Ég hef eins og væntanlega flestir champarar downloadað demoinu og ég fann eina alvarlega villu í databasenum (þær eru að öllum líkindum mikið fleiri en þessi fer svakalega í mig þar sem ég er gallharður Parma maður). Martin Laursen er á láni hjá AC Milan, þeir keuptu hann ekki. Einnig fóru bæði Johnnier Montano og Paolo Cannavaro á lánssamning hjá Verona.
Ég vildi bara svona benda á þetta, ég veit að ég get notað editorinn til að breyta þessu og ég ætla að gera það.
Að lokum, Fabricio Coloccini er svakalegur. Milan á hann en hann er í láni hjá Alavés og maður fær hann á um £6m.
Jóhann Guðjónsson hjá RKC Waalwijk er líka ágætur, fínn fyrir slappari lið sem á að byggja upp með metnaði. Fæst á rúmlega £1m.
Simone Inzaghi er góður líka. Ég downloadaði ítölsku deildinni inní demoið og byrjaði leik með Parma og keypti hann á £4m og hann var með mark í leik að meðaltali í lokin. Fínustu kaup.
Michael Carrick hjá West Ham er að standa sig frábærlega í öllum saveum sem ég hef byrjað í demoinu og ég held að það sé þess virði að fylgjast vel með honum þegar leikurinn kemur út!
Nú er bara um að gera að láta hvern annan vita ef þeir finna einhvern svona góðan leikmann í Championship Manager 01/02