Eftir að hafa átt þokkalegan feril sem leikmaður og þjálfaði yngri flokka KA með mjög góðum árangri, var ég á leið í “Superettan” sem er fyrsta deildin í Svíþjóð, en aðeins eitt lið vildi gefa mér tækifæri og voru það Norrköping, en íslendingarnir Stefán Þórður og Garðar Gunnlaugs voru þar fyrir.
Ekki var nú mikið annað að gera enn að skoða hópinn og sjá fjármálin, 110 þúsund pund hafði ég til leikmannakaupa, og ég var virkilega ánægður með það enda þurfti ég að styrkja hópinn nokkuð.
Mér var spáð 4 sæti og ekki upp úr deild, en klárt markmið var að ná í það minnsta 3 sætinu og þar af leiðandi í umspil.
Ég keypti nokkra leikmenn, 7 alls og þar af tvo efnilega íslendinga sem ég fékk að vísu ekki fyrr en í seinni félagskiptaglugganum eða í Júlí en þetta voru Björn Sigurðsson frá ÍA og Andri Fannar frá KA, báðir 15 ára gamlir, en önnur kaup voru eftirfarandi:
Mads Lomholt Frítt
Jussi-Pekka Savolainen 8k frá Tampere United í Finnlandi
Aziz Cor Nyang 0k frá Tyrezö í Svíþjóð
Rune Lövland 0k frá Vard Haugesund í Noregi
Dennis Hansson 55k frá Vasteras SK í Svíþjóð
í Seinni glugganum:
Björn og Andri frá Íslandi
Erland Hellström 35k frá Ayssyriska í Svíþjóð
Iván Rabinovich Frítt frá Ísrael
Bastian Geiger frá Sviss
Rossini frá Brasilíu
Jean-Crishophe Cesto frá Frakklandi
Andreas Tobbiasson Frá Svíþjóð
þetta voru helstu kaup mín í „gluggönum“ .
En svo tókum við 6 æfingaleiki fyrir tímabilið og fórum meðal annars til Englands í æfingferð og unnum alla 3, þessir leikir voru gegn minni liðum neðar en league one, en í heildina unnum við 4 leiki og töpuðum tveim.
Ekki leið á löngu þar til fyrsti leikurinn rann upp, og byrjaði það aldeilis vel, 3-0 sigur minna manna, einstaklega góður sigur og gekk þetta ágætlega í næstum leikjum en þetta var rosa sveiflukennt tímabil vegna meiðsla inn og út en í lokaleikjunum urðu nánast engin meiðsli og lykilmenn sem höfðu meiðst í einhverja mánuði voru komnir aftur og í seinnustu 12 leikjum töpuðum við aðeins einum leik og 3 jafntefli og unnum átta og náðum þar með 3 sæti og umspili um sæti í Allsvenska.
Ég gerði mér nokkuð ljóst, þegar að seinnustu 10 leikir voru eftir, hverjir myndu falla og hvaða lið ynni deildinn.
Örebro unnu deildina nokkuð óvænt en þeim var 3 sæti og það verður að segjast eins og er að að flest öll sæti komu á óvart til að mynda var mér ekki spáð upp um deild og sömuleiðist ekki Trelleborg sem lentu í öðru sæti en þeim var spáð 5 sæti og mér 4 sæti en nóg um það, ég átti ennþá eftir að spila tvo leiki gegn Elfsborg sem lentu í þriðja neðsta sæti í Allsvenska.
Fyrsti leikurinn var spilaður á heimavelli Elfsborg í Boras, Boras Arena.
Leikurinn var mikið fyrir augað og mjög jafn leikur, mörg markatækifæri, tæklingar og spjöld, þrátt fyrir að hvort liðið um sig ætti 11 skot að marki, þá áttu markverðir liðsins stórleik og niðurstaðan var 0-0 jafntefli.
Seinni leikurinn var spilaður á okkar heimavelli, Idrottsparken.
Eins og í seinni leiknum þá var þessi leikur jafn og mörg markatækifæri en mitt lið nýtti sín færi og settu tvo bolta í netið og lauk leiknum tvö-núll Norrköping í hag.
Allsvenska fram undan og mikill fögnuður í liðinu enda sýndi liði gríðalegan karakter í seinnustu leikjum með því að tapa aðeins einum leik í seinustu 12 leikjum en í heildina tapaði ég 8 leikjum.
3 efstu sætin enduðu svona:
Lið—–Leikir-Sigur-Jafnt.-Tap-Mörk S-Mörk F-Stig
1.Örebro 30—20—8—2—60—21—68
2.Trellerb. 30—19—2—-9—64—40—59
3. Norrkö. 30—18—4—8—-59—30—-58
Og þessi lið féllu og lentu í umspili:
Falkenberg(umspil) féllu ekki
Vasby (umspil) féllu ekki
Mjallby Féllu
Qviding Féllu
Bikarinn gekk ekki vel og spilaði ég aðeins tvo leiki vann fyrsta í vítaspyrnukeppni þar sem hvorki meira né minna en 28 spyrnur voru teknar 14 á lið!
En svo datt ég ósanngjarnt út á móti Djurgarden 1-0.
Að sökum mikilla meiðsla og ruglings þá var mér allveg ómögulegt að sýna ykkur liðið sem ég notaði oftast.
Verðlaunin og fróðleiksmolar:
Ég var í öðru sæti yfir þjálfara ársins.
Liðið hafði einn leikmann í liði ársins, Richard Spong Varnamaður.
Markahæsti leikmaður liðsins og deildarinnar var hinn brasilíski Bruno Santos en hann skoraði 22 mörk öll í deild.
Flestu stoðsendingarnar átti Haris Laitinen, 8 stoðs.
Haris Laitinen átti var líka með bestu meðaleinkunina, 7.29.
Liðið skoraði 60 mörk og fengu 33 á sig.
Íslendingurin Stefán spilaði 12 leiki og koma 8 sinnum inná og skoraði 8 mörk.
Hinn Íslendingurin Garðar spilaði 7 leiki og kom 8 sinnum inná og skoraði 3 mörk.
Elfsborg, liðið sem ég spilaði við í umspili, urðu Bikarmeistarar.
Og að lokum Bruno Santos var valinn leikmaður ársins af aðdáendum liðsins.
Þakka kærlega fyrir mig og þið megið eiga vona á framhaldi frá mér ef áhugi er fyrir hendi og endilega gagnrýnið ef ykkur finnst þörf.