Werder Bremen / Barcelona 06-08 Ey Thoroddsen heitir maðurinn, maðurinn sem er víða frægur fyrir snilla sína í knattspyrnuheiminum og góða þjálfunartækni. Eftir frábært gengi hjá ÍR fékk hann boð frá Werder Bremen um að taka við stjórn félagsins eftir að fyrrum stjórinn hefði verið rekinn. Hann tók því játandi og tók hann allar fyrirsagnir þýskra blaða og stuðningsmenn voru farnir að gagnrýna félagið fyrir að taka þá áhættu að taka svona óreyndan mann í starfið. 30 ára ósannaður Íslendingur tekinn við Brimurunum.

Jæja ég ætla að flytja mig yfir í að skrifa í 1. persónu núna hehe. Þetta mun aðallega vera um meistaradeildina þessi grein enda hef ég mun meira gaman af henni og það eru færri leikir svo ég get sagt frá hverri einustu viðureign án þess að þurfa að enda uppi með 15 blaðsíðna ritgerð.

En sem sagt, ég tók við Brimurunum og fór á smá Íslendingaveiðar, ég fékk mér ófáa 15 ára drengi frá Íslandi. Björn Sigurðarson framherji ÍA, Kolbeinn Sigþórsson framherji HK, Andri Fannar Stefánsson, sóknartengliður KA, Kristján Ari Halldórsson, kantmaður og framherji ÍR, Arnaldur Smári Stefánsson, varnar og varnartengiliður ÍR, Björn Sverrisson framherji FH og Einar Orri Einarsson, miðjumaður Keflavíkur voru Íslendingarnir sem komu til Þýskalands eftir að ég tók við. En voru allir þessir menn keyptir fyrir varaliðin.

Ég ákvað að treysta sem mest bara á hópinn sem ég var með fyrir en keypti þó Thorsten Stuckmann á 450 þús pund frá Braunschweig og Denis Epstein á 1 millu punda frá Köln. Þetta leit allt rosa vel út í byrjun, fékk Barcelona, Roma og Legia Varsjá með mér í riðli í CL. Legia eru greinilega ekki rosa vanir að fara á útivöll að spila í Meistaradeildinni en fyrsti leikur minn var gegn þeim heima sem ég vann 7-1, næst tóku Barcelona þá í rassgatið 6-0 og Roma lagði þá 4-0, allt var þetta á útivelli hjá Legiamönnum. Ég tapaði næstu 2 leikjum, gegn Barcelona úti 5-2 og gegn Roma úti 5-3. Ég tók Roma menn síðan og rótburstaði þá 4-0 heimafyrir og ég heimsótti Legia og vann 2-0. Næst komu Barca menn í heimsókn og unnu 3-0. Riðillinn minn endaði svona:

Sæti Lið Leikir Unnir Jafnir Tapaðir Skorað Fengið á sig Stig
1. Barca 6 5 1 0 21 5 16
2. Werder 6 3 0 3 17 14 9
3. Roma 6 2 1 3 10 12 7
4. Legia 6 0 2 4 4 21 2

Næst fengu mínir menn rassskell gegn Valencia 4-1 á heimavelli og leit út fyrir að Brimaborgarar væru á leið úr keppni en annað kom á daginn. Ég heimsæki þá og rótbursta Valenciu menn og þetta var minn besti leikur á stjóraferlinum, 8-1 takk fyrir! Ivan Klasnic skoraði fernu, Diego skoraði tvennu, Zidan og Vranjes skoruðu svo sittmarkið hvor en Silva skoraði mark Valencia og þess má geta að Miroslav Klose var meiddur á meðan á þessum leik stóð og Torsten Frings einnig!
Jæja, þá fengum við Barca, aftur! Miroslav Klose var valinn maður leiksins í þessum leik. Á fyrstu mínútunum virtist þessi leikur ætla að toppa seinni Valenciu leikinn en Torsten Frings kom Bremen yfir á 12. mínútu, Klose bætti við öðru marki á þeirri 14 og Per Mertesacker skoraði síðan á 19. mínútu, staðan orðin 3-0 heimamönnum i vil eftir aðeins 20 mínútur. Javier Saviola minnkaði muninn á 1. mínútu seinni hálfleiks í 3-1, Torsten Frings skoraði síðan 2. mark sitt á þeirri 87. og Juliano Belletti minnkaði muninn í 4-2 í uppbótartíma með skoti af löngu færi. Næst fengum við englandsmeistara Chelsea í heimsókn, lítið gerðist í þeim leik og endaði hann 0-0. Þá fóru mínir menn á Stamford Bridge og þar var um fjörugan leik að ræða þó aðeins 2 mörk voru skoruð. Torsten nokkur Frings kom Brimurum yfir á 5. mínútu og jafnaði síðan Ballack á þeirri 65. og urðu það lokatölur leiksins og Arsenal vann Manchester United í hinum undanúrslitaleiknum og því eru það Arsenal og Werder Bremen sem mætast á OAKA Spyros Louis í Aþenu en Bremen fór áfram á útivallarmarki. Það var nokkuð um að vera í þeim leik, 15 skot, 4 hornspyrnur, 50 aukaspyrnur, 36 innköst og 41 brot litu dagsins ljós en ekkert spjald var samt sem áður í leiknum. Miroslav Klose innsiglaði sigur Werder Bremen á 93:43 mínútu og fyrsti evrópumeistaratitill liðsins því í höfn.

Eftir að Barcelona enduðu í 3. sæti deildarinnar og áttu ekkert voða sérstakt tímabil þá var Frank Riijkaard rekinn, ég fattaði ekki alveg orsakir þess enda er alveg fyrirgefanlegt að enda í 3. sæti og komast í 8-liða úrslit meistaradeildarinnar og sigur í bikarnum þannig að þetta kom nú pínulítið á óvart. En þeir buðu mér að taka við stjórn félagsins, ég var alveg í skýjunum yfir því að Barcelona hafði áhuga á mér. Ég tók við liðinu og fékk 51 millu til leikmannakaupa, kominn september þegar þetta gerist svo að leikmannamarkaðurinn er lokaður. En ég er ekki lengi að finna hvað það var sem mig vantaði, framherja, Eto’o var að standa sig þokkalega sem og Maxi Lopez en Saviola og Eiður voru ekki alveg að gera sig. Ég ákvað því að splæsa 38 millum og keypti mér Thierry Henry frá Arsenal. Næsta markmið mitt er að fá aðeins meiri pening og kaupa bakverði, Belletti er ekki að gera sig finnst mér. Liðið er slatti af leiktíðinni og get ég verið ákaflega stoltur af mínum mönnum. Í janúar keypti ég þá Gabriel Heinze frá Manchester United á 13 milljónir punda og Vincent Kompany frá HSV á sama pening á meðan ég seldi Ronaldinho til Inter á 45,5 milljónir punda. Ég vann fyrstu 9 leikina mína í deildinni og komst áfram úr riðlinum mínum í Meistaradeildinni á eftir Bayern Munchen. Eftirminnilegasti leikur tímabilsins var gegn Valencia á útivelli undir lok desember mánaðar, enn og aftur fæ ég að rústa þessu magnaða liði, 5-0 sigur staðreynd þar sem Messi skoraði 2 mörk og Motta, Xavi og Saviola 1 mark hver.

En að meistaradeildinni, með mér í riðli voru Bayern Munchen, Feyenoord og AEK frá Aþenu. Öll úrslit voru eftir bókinni í þessum riðli en þegar riðlinum lauk (LAUK?!? Steiktan eða hráan? :P hehehe sprell) var Bayern Munchen á toppi riðilsins með 16 stig. Ég kom næstur með 10 stig og Feyenoord fengu sér sæti í UEFA Cup og enduðu með 5 stig en AEK sátu eftir með sárt ennið með aðeins 2 stig sem bæði komu gegn Feyenoord. Næsti leikur í keppninni var í febrúar, Barca hafði fengið að takast á við stórveldi í 16-liða úrslitunum, United menn frá Manchester borg voru næstir á dagskránni. Fyrri leikurinn fór fram á Nou Camp í Barcelona og fór hann ekki alveg nógu vel. Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins á 33. mínútu og lokatölur þar á bæ, ég var þokkalega sáttur við spilamennskuna en úrslitin var ég svekktur með. Seinni leikurinn á Old Trafford var ótrúlegur, á 43. mínútu skoraði fyrirliði Utd manna, Gary Neville og kom þeim yfir og var það staðan í hálfleik og leit flest út fyrir að mínir menn sætu eftir með sárt ennið og á heimleið með tómar hendur. En góður liðsandi og teamtalk sá til þess að svo varð ekki, á 72. mínútu skoraði Wes Brown klaufalegt sjálfsmark og setti leikinn í opna skjöldu, kamerúninn knái, hann Samuel Eto’o tryggði svo sigurinn með marki á 84. mínútu og þar eru United menn á leiðinni heim tómhentir og með sárt ennið. Næstir voru landar okkar frá Valencia. Fyrri leikurinn fór fram á Nou Camp, þar reyndist Deco hetja minna manna, fyrri hálfleikur markalaus, Eto’o kom Barca yfir á 63 mínútu en aukaspyrna Ruben Baraja 2 mínútum seinna sá um það að sú forysta héldist ekki lengi, Deco var hetja minna manna þegar hann innsiglaði sigurinn þegar 94 mínútur og 1 sekúnda voru liðnar. Leikurinn á Mestalla fór fram viku seinna, hann byrjaði frábærlega, Maxi Rodriquez kom Barca yfir á 1. mínútu leiksins eftir frábæran undirbúning Maxi Lopez. David Villa minnkaði hinsvegar muninn á 70. mínútu með góðu skoti sem urðu lokatölur leiksins.
Eru nú orðnar 25% líkur á að ég hampi titlinum í 2. sinn í 2 tilraunum, liðin sem eftir eru eru Barcelona, Bayern Munchen, Liverpool og Chelsea. Barcelona fengu í þetta sinn Liverpool. Fyrsti leikurinn fer fram á Anfield.
0-0 í hálfleik þrátt fyrir stórskemmtilegan leik,
Warnock skoraði síðan fyrir Liverpool eftir hornspyrnu á 52. mínútu, Bellamy kom síðan Liverpool í 2-0 á 62. og urðu það lokatölur þrátt fyrir að við vorum betri aðilinn að mér fannst og einnig vorum við betri aðilinn samkvæmt lýsingunni á leiknum. Mínir menn í mikilli hættu enda ef ég ætla beint í úrslitin verð ég að vinna með 3 mörkum eða 2-0 og fara áfram í framlengingu, ef leikurinn fer 3-1 fyrir okkur fara Liverpool áfram. Gat varla byrjað betur, Samuel Eto’o að opna leikinn mjög með marki eftir 17 mínútur og bætir svo við öðru 6 mínútum síðar, leikurinn er því alveg galopinn eins og er. Eftir aðeins hálftíma leik ætli Deco sé ekki man of the moment, frábært skt rétt utan við teiginn og boltinn í bláhornið og staðan orðin 3-0 og því 3-2 samtals fyrir Barca. Saviola var síðan næstur á ferð á 37. mínútu þegar hann spólaði í gegnum Liverpool vörnina og var kominn einn á móti Reina en skaut í hliðarnetið. Rétt fyrir lok hálfleiksins skoraði síðan Javier Saviola og Barca með þægilega forystu í hálfleik, 4-0 (4-2 Agg). Á 61. minútu fékk Liverpool vítaspyrnu sem norðmaðurinn Jón Árni Risi skoraði örugglega úr (John Arne Riise) og er því enn möguleiki fyrir Liverpool sem hefur útivallarregluna með sér núna og þurfa því 1 mark til að komat í úrslit. Deco skoraði sitt annað mark og kom Barca í 5-1 á 70. mínútu með frábæru samspili við Maxi R. 77 mínútur voru liðnar síðan þegar Florent Sinama Pongolle skoraði með frábæru skoti af 25 metra færi. En lokatölur leiksins 5-2 fyrir Barca sem eru áfram í úrslit, óhætt er að hrósa Barca fyrir frábæran leik í þessum leik. Á þessum tíma eru 35 leikir búnir í deildinni og ég á leik inni, s.s. búinn með 34 leiki og er með 7 stiga forystu á Atletico Madrid og sigur í leiknum sem ég á inni þýðir að ég hreppi titilinn, það þarf mjög margt að gerast til að titillinn fari ekki til Barca. Bayern Munchen bar 3-1 sigurorð af Chelsea og mæta því okkur í úrslitunum en þeir voru einmitt með mér í riðli í riðlakeppninni og höfðu betur þar í innbyrðisviðureignum svo að það er komið að hefnd.
Sigur á Malaga gerði það að verkum að Barca eru tryggðir spánarmeistarar, einnig voru Bayern Munchen að sigra þýsku deildina svo að þessi leikur verður mjög merkilegur á þann hátt að annað liðið mun vinna tvennuna með sigri í leiknum.
Liðið í úrslitaleiknum er þannig skipað: Í markinu er Victor Valdes, í bakvörðunum eru Belletti (H) og Zambrotta (V), Puyol fyrirliði og Oleguer eru í miðverði (Marquez er meiddur), Xavi er aftarlega á miðjunni, Messi (V) og Maxi (H) eru á köntunum með Deco fyrir aftan Maxi Lopez og Javier Saviola en því miður er Samuel Eto’o tæpur en hann er á bekknum.
Eftir korter er Javier Saviola á ferðinni og brunar upp vinstra megin og inní teig og sendir fyrir og þar er Maxi Lopez mættur, réttur maður á réttum stað og staðan 1-0. 5 mínútum seinna jafnar Hasan Salihamidzic fyrir Bayern með skoti hægra megin í teignum. Á 22. mínútu spólar Messi sig vinstra megin inní teiginn en skot hans rétt yfir. Á 35. er Maxi Rodriquez með frábæra sendingu en skot nafna hans Maxi Lopez fer rétt framhjá. Podolski kemur síðan Bayern yfir á 42. mínútu. Á 52. jafnar Saviola metin með frábærri vippu rétt inní teignum vinstra megin. Samuel Eto’o mun koma inná í seinni hálfleik framlengingar ef það verður framlenging þ.e.a.s. hann ekki alveg í nógu góðu standi, með 70% í condition.
Þetta urðu lokatölurnar eftir 90 mínútur og því framlenging. Saviola með skot rétt framhjá a 99. mínútu með flottri sókn Barca manna. Vító í leik Bayern og Barca.. Gífurleg spenna..

Podolski skorar 1-0
Saviola skorar 1-1
Salihamidzic skorar 2-1
Maxi R. Skorar 2-2
Lahm klúðrar 2-2
Eto’o skorar 3-2
Bommel klúðrar 3-2
Gífurleg pressa í tvítugum Messi – skorar 4-2