San Marínó
Ég ákvað að taka við San Marínó(landsliðinu) sem að var statt í hundarðnítugastaogfyrsta(191.)sæti á heimslistanum. Ég gerði mér ekki alveg grein fyrir því hversu ofsalega lélegir leikmennirnir voru. Í byrjun voru held ég þrír atvinnumenn í liðinu og margir af hinum voru ekki í ‘semi-pro’ liðum heldur í einhverjum amatöra liðum og sumir voru ekki einu sinni á launum. Það að taka við lélegu landsliði er allt annað en að taka við lélegu félagsliði. Í lélegu félagsliði þá geturu boðið mönnum atvinnumannasamning, gert gott æfingakerfi og fengið leikmenn til þín. Með lélegt landslið þá getur maður bara valið úr ákveðnum hópi af leikmönnum, i mínu tilviki, mjög lélegum hópi. Ég ákvað nú samt að gera mitt besta og réð til mín tvo þjálfara, einn mjög góðan. Ég sá líka að var ekkert vit í því að spila einhvern sóknarbolta með þessa menn og bjó til tvær ‘taktíkur’. Önnur þeirra var mjög varnarsinnuð 4-4-2 taktík, án allra hlaupa upp kanta oþh. þar sem að það var bara djúp vörn, hægt tempo og bókstaflega mjög leiðinlegur fótbolti en á móti stórum liðum varð maður að pila svona og vonast til að fá fá(ha stamaru?? :D) mörk á sig. Hin taktíkin var 5-3-2 taktík þar sem að ég hafði þrjá miðverði, tvo bakverði, þrjá miðjumenn og tvo sóknarmenn sem að hlupu út. Þessi taktík var íka varnarsinnuð en ekki eins og það var ætlunin að reyna að skora eitthvað með þessari. Það virtist vera einn maður, Alex Gasperoni, sem að gat eitthvað í fótbolta þarna og hann var bara þó nokkuð góður og langt um betri en hinir svo að ég hafði hann playmaker sem að virkaði mjög vel. Ég ætla hérna að taka hvert ár fyrir sig til að það sé auðveldara að sjá bætinguna með árunum.
2006:
Í undankeppni EM þá lenti ég í riðli með Tékklandi, Írlandi, Veils, Slóvakíu, Þýskalandi og síðast og sennilega síst, Kýpur.
Ég hafði tíma fyrir einn vináttulandsleik áður en að riðlakeppnin byrjaði og ég ákvað að spila við Búrúndí(já það er alvöru land). Fyrir þann leik þá voru þeir í hundraðfimmtugastaogáttunda(158.) sæti heimslistans svo að ég ætti að hækka eitthvað við sigur á þeim. Liðin áttu svipað mörg færi þó að Búrúndímenn hafi verið töluvert meira með boltann en leikurinn endaði 0-0 og var þá gripið til vítaspyrnukeppni. Liðinu mínu tókst aðeins að skora eitt mark en Búrúndímönnum tókst að setja þrjú svo að ég hafði í rauninni tapað þó að leikurinn hafi endað með jafntefli í venjulegum leiktíma. Í þessum leim meiddist hinsvegar minn besti maður, Alex Gasperoni, í tæpa þrjá mánuði sem að var ekki beint það besta sem að gat gerst svona fjórum djögum fyrir leik gegn Þýskurum. En það var kannski lítið við því að gera og maður varð bara að vona það besta. Leikurinn, sem að var heimaleikur, byrjaði og það tók Þýskarana heilar tuttugu mínútur að skora sem að var eiginlega alveg ótrúlegt miðan við gang leiksins. Leikurinn tapaðist 0-6 sem að var kannski ekkert svo mikið miðan við tölfræðina. Set hérna inn svona helstu atriðin til að fólk geti séð hversu gjörsamlega vonlaust þetta var:
San Marínó < - > Þýskaland
Skot: 0 - 42
Skot á mark: 0 - 19
Með boltann: 32% - 68%
Fyrirgjafir á samherja: X - 64%
Skallar unnir: 10% - 96%
X= Ekkert, ekki 0% heldur átti ég enga fyrirgjöf.
Allir leikir á árinu(H=Heimaleikur, Ú=Útileikur):
H - San Marínó 0 - 0 Búrúndí - Vináttuleikur
H - San Marínó 0 - 6 Þýskaland - Undankeppni EM
Ú - San Marínó 1 - 5 Tékkland - Undankeppni EM
H - San Marínó 0 - 2 Búlgaría - Vináttuleiku
Ú - San Marínó 1 - 5 Írland - Undankeppni EM
Markatala á árinu; 2-18/-16.
Meðaltal á leik: Mörk skoruð; 0.33, mörk fengin á sig; 3
Mér tókst á þessu ári að falla um eitt sæti á þessum blessaða heimslista og sá að margt þurfti að fara betur á næsta ári.
2007:
Þarna var ég aftur kominn með Alex Gasperoni og það breytti miklu.
Leikir á árinu:
H - San Marínó 0 - 3 Írland - Undankeppni EM
Ú - San Marínó 0 - 1 Veils - Undankeppni EM
Ú - San Marínó 0 - 3 Þýskaland - Undankeppni EM
H - San Marínó 1 - 1 Kýpur - Undankeppni EM
H - San Marínó 1 - 0 Macau - Vináttuleikur
H - San Marínó 0 - 1 Tékkland - Undankeppni EM
Ú - San Marínó 1 - 3 Kýpur - Undankeppni EM
H - San Marínó 1 - 1 Tapei - Vináttuleikur
Ú - San Marínó 0 - 1 Slóvakía - Undankeppni EM
H - San Marínó 0 - 3 Veils - Undankeppni EM
H - San Marínó 2 - 1 Cayman eyjarnar - Vináttuleikur
H - San Marínó 1 - 2 Slóvakía - Undankeppni EM
Lokastaðan í riðlinum:
1. Tékkland…+15 29
2. Þýskaland.+24 25
3. Veils………+05 22
4. Írland……..+13 21
5. Slóvakía…..-05 15
6. Kýpur……..-20 05
7. San Marínó-30 01
Þetta ár gekk mun betur og alir vináttuleikir voru gegn löndum sem að voru ofar en ég á heimslistanum og unnust tveir af þremur og náði ég að skora í öllum.
Markatala á árinu; 7-20/-13
Meðaltal á leik: Mörk skoruð; 0.6, mörk fengin á sig; 1.6
Á árinu tókst mér að hækka um 31 sæti á heimslistanum og var þá kominn í hundraðsextugastaogfyrsta(161.) sæti.
2008:
Í undankeppni HM lennti ég í riðli með; Austurríki, Belgíu, Ítalíu, Litháen, og Serbum.
Leikir á árinu:
H - San Marínó 1 - 0 Vanúatu - Vináttuleikur
H - San Marínó 1 - 5 Ítalía - Undankeppni HM
H - San Marínó 0 - 0 Litháen - Undankeppni HM
Ú - San Marínó 0 - 1 Austurríki - Undankeppni HM
H - San Marínó 2 - 0 Myanmar - Vináttuleikur
H - San Marínó 0 - 0 St. Lúsía - Vináttuleikur
Aftur voru öll löndin sem ég spilaði við fyrir ofan mig á heimslistanum og þegar þetta er skrifað þá er ég í fjórða sæti í riðlinum mínum með eitt stig, ásamt Litháen og Serbum.
Markatala á árinu; 4-6/-2
Meðaltal á leik: Mörk skoruð; 0.6, fengin á sig; 1.
Finnst samt mjög gott að ná að halda hreinu í fjórum leikjum af sex.
Á þessu ári stökk ég upp um fjörtíu sæti á þessum blessaða heimslista og er þá sem stendur í hundraðtuttugastaogfyrstasæti(121.).
Set hérna inn núverandi byrjunarlið í 4-4-2 taktík þó að einhverjir þarna séu regen og þið verðið að gera ‘load all players from San Marino’ til að sja flesta þarna þó að einhverjir séu sennilega til hjá ykkur ef að þið eruð með neðri deildir á Ítalíu valdar.
GK: Davide Albertini
DR: Luca Del Prete
DL: Diego Pasquali
DC: Simone Bacciocche
DC: Frederco Crescetini
MR: Alex Gasperoni
ML: Stefano Gioia
MC: Marco Casadei
MC: Marco Domeniconi
ST: Luca Guerra
ST: Matteo Rossi
Árin 2007 og 2008 þá komu nokkrir góðir regen inn í leikinn, td. nýr markmaður og mjög góður hgri bakvörður. Set hér skjáskot af bestu leikmönnunum:
Luca Del Prete: http://img58.imageshack.us/my.php?image=lucadelpretesf1.jpg
Alex Gasperoni: http://img505.imageshack.us/my.php?image=alexgasperonisa4.jpg
Vil líka benda ykkur sem að eruð bara með landslið á landavinning: http://leikjanet.is/?gluggi=leikir_spila&leikur=829
Frábært þegar maður er ‘on holiday’ =)