Derby County 2007-2008 Hið fornfræga félag Derby County var komið upp í deild þeirra bestu og nú var ekki seinna vænna en að fara að byggja liðið upp fyrir komandi átök og sníða taktík sem hæfði liðinu.

Dimitri Filipov hafði komið Derby upp á 2.tímabilum og nú var hann að hefja sitt 3.tímabil með liðinu.

Ég var búinn að ákveða að vera ekki með neinn heigulskap og spila einhvern “kick & run” varnarbolta því mér þætti sú tegund knattspyrnu afspyrnu leiðinleg. Ég ætlaði að halda mig við sömu taktík og seinustu leiktíð, einu breytingarnar yrðu í leikmannamálum og þjálfaramálum.

Ég flaug frá Moskvu eftir gott sumarfrí á Bahamaeyjum þar sem keppinn negldi gellur hægri vinstri, enda þokkafullur með afbrigðum.

Ég grandskoðaði leikmennina eftir sumarfríið, einhverjir höfðu nú legið í súkkulaði og feitum lærum en flestir voru ágætlega á sig komnir.

Ég fékk 1.8 m punda til leikmannakaupa og ætlaði að nýta þann pening gífurlega vel.

Leikmenn inn:

Didier Zokora - 2.7m
Nik Besagno - 1.1m
Goran Slavkovksi - 950k
Harald Gundhaus - 250k
Tobias Tandrup - 200k
Titus Bramble - p/ex
Josh Mimms - Free
Claus Jensen - Free
Danilo Pistillo - Free
Titus Bramble - Free
Simon Francis - Free
Luigi Lavecchia - Free
Marcelo Sosa - Free
Iván Cuéllar - Free
Válery Mézague - Free
Óscar Serrano - Free
Julio Álvarez - Free
Ikechukwu Uche - Free
Ahmed Samir Faraq - Free
Ahmed Reda Madouni - Free
Stanley Aborah - Free
Adriano - Free
Diego Buonanotte - Free
Ross Wallace - Free
Falcao - Free
Aaron Mokoena - Free
Shaun Maloney - Free
Arnar Forsund - Free

Samtals: 27 leikmenn, 5.25 m punda

Leikmenn út:

Patrik Ståhl - 2.5m
Iván Cuéllar - 2m
Goran Slavkovski - 1.5m
Titus Bramble - 1.2m
Ahmed Reda Madouni - 1m

og aðrir minni spámenn….

Samtals: 28 leikmenn, 15.9 m punda


Eftir þessi ágætu viðskipti fór ég að stilla saman strengi og keppti til þess nokkra æfingaleiki. Meðal annars var farin æfingaferð til Ástralíu. Unnust 5 leikir, 1 jafntefli og ekkert tap.

Ég var mjög ánægður með liðið og það var í góðu ásigkomulagi, ég var nokkuð bjartsýnn fyrir komandi tímabil. Okkur var spáð falli af fjölmiðlum og stjórnin myndi verða himinlifandi ef við myndum ná að hanga uppi.

Deildin byrjaði með 4-3(H) sigri á Birmingham og vorum við taplausir eftir fyrstu 8 leikina! og sátum við í 2-3 sæti. Við féllum þó fljótlega niður og vorum í kringum 4-7 sætið mestan hluta deildarinnar en eitthvað fór vélin að ryðga undir lokin og höfnuðum við að lokum í 9 sætinu sem er aldeilis góður árangur á fyrsta ári í efstu deild.

Lokastaðan:

1. Chelsea 83 pts.
2. Arsenal 82 pts.
3. Tottenham 71 pts.
4. Man Utd 70 pts.
5. Everton 64 pts.
6. Middlesbrough 63 pts.

9. Derby 57 pts.

Liðið Mitt:

4-4-2 Attacking

GK: Andrea Guatelli
DL: Danilo Pistillo
DR: Luigi Lavecchia
DC: Aaron Mokoena
DC: Didier Zokora
ML: Óscar Serrano (C)
MR: Stanley Aborah
MC: Mark Kerr
MC: Nik Besagno
SC: Ikechukwu Uche
SC: Julio Álvarez

Tölfræði:

Markahæsti leikmaður: Julio Álvarez, 21 mark (17 í PRM)
Flestar Stoðsendingar: Stanley Aborah, 9
Hæsta Meðaleinkunn: Didier Zokora 7,20
Leikmaður Ársins (að mati stuðningsmanna): Julio Álvarez
Leikmenn í Liði Ársins: Mark Kerr, Andrea Guatelli
Lykilleikmenn: Guatelli, Zokora, Kerr, Serrano og Álvarez
Verðmætasti leikmaður: Julio Álvarez, 4.6 m punda

p.s. ég er kaupsjúkur :D

…… ef þið viljið framhald endilega commenta
Fat Chicks & A Pony….