Eftir að hafa tekið eftir dafuge-áskoruninni hérna á huga ákvað ég að prufa hana og sjá hvernig það væri að prufa smá LLM spil ( þar sem ég hef ávalt spilað með stærri liðið í heiminum ).

Eftir að hafa litið yfir úrvalið af liðum sem komu upp í Conference deildirnar ákvað ég eftir dágóðan tíma að taka við stjórninni á Gateshead litlu en afar áhugaverðu liði í norð-austur Englandi.

Þegar ég var búin að líta yfir mannskapinn sem ég hafði í höndunum ákvað ég að fara í örlitla yngingu á honum og var stefna mín að kaupa aðallega unga menn sem myndu með tímanum verða betri og betri og lyfta mér þannig upp.
Vegna slæms lífstíls míns endurspeglaðist það á stjórnun liðsins og kaupæði var mottóið í byrjun leiktímabilsins.
Alls voru keyptir 24 leikmenn! og þar sem listinn væri nokkuð langur ef ég ætti að skrifa hann hér hef ég ákveðið að telja aðeins upp helstu leikmennina sem ég keypti.
Stephan Turnball; feikiöflugur miðjumaður sem ég fékk frítt, spilaði mikið hlutverk á miðjunni og var undirstaðan af því að miðjan var stöðug á tímabilinu.
Scott Gardner; öflugur kantmaður sem kom frítt frá Leeds, lagði helling af mörkum upp fyrir samherja sína ásamt því að seta þau nokkur sjálfur inn, seinna á tímabilinu varð hann minn fyrsti landsliðsmaður og spilaði nokkra leiki fyrir Luxembourg.
Joe Garner; kom frá Blackburn frítt, sóknarmaður sem var vel iðin við kolan og setti mikið af mörkum fyrir mig eða alls 28, í lok leikstíðar var hann svo valin sá leikmaður sem aðdáendur dáðu mest.
Sam Rents; fyrirliðinn minn, fastamaður á vinstri varnarstöðunni minni og feilaði sjaldan.
En nóg um leikmennina sem ég gæti skrifað heila ritgerð um vegna fjölda.

Fyrir tímabilið 2007/08 tók ég þó nokkra æfingaleiki og er mjög fátt jákvætt hægt að segja um þá nema þá einna helst að ég skoraði 1 mark gegn Reading, en tapaði samt 1-5. Eftir að hafa tekið 5 æfingaleiki og sjá liðið mitt tapa þeim öllum með samtals markatölu 1-17 hugsaði ég mig um að löng og erfitt leiktímabil væri að koma. En mér til varnar er hægt að segja að þetta voru allt League 2 og upp félög sem ég keppti við.
Tímabilið byrjaði svo á flugeldasýningu þar sem ég vann fyrsta leikinn 6-3 og sá ég það að mínir menn gætu alveg skorað, þeir þurftu bara að hafa einhverja varnamenn í sínum klassa til að taka á móti þeim. Síðan fór þetta allt á flug og var ég ávalt í miklu miðjumoði í deildinni fram eftir vetri.

Bikarkeppni:
Þar sem ég var í neðstu deild tók ég þátt í 2 bikarkeppnum sem voru FA Cup og FA Trophy.
Í FA Cupinu byrjaði ég í 2nd qualifying round og keppti þar við AFC Wimbledon og náði að leggja þá 2-0. Í 3 umferð dróst ég gegn Ramsgate og þurfti tvær viðureignir til að kljá út hvort liðið færi áfram, fyrri leikurinn fór 1-1 en ég náði að kremja þá í seinni leiknum 3-0. Svo í síðustu qualifying leiknum þ.e. 4 umferð fékk ég Havant & W, og fór sá leikur nokkuð vel þar sem ég hafði 4-2 útisigur og var þar með komin í aðal FA Cup bikarinn, en það ævintýri entist stutt þar sem ég lenti á móti Colchester og tapaði naumt 1-2.
Í FA Trophy bikarnum keppti ég nú fáa leiki þar sem ég byrjaði í 2. umferð undankeppninnar og tók þar á móti Nuneaton, þar þurfti 2 leiki til að útkljá hvort liðið færi áfram þar sem fyrri leikurinn fór 2-2 og sá síðari fór einnig jafntefli 0-0 í það skipti en ég náði svo að sigra vítaspyrnukeppnina. Í 3 umferð dróst ég á móti Weston-super-Mare og beið ég þar ósigur 0-1 sem batt enda á alla bikarleiki mína á þessu tímabili og gaf mér meira svigrúm til að einbeita mér að deildinni.


Deildin:
Eftir að hafa verið í mikilli miðjubaráttu fram eftir vetri náði ég að rétta kútin talsvert eftir áramót og náði að rísa hægt og rólega upp töfluna og var markið mitt að komast í umspil um laust sæti í næstu deild fyrir ofan.
Eftir langan og strangan vetur þar sem blóð, sviti og tár komu oft fram var staðan sú að barnaliðið mitt hafði náð þessum fína árangri, að lenda í 4. sæti og vinna þar með rétt til að spila um sætið eftirsótta í Conference National deildinni vinsælu, en vegna tæknilegs galla í leiknum get ég ekki sýnt neitt um lokastöðu þar sem historyið er horfið.
Umspilið:
Það lið sem ég dróst gegn var hið feikisterka lið Workington og voru tveir leikir heiman og að heiman spilaðir í þessari útsláttarkeppni; fyrri leikurinn fór 1-1 í magnþrungnum og spennandi leik og var minn þá ekkert svo bjartsýnn á seinni leikinn en sagði þá köppunum mínum bara að vera rólegir og yfirvegaðir því að meiri líkur væri á að hinir myndu bugast, seinni leikurinn var álíka spennandi þar sem lokastaðan varð 1-0 fyrir köppunum mínum þar sem Workington pressaði eins og óðir hundar síðustu 20 mín þar sem ég var manni færri.
Í úrslitaleiknum keppti í svo gegn Altrincham. Leikurinn var spilaður í Leeds og stemningin var gríðarleg hjá þeim 2872 áhorfendum sem komu að horfa á leikinn. Leikurinn byrjaði ekki vel þar sem ég lenti strax undir á 4. mínútu og virtist leikurinn stefna í ósköp, en 3. mínútum seinna var ég búin að jafna og má það líklega þakka hræðslu leikmanna minna vegna þess að ég var eins og óð hæna á hliðarlínunni að garga inn á völlinn að hvetja mína menn að halda áfram. Á 24. mínútu komst ég svo yfir og var ég alveg í skýjunum yfir því, virtist þá leikurinn vera að sigla í mína átt en hvað gera þeir þá skora þeir þá ekki reyndar ekki fyrr en á 44. mín en skora þó og jafna leikinn í 2-2, sem var staðan í hálfleik og allt í járnum. Seinni hálfleikinn byrjaði ég á öskrandi siglingu og náði að skella einu marki inn strax á 47. mínútu og var ég mjög ánægður með það, eftir það tók við feikimikil pressa að marki mínu sem ég náði á einhvern dularfullan hátt að verjast með allri þeirri orku sem leikmennirnir bjuggu yfir, leikurinn endaði þannig 3-2 fyrir Gateshead sem voru komnir í Conference National og stefndu óðfluga á úrvalsdeildina.

Liðið:
Ofast stillti ég upp 4-1-2-2-1 með ágætis árangir, liðið var oftast skiptað á þennan veg þegar allir lykilmenn voru heilir:
GK: Ben Hinchcliffe
DL: Sam Rents
DR: Stephan Purches
DC: Peter Hartley / Steve Baker
DC: Kyle McFadzean
DMC: Michael Powell
MC: Brett Hinks
MC: Stephan Turnball
AML: Matthew Paine
AMR: Scott Gardner / Mark Convery
ST: Joe Garner


Svona smá Stat til að ljúka leiktíðinni:
Liðið:
Stærsti sigur: 5-0 gegn Barrow
Stærsta tap: 0-3 gegn Redditch
Flest mörk í leik: 6-3 Worksop
Meðal mæting á leiki: 404 tryggir áhorfendur
Mesta mæting á leik: 1454 gegn Workington

Leikmenn:
Markahæstur: 28, Joe Garner
Flestar Stoðsendingar: 12, Scott Gardner
Oftast maður leiksins: 6 Joe Garner


Nú fer svo tímabilið að hefjast í Conference National og stemmt að því að halda sér uppi á mjög svipuðum mannskap eins og nú fyrir hendi.

Vona að þið hafið haft gaman að því að lesa þetta moð hjá mér en megið vera fegnir að það kemur ekki neitt meira í bráð ef ykkur leist ekkert á þessi skrif hjá mér vegna þess að of lítill tími hjá mér fer í FM spilun.