr meistaradeild evrópu.

Rússneska bikarkeppnin var á sínum stað, og fór ég mjög létt með hana og vann Zenith petursburg í úrslitum 3-0, stjórnin var mjög ánægð með mig og gaf mér nýjann samning.

Smá tölfræði leiktíðarinnar.

Top Goalscorer: Jo 20 goals
Most Assist: Jo 8
Highest Avg. Rating: Jo 7.86 30apps.
Most man of the match: Jo 9
Goalkepperof the year: Igor Akinfeev
Premier Division player of the year: Dudu 1st, Jo 3rd.
Russian best foreigner: 1st jo, 2nd elvir rahimic

Ég átti 6 af 11 byrjunarliðsmönnum í liði ársins.

Einsog glöggir lesendur sjá, tröllreið Jo og á alla þessa titla fyllilega skliið. Drengurinn er einungis 19 ára og á bara eftir að verða betri. Fjárhagurinn batnaði mjög mikið og fór úr 5m balance í 18m balance og á ég nú 7m til kaupa á leikmönnum.

Vonandi var þetta alltílagi grein, og er ég nú byrjaður á öðru leiktímabili og er það alveg jafn skemmtilegt og hitt, framhald?
,,,,