Ég ætla að prófa að skrifa eina litla og netta FM sögu. Þetta er frumraun min í þvi, svo að ég reikna ekki með að hún verði ekki upp á marga fiska en ég ætla þó að reyna. Eftir að hafa prófað að taka við nokkrum liðum og læra svona aðeins inná leikinn þá ákvað ég að taka við Dortmund sem spilar í fyrstu deildinni í þýskaldandi.
Þeir voru með ágætt lið en þó að mannskapurinn hafi verið þokkalegur voru væntingarnar ekki miklar. Stjórnin vildi að ég myndi tryggja mér öruggt sæti um miðja deildi sem mér persónulega fannst ekki vera raunhæft markmið. En alla vegana þá þurfti ég að fá nokkra menn til mín og þar sem ég var ekki með mikinn pening á milli handanna gat ég ekki valið úr þeim bestu. En hérna eru leikmennirnir sem ég fékk til mín í byrjun:
Josep Guardiola – free
Darío Silva – free
Flavío Conceicao – free
Eins og þið sjáið þá eru þetta bara einhverjir elli smellir. En þetta var eina sem ég gat fengið mér. Er ekki ennþá búinn að finna þessar ungu og ódýru stjörnur sem maður fær sér alltaf í byrjun.
Svo var komið að þvi að byrja leiktímabilið. Það byrjaðu vonum framar, 3 sigurleikir á móti Bielefeld, Cottbus og Franfurt og ég var kominn í fyrsta sæti. Svo leið á leiktímabilið og allt gekk upp.
Í bikarnum datt ég reyndar frekar snemma út. Byrjaði að vinna eitthvað lélegt lið (TeBe Berlin), hafði aldrei heyrt um þetta lið áður. Ég sló þá út létt eða 4-0. Svo dróst ég á móti Aachen sem er í fyrstu deildinni með mér. Bjóst svona við því að ég myndi taka þetta létt en svo varð nú ekki raunin. Leikurinn var frekar spennandi framanaf, mikið af skotum á báða bóga en staðan í hálfleik var 0-0 og þurfti þvi að framlengja. Í lokin laut ég í lægra haldi fyrir Aachen mönnum í framlengingunni en Sergio Pinto setti boltann í netið á 99 mínútu og var ég þar með sleginn út úr þýska bikarnum.
En aftur að deildinni…..Um áramótin var ég í fyrsta sæti, aðeins einu stigi á undan Bayern Munchen. Spennan var mikil þvi að deildin var gríðarlega jöfn. 2 tapleikir hefðu getað sent mig í 6 sæti. Sá ég framá að ég þyrfti að styrkja liðið mitt og bað ég stjórnina um að veita mér meira fjármagn til að geta styrkt liðið mitt. Þeir voru til í það og létu mig hafa 5 milljónir, sem ég var mjög sáttur með. Ég reyndi að fá til min góða leikmenn en enginn vildi koma nema þegar ég loksins þáði að festa kaup á 2 leikmönnum:
Hugo Viana – Valencia – 3,2m
Nicolás Millán – Cola Cola – 300k
Með Hugo Viana í liðinu vonaðist ég til að geta haldið góðu gengi áfram. Sú var raunin og meira til. Ég hélt áfram að vinna og náði mest 13 leikjum án þess að lúta í lægra haldi. Á meðan mér gekk vel, gekk Bayern og hinum liðunum einnig vel og sóttu þau á mig þvi lengra sem leið á tímabilið. Svo kom að því að ég tapaði fyrsta sætinu til Bayern manna. Þá var ekkert annað í stöðunni en að spíta í lófana og reyna ná þeim. Það tókst og fyrir seinasta leikinn vorum við (Dortmund og Bayern) með jafn mörg stig eða 66 og markatalan var sú sama +25. Spennan hefði ekki getað orðið meiri nema ég ætti að keppa við Bayern í seinasta leik og sú var raunin.
Ég hef aldrei verið svona spenntur áður fyrir seinasta leikinn.
Ég stillti upp liðinu og byrjaði leikinn. Hann byrjaði vel fyrir mig þegar Martin Demichelis var rekinn út af á 22.mín. Í kjölfarið skoraði Wörns á 25.mín. Allt var mér í hag. Ég var einum manni fleiri og einu marki yfir. Sterkt Bayern liðið náði sammt að jafna þó að þeir væru einum manni færri en það var enginn annar en Schweinsteiger sem setti boltan í netið á 53.mín. Núna var leikurinn orðinn spennandi og var ég orðinn svolítið smeikur að ég myndi tapa þessu. En þá komu tvö glæsileg mörk frá Kehl á 55 mín og Valdez á 63 mín sem gerði útaf við leikinn.
Ég var orðinn þýskur meistari með Dortmund á mínu fyrsta leiktímabili (06-07)
Svona endði þá deildin (hefstu 4 sætin)
1st Dortmund W20 D9 L5 +27 P69
2nd Bayern Munchen W20 D6 L8 +25 P66
3rd HSV W19 D7 L8 +21 P64
4th Werden Bremen W19 D6 L9 +16 P63
Þetta var byrjunarliðið mitt þegar allir voru heilir:
Ég spilaði 4-4-2 normal leikkerfið út næstum allt leiktímabilið nema einu sinni breytti ég í 4-1-2-1-2 vegna meiðsla leikmanna.
GK: Roman Weidenfeller
DR: Philipp Degan
DL: Dédé
DC: Christian Wörns
DC: Christoph Metzelder
MR: Steven Pienaar
ML: Serghino
MC: Sebastian Kehl
MC: Nuri Sahin
ST: Darío Silva
ST: Alexander Frei
En þá er þessi stutta saga frá Dortmund ævintýrinu á enda. Kannski að maður komi með framhald frá leiktímabilinu 07-08.
Þangað til næst…verið þið sæl.