Í þessari grein ætla ég að útskýra hvernig á að setja upp gott æfinga prógram í FM'06 og ‘07 fyrir ykkur sem að kunnið það ekki.
Í fyrsta lagi þá er best að taka það fram að það er mjög mikilvægt að búa til sitt eigið æfinga prógram en nota ekki ’General' sem að tölvan býr sjálf til og setja ‘Work Load’ bara í hæsta. Það sem gerist þá er að leikmennirnir ofreyna sig og verða of þreyttir sem að þýðir að tölurnar lækka. Það er best að búa til sér prógram fyrir hverja stöðu fyrir sig til þess að leikmenn bæti sig í þeim tölum sem að þeir þurfa að vera góðir í. Til að búa til nýtt prógram þá veljiði ‘Schedules’ sem að er fyrir ofan efsta prógramið hjá ykkur(general hjá þeim sem hafa ekki breytt) og veljið ‘New>Full/Part time schedule(Líka Youth í FM’06)' og skýrið hana td. ‘Varnarmenn’ eða eitthvað viðeigandi fyrir þá stöðu sem þetta prógram er fyrir. Þá er að stilla þetta.
Hér fyrir neðan eru mikilvægustu atriðin fyrir hverja stöðu;
Markmenn(GK) - Handling & Reflexes
Bakverðir(D/WBR/L) - Tackling & Stamina
Miðverðir(DC) - Tacling, Heading, Positioning & Jumping
Kantmenn(MR/L) - Passing, Crossing & Pace
Djúpir Miðjumenn(DMC/R/L) - Tackling, Stamina & Work Rate
Miðjumenn(MC) - Passing, Stamina, Work Rate & Jumping
Sóknarkantmenn(AM/R/L - Pace, Crossing & Dribbling
Sóknarmiðjumenn(AMC) - Creativity, Decisions & Passing
Framherji(FC/R/L) - Finsihing & Pace
Fremsti Maður(ST) - Finshing & Heading
Eins og þið kannski vitið þá eru valmöguleikarnir ekki ‘Tackling, Passing, Crossing’ osfrv. heldur;
Strength
Aerobic
Goalkeeping
Tactics
Ball Control
Defending
Attacking
Shooting
Set Pieces
Þá er að vita hvaða atriðið hver möguleiki þjálfar. Hérna er listi með því;
Strength - Natural Fitness, Stamina, Strength, Work Rate
Aerobic - Acceleration, Agility, Balance, Jumping, Pace, Reflexes
Tactics - Anticipation, Decisions, Off The Ball, Positioning, Teamwork, Command Of Area*, Rushing Out*, Communication*
Ball Control - Dribbling, First Touch, Flair, Heading, Technique
Defending - Concentration, Marking, Tackling
Attacking - Creativity, Passing
Shooting - Composure, Finishing, Long Shots
Set Pieces - Corners, Crossing, Free Kicks, Long Throws, Penalty Taking
Goalkeeping - Aerial Abilty, Handling, Kicking, One On Ones, Throwing
*=Aðeins hjá markvörðum
Eins og þið sjáið þá eru þetta alls tíu stöður sem að ég taldi upp en það þarf alls ekki að búa til tíu æfinga prógröm. Sjálfum finnst mér þægilegast að gera þessa flokka:
Markmenn - Hef þá að sjálfsögðu aðeins markmenn í þessum flokki
Varnarmenn - Hef bæði bakverði og miðverði í sama flokk vegna þess að það eru margir leikmenn sem að spila bæði sem bakverðir og miðverðir. Þetta fer þokkalega vel saman en auðvitað ér fínt líka að gera eitt kerfi fyrir bakverði og annað fyrir miðverði
Miðjumenn - Í þessum flokk hef ég bæði miðjumenn og djúpa miðjumenn(DM) því að flestir djúpir eru með miðja miðjuna sem ‘Natural Position’.
Sóknarmiðjumenn - Hef þetta aðeins undir AMC
Kantmenn - Það er alveg nóg að hafa eitt kerfi undir bæði MR/L og AMR/L nema að maður ætli ekki að láta kantmennina hlaupa upp. Þá er betra að hafa sér kerfi fyrir MR/L
Sóknarmenn - Hef þetta undir bæði ST og FC
Þetta var aðeins til þess að sýna ykkur hvernig mér finnst best að hafa þetta svo að þið sem kunnið ekki á þetta þurfið ekki að gera tíu æfingakerfi.
Svo eru örugglega einhverjir sem að vita ekki hvað sumar tölurnar þýða, dæmi; shooting=skot (geri ráð fyrir að allir viti það samt :)
Ætla hér að skrifa hvað allar tölurnar þýða þó að flest sé augljóst þá eru sennilega einhverjir sem að vita ekki hvað allt þýðir og það er nú betra að vita hvað maður er að láta mennina sína æfa(tek enga ábyrgð á að þetta sé allt rétt):
Technical Attributes:
Corners - Hornspyrnur
Crossing - Fyrirgjafir(Kassi í Fifa)
Dribbling - 'Knattrak', hvað maðurinn er góður að rekja boltann
Finishing - Nýting, hvað maðurinn klárar færin vel
First Touch - Móttaka
Free Kicks - Fríspörk
Heading - Kollspyrna
Long Shots - Langskot
Long Throws - Innköst
Marking - Dekking, hvað maðurinn dekkar andstæðinginn vel
Passing - Sendingar
Penalty Taking - Vítaspyrnur
Tackling - Tæklingar
Technique - Tækni
Mental Attributes:
Aggression - Skap, maður með mikið í aggression er líklegri til að rífa kjaft við dómara og þess háttar
Anitcpation - Andúð/Ógeð, er ekki alveg 100% á þessu
Bravery - Hugrekki
Composure - Rólegur eða viss um sig, er ekki alveg 100% á þessu
Concentraiton - Einbeiting
Creativity - Sköpunargáfa
Decisions - Ákvarðanir
Determination - Ákveðni
Flair - Náttúruleg gáfa
Influence - Áhirf, maður með mikið í influence er góður fyrirliði
Off The Ball - Án bolta, hvað maðurinn er góður að stinga sér ofl.
Positioning - Staðsettning, hvað maðurinn er góðu að staðsetja
Teamwork - Samvinna, hvað maðurinn vinnur vel með öðrum
Work Rate - Vinnusemi
Physical Attributes:
Accelration - Hraði
Agilty - Hversu söggur leikmaðurinn er
Balance - Jafnvægi
Jumping - Stökk/Hopp
Natural Fitness - Líkamlegt ástand(Náttúrulegt)
Pace - Snerpa
Stamina - Úthald
Strength - Styrkur
Ég vona að þetta geti hjálpað einhverjum og öll komment með einhverju á þessa leið; ‘Duh gaur ég vissi þetta alveg..’ eru vinsamlegast afþökkuð =)